Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 233
Starfsemi háskóladeilda
231
Valdimarssyni og Magnúsi Jóhannssyni sat
Jónas í nefnd um áætlanir bygginga lækna-
deildar. Grunngreinar fyrstu tveggja ára lækn-
isfræðinnar höfðu flutt í Læknagarð árið 1988,
en tannlæknadeild fór þangað þegar árið 1982.
Lyfjafræði lyfsala flutti kennslu sína í
Haga við Hofsvallagötu í september 1991, en
Háskóli íslands keypti það hús vorið 1991.
Þar er lesaðstaða góð fyrir stúdenta.
Jóhann Ag. Sigurðsson, prófessor í heim-
'lislækningum, greindi frá því á deildarráðs-
fundi 16. febrúar 1994, að hann teldi ekki
raunhæft miðað við núverandi aðstæður, að
akademískt umhverfi skapaðist í því formi,
sem æskilegt væri, í húsnæði læknadeildar í
Sigtúni 1. Hann fór því fram á, að deildarráð
samþykkti, að starfsaðstaða hans yrði flutt í
Heilsugæslustöðina Sólvang í Hafnarfirði.
Samþykkt var að fela deildarforseta og
fóhanni Ágústi að gera drög að samningi á
m'Hi Háskóla fslands (læknadeildar) annars
Vegar og Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi
°g heilbrigðisráðuneytisins hins vegar um
uðsetur prófessoratsins í heimilislækningum
ú heilsugæslustöðinni.
Húsbóndaábyrgð Háskóla íslands
Samþykkt var á deildarfundi þann 3.
uóvember 1993 að leggja fram í háskólaráði
eftirfarandi tillögu Einars Stefánssonar:
’iHáskóli Islands ber almenna húsbónda-
abyrgð á sínum starfsmönnum. Húsbónda-
ubyrgðin nær yfir hugsanlegt tjón, sem verða
kann vegna rannsóknarstafsemi starfsmanna
Háskólans, hvort sem hún fer fram í húsum
Háskólans eða annars staðar. Háskóli íslands
mun bera hugsanlegar skaðabætur, sem falla
kunna á starfsmenn hans vegna skaða í
fengslum við vísindastarfsemi."
1‘lraunastöð Háskóla íslands í meina-
,ræði að Keldum
Jóhann Axelsson var tilnefndur fulltrúi
;eknadeildar og jafnframt formaður í dóm-
nefnd um stöðu forstöðumanns Tilrauna-
stöðvar JJáskóla fslands í meinafræði að
Keldum. Á deildarfundi, 16. desember 1992,
Var samþykkt að mæla með því, að Kári
tefánsson yrði ráðinn forstöðumaður Til-
ntunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði
ab Keldum.
Á deildarráðsfundi, 13. janúar 1993, var
kynnt bréf sérfræðinga við tilraunastöðina til
læknadeildar. Þar hörmuðu þeir, að deildar-
fundur læknadeildar skyldi ganga þvert á
skoðun mikils meirihluta fastráðinna sér-
fræðinga og meirihluta stjómar tilrauna-
stöðvarinnar, þegar deildin tók ákvörðun um
nýjan forstöðumann Keldna. Þeir töldu, að
þetta gæfi tilefni til að endurskoða lög um til-
raunastöðina hið fyrsta.
Skýrt var frá því á deildarráðsfundi, 13.
október 1993, að Kári Stefánsson hefði af
persónulegum ástæðum sagt af sér stöðu
sinni sem forstöðumaður Tilraunastöðvar-
innar í meinafræði að Keldum.
Á deildarráðsfundi, 15. desember 1993,
var samþykkt að tilnefna Þorstein Loftsson
formann nýrrar dómnefndar um forstöðu-
mannsstöðu Tilraunastöðvarinnar. Á deildar-
fundi, 15. júní 1994, var samþykkt að mæla
með því, að Guðmundur Georgsson yrði
ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar.
Kennsla og nám
Læknadeild veitir kennslu í læknisfræði
til kandídatsprófs, og ennfremur skal deildin
annast klínískt framhaldsnám lækna hér-
lendis, eftir því sem aðstæður leyfa. Deildin
hefur einnig síðan 1984 boðið læknanemum
upp á eins árs rannsóknamám til B. S. gráðu,
og útskrifast þeir þá með kandídatsgráðu auk
B. S. gráðu. Þá hóf deildin árið 1992 að veita
2ja ára kennslu til meistaraprófs í heil-
brigðisvísindum, og lauk fyrsti nemandinn
því námi í febrúar 1994. Meistaranámið er 60
eininga að afloknu viðeigandi B. S. prófi, og
hafa 18 stúdentar þegar innritast í það nám
og 9 lokið því.
Endurskipulagning á kennsluháttum
læknadeildar hefur verið í gangi frá 1988 og
er hvergi nærri lokið. Þann 18. maí 1994
samþykkti deildarfundur að veita kennslu-
nefnd ákvörðunarvald um allt, sem varðaði
skipulag og þróun kennslu og þar með talið
ákvörðunartöku um niðurröðun, tjölda og
skiptingu fyrirlestra og tengsl námskeiða.
Markmiðið var að skapa svigrúm fyrir
breytta kennsluhætti, þ. á m. ntinnkað fyrir-
lestrahald.