Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 186
184
Árbók Háskóla íslands
fyrir. Þorsteinn hóf umræðuna um mikilvægi
Þjóðbókasafnsins fyrir Háskólann. Vésteinn
Olason, formaður millifundanefndar, gerði
grein fyrir tillögum, sem samstaða hafði
orðið um, að undanskildu einu atriði, setu
þjóðbókavarðar á fundum háskólaráðs.
Háskólaráð samþykkti einróma tillögu milli-
fundanefndar að undanskildum athuga-
semdum við 14. gr. frumvarpsins um seturétt
þjóðbókavarðar í háskólaráði. Seturéttinn
vildi ráðið því aðeins samþykkja, að fallist
yrði á breytingartillögur þess um 3. og 4. gr.
I 3. gr. vildi ráðið að stæði: Aðeins er heimilt
að skipa þjóðbókavörð úr hópi þeirra
umsækjenda, sem meirihluti stjómar bóka-
safnsins hefur mælt með. Nú fellst mennta-
málaráðherra ekki á niðurstöðu stjómar, og
skal þá auglýsa embættið að nýju. í 4. gr.
vildi ráðið, að í stað upphafsorðanna
„Menntamálaráðherra skipar aðstoðarhá-
skólabókavörð“ komi „Þjóðbókavörður
ræður aðstoðarþjóðbókavörð." Umsögn
háskólaráðs var send ráðherra með bréfi rekt-
ors 11. mars.
19.05.94: Lagt var fram bréf mm., dags. 16.
þ. m. Þar var tilkynnt, að forseti íslands hefði
staðfest 13. þ. m. lög um Landsbókasafn
íslands - Háskólabókasafn, sem samþykkt
voru á Alþingi 28. f. m. Fram var lagt til
kynningar bréf, dags. 13. þ. m., frá Stúdenta-
ráði Háskóla íslands til forsætisnefndar
Alþingis. Háskólaráð fagnaði frumkvæði
stúdenta og tók undir erindið, sem var að afla
fjár til bókakaupa fyrir Háskólabókasafn.
04.08.94: Dagur B. Eggertsson, formaður
stúdentaráðs, gerði grein fyrir landssöfnun
stúdenta fyrir þjóðarbókasafn fslendinga.
Ennfremur komu Ágústa Guðmundsdóttir,
formaður Kynningamefndar, og Guðbrandur
Ami fsberg, kynningarfulltrúi, á fundinn
vegna þessa liðar. Lagt var fram minnisblað,
þar sem gerð var grein fyrir fyrirhuguðu
átaki, sem gekk undir vinnuheitinu Þjóðar-
átak fyrir Þjóðarbókasafn. Forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, mun verða vemdari
söfnunarinnar. Söfnunin var rædd og var
mikill stuðningur við hana. Fram komu fjöl-
margar ábendingar og fyrirspumir, sem
Dagur svaraði.
18.08.94: Á fund kom Þórir Ragnarsson,
starfandi háskólabókavörður, og gerði grein
fyrir væntanlegri lesaðstöðu stúdenta í Þjóð-
arbókhlöðu og lesaðstöðu í Háskólanum. I
Þjóðarbókhlöðunni yrðu um 420 lessæti, þar
af 100 með tölvu og 28 í lokuðum her-
bergjum. Með tilkomu bókhlöðunnar þyrfti
að endurskoða bókakost og lesaðstöðu í úti-
búum Háskólabókasafnsins víðsvegar innan
Háskólans. Fulltrúar stúdenta áréttuðu, að
stúdentar Háskólans nytu forgangs í lessæti í
Þjóðarbókhlöðunni. Almenn vonbrigði voru
hjá háskólaráðsmönnum um lessætafjöldann.
Aður hafði verið talið, að um 700 lessæti
yrðu til í nýju bókhlöðunni.
01.09.94: Rektor lagði fram eftirfarandi til-
lögu: „Með tilvísun til sérstaks átaks stúdenta
við Háskóla íslands til fjáröflunar í þágu
bókasafns í þjóðarbókhlöðu (Landsbóka-
safns-Háskólabókasafns) samþykkir há-
skólaráð tillögu stjómar Happdrættis Há-
skóla Islands um að frá 1. september fram til
l. desember n. k. verði öllum ágóða af sölu
skyndihappdrættismiða, sem bera nafnið
„Skólaþrertna," varið til þessa átaksverk-
efnis.“ Tillagan var samþykkt.
Ritakaup
15.04.93: Rektor lagði fram eftirfarandi til-
lögu: „Til viðbótar samþykktri rekstrarfjár-
veitingu til ritakaupa á árinu 1993 er
Háskólabókasafni heimilað að kaupa rit fyrir
11 m. kr., sem Háskólinn aflar með öðrum
hætti. Millifundanefnd um fjáröflun er falið
að gera tillögu til háskólaráðs um öflun fjár-
ins.“ Samþykkt.
06.01.94: Lagt fram bréf stjómar Háskóla-
bókasafns, dags. 30. f. m., um ritakaup í þágu
Háskólans.
02.06.94: Þórir Ragnarsson, starfandi
háskólabókavörður, gerði grein fyrir fram-
lögðu bréfi, dags. 26. f. m., um stöðu rita-
kaupa í maí 1994. Á árinu 1993 lagði Happ'
drætti H. f. Háskólabókasafni til 11 m. kr. til
ritakaupa, en á því ári vom keypt rit fyrir alls
39 m. kr. Að teknu tilliti til 7,6% erlendra
verðhækkana, hækkunar vegna gengisbreyt-
inga, hækkunar virðisaukaskatts og viðbótar
til Landspítala, vantaði nú 21,8 m. kr. til rita-
kaupa, þar af nam virðisaukaskattur 8,4
m. kr. Rektor lagði til, að af happdrættisfe
yrðu á árinu 1994 veittar 13,4 m. kr. til rita-
kaupa, en sent yrði sérstakt erindi til stjóm-