Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 264
262
Árbók Háskóla íslands
menntir. Aitor Yraola hafði einnig veg og
vanda af því að útvega þetta námskeið.
Fimmta ráðstefna Nordic Association for
English Studies var haldin í Reykjavík 7.-8.
ágúst 1992 með stuðningi heimspekideildar.
A deildarráðsfundi, 20. nóvember 1992,
var samþykkt einróma að bjóða Roger Lass,
prófessor í málvísindum við háskólann í
Höfðaborg, og Jacques Derrida, prófessor
við Parísarháskóla, til fyrirlestrahalds í heim-
spekideild á árinu 1993. Jafnframt yrði pró-
fessor Derrida boðið að taka þátt í málstofu
um mannleg samskipti. Hafði deildarforseta
og Torfa H. Tulinius verið falið að undirbúa
komu þessara tveggja gesta. Derrida kom í
september 1993 og flutti erindi í Háskólabíói
5. þ. m., sem hann nefndi The Monolinguism
of the Other (Mhl., 4.9.1993). Annað erindi
flutti hann í stofu 101 í Odda, og voru báðir
fundimir fjölsóttir (sá seinni var eiginlega
málstofa og fullt út úr dyrum í Odda).
Akveðið var að bjóða Miguel Quesada,
prófessor í spænsku við Björgvinjarháskóla,
að kenna á vormisseri 1994. Um var að ræða
skiptikennslu á vegum Nordplus, og yrði
þetta námskeið því deildinni að kostnaðar-
lausu. Deildin samþykkti, að Svavar Sig-
mundsson færi á fund í Gautaborg til að
stofna til samstarfs norrænustofnana fyrir 20
háskóla á Norðurlöndum, svokallaðs Nord-
links-nets, sem starfar innan Nordplus. Einn-
ig var Svavari heimilað að taka þátt í „Björg-
vinjameti," sem er mjög stórt rammanet inn-
an Erasmus áætlunar. Gurutz Jauregui, pró-
fessor við háskólann í San Sebastian á Spáni,
var Erasmus skiptikennari á vormisseri 1994.
Jeremy Bowman kenndi í heimspekiskor
haustið 1994 námskeið um veraldlega þekk-
ingarfræði. Bowman var Erasmus skiptikenn-
ari frá University College í Cork. Lagt var til.
að út yrði gefinn bæklingur á Norðurlanda-
máli og ensku, þar sem nákvæm grein yrði
gerð fyrir starfsemi heimspekideildar, en til-
lögu um þetta mál báru upp Margrét Jóns-
dóttir og Svavar Sigmundsson.
Kennarar
í október 1991 mælti deildin með því, að
Anna Agnarsdóttir hlyti lektorsstöðu í sagn-
fræði. Við þá ákvörðun gagnrýndi Gísli
Gunnarsson, að dómnefnd treysti sér ekki til
að mæla með Einari Má Jónssyni í stöðuna. -
Á sama deildarráðsfundi var samþykkt, að
Anna Agnarsdóttir hlyti framgang í dósents-
stöðu frá 1. sepember 1991. Þá var sam-
þykkt, að Gísli Ágúst Gunnlaugsson flyttist
úr lektorsstöðu í sagnfræði í dósentsstöðu fra
1. júní 1991 að telja.
Helgi Þorláksson hlaut framgang úr lekt-
orsstöðu í dósentsstöðu frá 1. ágúst 1991. Guð-
mundur Hálfdanarson var ráðinn í tímabundna
lektorsstöðu í sagnfræði Ifá 1. ágúst 1991 til
31. júlí 1992; þann 22. nóvember 1991 sam-
þykkti deildarráð, að Guðmundur Hálfdanar-
son og Ragna Sigrún Sveinsdóttir flyttust ur
stöðu lektors 1 í stöðu lektors 2; Guðmundur
frá I. ágúst 1991 og Ragna frá 1. maí 1990.
Guðrún Þórhallsdóttir var ráðin í sérstaka
tímabundna lektorsstöðu í íslenskri málfræði
frá 1. ágúst 1991 til 31. júlí 1992, og Margrét
Jónsdóttir í tímabundna lektorsstöðu í íslensku
fyrir erlenda stúdenta frá 1. ágúst 1991 til 31-
júlí 1992; hún hlaut framgang í dósentsstöðu
frá 1. nóvember 1991. Þóra Björk Hjartar-
dóttir var ráðin í sérstaka tímabundna lektors-
stöðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta frá 1-
ágúst 1991 til 31. júlí 1992. Vilhjálmur Árna-
son hlaut framgang úr stöðu lektors í dósents-
stöðu frá 1. ágúst 1991. Ólöfu Þórhildi Ólafs-
dóttur var veitt lausn frá dósentsstöðu 1
frönsku frá 1. ágúst 1991. Matthías Viðar
Sæmundsson hlaut framgang úr lektorsstöðu *
dósentsstöðu frá 1. nóvember 1991. G11®'
varður Már Gunnlaugsson var ráðinn í tima-
bundna lektorsstöðu í íslenskri málfræði frá 1 •
ágúst 1991 til 31. júlí 1992. Julian Meldon
D’Arcy, settur dósent í enskum bókmenntum.
hlaut skipun 1. febrúar 1992 og Alexandei
Borisovits Kravtsjik var ráðinn í stöðu lektors
í rússnesku ffá 1. janúar 1992. Aitor Yraola
var ráðinn lektor í spænsku ótímabundið ffá 1 •
janúar 1991; áður settur til eins árs í senn-
Torfi H. Tulinius var settur lektor í frönsku fn'
1. ágúst 1992 (til ársloka 1992).
Bergsteinn Jónsson lét af embætti í ars-
lok 1992 fyrir aldurs sakir. Helgi Haraldsson
lét af stöðu dósents í rússnesku að eigin os
frá og með 1. júlí 1991. Lars Brink og
Erlendur Jónsson voru í rannsóknarleyfi J
vomrisseri 1992. Heimspekideild samþykkt1-
að Ásdís Egilsdóttir yrði ráðin í tímabundna
lektorsstöðu í bókmenntum fyrri alda, Berg