Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 220
218
Árbók Háskóla íslands
reglugerðar um prófsýningar og réttindi til
yfirferðar prófdómara. Tillögunni var vísað
til umsagnar framkvæmdastjóra kennslu-
sviðs og formanns Lögskýringanefndar.
03.02.94: Fyrir var tekin tillaga stúdenta að
breytingu á 47. gr. reglugerðar. Formaður
Lögskýringanefndar og framkvæmdastjóri
kennslusviðs mæltu í umsögn gegn breyting-
unni enda stangaðist breytingin á við 29. gr.
háskólalaga. Illuga Gunnarssyni, stúdent,
og Þórði Kristinssyni, framkvæmdastjóra
kennslusviðs, var falið að vinna að málinu
frekar.
17.02.94: Fram var lögð tillaga Þórðar Krist-
inssonar og Illuga Gunnarssonar að ályktun
um skipan prófdómara. Afgreiðslu var frest-
að, sjá Árbók 1994-1997, Kafla 8, Verk-
lagsreglur 15.12.95.
Skrásetningargjald
13.02.92: Lögð var fram bókun, sem Bjami
Armannsson boðaði á fundi háskólaráðs 30.
f. m. vegna samþykktar á tillögum Fjármála-
nefndar háskólaráðs um innritunargjöld.
Bjami greiddi atkvæði gegn tillögunni og
studdi ákvörðun sína eftirtöldum rökum:
„Skólagjöld (skrásetningargjöld) era í eðli
sínu röng. Það er fáheyrt, að í ríki, sem leitast
við að efla menntun þegna sinna, skuli ríkis-
valdið ekki standa við skuldbindingar sínar
um að halda uppi góðri menntun í landinu og
varpa auk þess heldur hluta niðurskurðarins
beint á stúdenta og fjölskyldur þeirra. Skóla-
gjöld skerða möguleika fólks til náms, og með
ásetningu skólagjalda er fallið frá þeirri
grundvallarhugsjón, að menntun sé fyrir alla,
óháð búsetu og efnahag. Skólagjöld (skrá-
setningargjöld) eru líkleg til að hækka. Eins
og staðan er í dag, leysa skólagjöld ekki nema
um þriðjung af þeim fjárlagavanda, sem
Háskólinn á nú við að glíma. Eg sé því fyrir
mér, að heimild til innheimtu skrásetninga-
gjalda verði mun hærri í fjárlögum næsta árs,
og háskólaráð sjái sig þá einnig þvingað til að
innheimta þau. Þetta gæti því leitt til þess, að
farið sé að velja nemendur inn í skólann eftir
efnahag, sem ég tel alrangt. Akvörðunin var
ótímabær. Háskólaráð átti ekki að taka þetta
mál til afgreiðslu svo fljótt sem raun var. Fjár-
málanefndin hefur við næg vandamál að
glíma við að brúa önnur bil, auk þess sem við
gáfum ríkisvaldinu höggstað á okkur með því
að samþykkja þetta svo fljótt. Ástæðulaust var
að taka málið upp, fyrr en í lok mars, rétt fyrir
skrásetningartímabilið.“
13.05.92: Lagt var fram bréf mm., dags. 13.
þ. m., þar sem óskað var eftir umsögn há-
skólaráðs um breytingu á reglugerð nr. 78/
1979 með áorðnum breytingum. Ráðuneytið
taldi, að fengnu Iögfræðilegu áliti, að gera
þyrfti breytingar, svo að ljóst yrði, að hluti
skrásetningargjalds rynni til Háskólans sjálfs.
Þvf var beint til háskólaráðs, að 38. gr. orðist
svo: „Ár hvert skal háskólaráð, að fengnum
tillögum Stúdentaráðs Háskóla Islands og
stjómar Félagsstofnunar stúdenta, ákveða,
hversu hátt skrásetningargjald skuli vera og
hvemig það skiptist milli Stúdentaráðs,
Félagsstofnunar stúdenta, Stúdentaskipta-
sjóðs og Háskólans sjálfs. Menntamálaráð-
herra staðfestir þessa ákvörðun.“ Þórður
Kristinsson, framkvæmdastjóri kennslusviðs,
kynnti málið og lagði fram samhljóða tillögu
að breytingu á 38. gr. reglugerðar Háskóla
íslands. Samþykkt.
18.03.93: Þórður Kristinsson mælti fyrir til-
lögu, dags. 16. þ. m„ um skrásetningargjald
háskólaársins 1993-1994. Tillagan gerði ráð
fyrir, að sá hluti skrásetningargjaldsins, sem
gengi til Háskólans sjálfs, næmi kr. 17.500 i
samræmi við fjárlög ársins 1993. Tillaga
Stúdentaráðs gerði ráð fyrir, að hlutur SHl af
innritunargjöldum skólaárið 1993-1994 yrði
kr. 2.000 og að hlutur Félagsstofnunar stúd-
enta yrði kr. 3.000. Fulltrúi stúdenta kýnnti
áskomn, sem samþykkt var á fundi SHI 15-
mars, að háskólaráð hætti að innheimta gjöld
af stúdentum. Samþykkt var, að skrásetning-
argjaldið yrði svo sem að ofan greindi og
yrði alls kr. 22.500. Fulltrúar stúdenta
greiddu atkvæði gegn gjaldi til Háskólans, og
tveir fulltrúar stúdenta greiddu atkvæði gegn
gjaldi til SHÍ og FS. Með tillögunni um gja'd
til Háskólans fylgdi tillaga að reglum um
skráningu og greiðslu skrásetningargjalds-
Samþykkt var breytingartillaga þess efnis, að
4% álag á skrásetningargjaldið, sem fylgd'
gjaldfresti, yrði fellt niður. Samþykkt varett-
irfarandi tillaga að bókun: „Háskólaráð
ítrekar þá afstöðu sína, að það er ráðinu óljútt
verk að þurfa að innheimta gjöld af stúd-
entum til rekstrar skólans. Fjárframlög 11