Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 73
Heiðursdoktorar
71
ann í Karlsruhe. Hann hefur síðan tekið
virkan þátt í málefnum skólans, m. a. verið
deildarforseti rafmagnsverkfræðideildar og
forseti háskólaráðsins síðan 1991.
Arið 1976 var leitað eftir því við Tækni-
háskólann í Karlsruhe, að verkfræðingar frá
Háskóla íslands gætu stundað þar framhalds-
nám til diplom-ingenieurprófs, en undir lok
áttunda áratugarins stunduðu mjög fáir
Islendingar verkfræðinám í Þýskalandi. Fyrir
atbeina þáverandi rektors Tækniháskólans,
dr. Draheim og dr. Lipp, var fallist á, að
Tækniháskólinn tæki við verkfræðingum frá
Háskóla Islands til framhaldsnáms og nám
þeirra hér yrði metið að verðleikum.
Háskólaráðið í Karlsruhe tilnefndi síðan dr.
Lipp til að framfylgja samkomulaginu. Frá
árinu 1977 hafa um 50 verkfræðingar farið
héðan til framhaldsnáms í Karlsruhe og lang-
flestir þeirra lokið þar diplom-ingenieurprófi.
Samband Háskóla Islands við Tæknihá-
skólann í Karlsruhe hefur verið árangursríkt,
°g það er dr. Lipp að þakka, áhuga hans og
þekkingu á háskólamálum og þeirri virðingu,
sem hann nýtur á starfsvettvangi sínum. Af
þessum sökum telur Háskóli fslands sér það
mikinn sæmdarauka að heiðra Hans Martin
Lipp með nafnbótinni doctor teclmices hon-
oris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað.
Félagsvísindadeild
Hafsteinn Guðmundsson, 25. júní 1994
Hafsteinn Guðmundsson fæddist 7. apríl
1912 í Vestmannaeyjum. Hann lauk sveins-
Ptófi f prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík
1930 og prófi frá Fagskole for boghándværk
* Kaupmannahöfn 1939.
Arið 1954 stofnaði Hafsteinn bókaútgáf-
una Þjóðsögu, og hefur hann verið eigandi
hennar þar til á síðasta ári. Síðastliðna fjóra
áratugi hefur Hafsteinn Guðmundsson gefið
ut fjölda bóka og ritsafna, sem tengjast
■slenskri þjóðmenningu, þjóðsögum, þjóðtrú
°g alþjóðlegum fróðleik. Meðal þeirra helstu
eru Þjóðsögur Jóns Árnasonar í 6 bindum,
Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar í 11
bindum og Islensk þjóðmenning, 4 bindi, auk
listaverkabóka, bóka um náttúru íslands og
margt fleira.
Mjög er vandað til útgáfu allra þessara
verka, enda viðurkennt, að Hafsteinn sé einn
smekkvísasti bókagerðarmaður á íslandi.
Hefur hann hannað fjölda bóka, sem bera
handbragði hans og listfengi fagurt vitni.
Starf Hafsteins Guðmundssonar að útgáfu-
málum og bókagerð er merkilegt framlag til
íslenskra fræða. Hann átti frumkvæði að því,
að ráðist var í stórvirki eins og ritið Islensk
þjóðmenning, sem ætlað er, að verði allt að
10 bindi, og eru fjögur þegar komin út og
handrit að öðrum tilbúin eða í vinnslu.
Útgáfa hans á þjóðsögum Jóns Amasonar er
eitt af gmndvallaiTÍtum íslenskra þjóðfræða,
og sama máli gegnir um hina vönduðu útgáfu
á þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar.
Hafsteinn Guðmundsson leitaði jafnan til
færustu fræðimanna við undirbúning að
útgáfum sínum, og em verkin unnin af mik-
illi nákvæmni, og skrár eru allar með þeim
hætti, að unnt er að nota útgáfuna til vísinda-
legra rannsókna. Sömu stefnu hefur hann
fylgt um öll þau verk, sem hann hefur gefið
út. Sjálfur hefur hann stýrt starfi fræðimanna,
kostað vinnu þeirra, hannað bækurnar og
gefið út. Með þessum verkum hefur hann
fengið þjóðmenningar- og þjóðfræðingum í
hendur þorra þeirra íslensku rita, sem þeir
nota í rannsóknum sínum í vönduðum, vís-
indalegum útgáfum. Þar má því með réttu
segja, að Hafsteinn Guðmundsson hafí starf-
rækt rannsóknarstöð í þjóðfræðum og þjóð-
menningarfræðum um langt skeið. Þetta mik-
ilvæga starf Hafsteins skipar honum á bekk
með helstu menningarfrömuðum á Islandi á
síðari hluta tuttugustu aldar. Af þessum
sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdar-
auka að heiðra Hafstein Guðmundsson með
nafnbótinni doctor scientiae rerum socialium
honoris causa. Sé það góðu heilli gert og
vitað.