Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 178
176
Árbók Háskóla íslands
málum, sem háskólaráð glímdi við. Nýkjör-
inn rektor tilkynnti, að hann myndi leggja
fram starfsáætlun og óskaði eftir að heyra
undirtektir þeirra háskólaráðsmanna, sem nú
hættu, það gæti orðið gott veganesti nýju
háskólaráði. Fyrir lá, að endurmanna
þyrfti starfsnefndir háskólaráðs. Unnsteinn
Stefánsson, forseti raunvísindadeildar, hvarf
nú úr háskólaráði, og þakkaði hann ráðinu og
rektor góða samvinnu og benti á, að efla
þyrfti sjálfstæð vinnubrögð stúdenta. Nokkr-
ar umræður urðu um það mál, og var fallist á,
að vinna þyrfti með Háskólabókasafni að
þessu markmiði. Stefán Olafsson, dósent,
sem einnig hvarf úr háskólaráði, þakkaði
háskólaráðsmönnum samstarfið og rifjaði
upp það, sem horft hafði til framfara á und-
anförnum árum og hann taldi hafa skapað
betri anda en áður í Háskólanum. Þór White-
head, forseti heimspekideildar, hvarf sömu-
leiðis úr háskólaráði. Hann rifjaði upp góð og
árangursrík vinnubrögð ráðsins og benti á, að
halda yrði áfram að leita nýjunga í háskóla-
starfi. Þór þakkaði háskólaráði og fráfarandi
rektor sérstaklega samstarfið. Björn Péturs-
son, fulltrúi stúdenta, hvatti til þess, að
Háskólinn tæki upp framhaldsnám í sjávarút-
vegsfræði og taldi, að þau námskeið, sem
þegar væru kennd í skólanum, nægðu sem
grunnur í náminu. Annar fulltrúi stúdenta,
Guðmundur Birgisson, hvatti til þess, að
eldri nemendur yrðu virkjaðir til að veita
nýnemum ráðgjöf. Þorsteinn Helgason, for-
seti verkfræðideildar, þakkaði Sigmundi
Guðbjamasyni, fráfarandi rektor, fyrir rögg-
semi, framtakssemi og góða fundarstjórn í
háskólaráði, og hefði hann með störfum
sínum aukið hróður Háskólans og bætt
ímynd hans.
19.09.91: Lagt var fram yfirlit um starfs-
nefndir háskólaráðs og núverandi skipun
þeirra. Ráðgert var að kjósa formenn á næsta
háskólaráðsfundi, og yrði formönnum falið
að gera tillögur um endurskoðun erindisbréfa
nefndanna.
Rektor kynnti drög að starfsáætlun
háskólaráðs fyrir háskólaárið 1991-1992.
Helstu verkefni voru: 1) Könnun á húsnæðis-
þörf; 2) Skipan og rekstur rannsóknarstofn-
ana; 3) Upplýsingastefna Háskóla íslands; 4)
Valfrelsi í námi; 5) Reglur fyrir dómnefndir
um stöðuveitingar; 6) Samstarf við aðra
háskóla; 7) Framgangskerfi sérfræðinga.
Umræður urðu um málið, og rætt var um
nemendaráðgjöf í deildum.
03.10.91: Lögð var fram starfsáætlun
háskólaráðs fyrir háskólaárið 1991-1992.
Við framlagðan lista á síðasta fundi var bætt
við lið, sem nefnist „starfsaðstaða nemenda
og kennara" svo og öðrum um „stjómskipu-
lag deilda.“ I umræðum kom fram, að auk
þess að fjalla um framgangskerfí sérfræð-
inga, þyrfti að endurskoða allt framgangs-
kerfið.
31.10.91: Rektor ræddi málefni Þróunar-
nefndar Háskóla Islands, hlutverk nefndar-
innar og skipun í framtíðinni. Til athugunar
væri að skipa í nefndina menn utan Háskól-
ans svo sem fulltrúa frá menntamálaráðu-
neytinu og Alþingi. Æskilegt væri um ráð-
gefandi nefnd eins og Þróunamefnd, að svo
væri gert.
16.01.92: Rektor kynnti bréf sitt til mennta-
málaráðherra, dags. 6. janúar sl., þar sem
óskað er eftir, að skipuð verði Þróunarnefnd
Háskóla Islands og Samráðsnefnd um fjár-
mál Háskóla íslands með fulltrúum Háskól-
ans, menntamálaráðuneytisins og fjármála-
ráðuneytisins. Hlutverk Þróunamefndar yrði
að afla gagna um háskólamenntun og rann-
sóknir og gildi þeirra fyrir atvinnulíf og
menningu þjóðarinnar. I starfi sínu tæki
nefndin mið af þróun háskóla í OECD-
ríkjum og þörfum þjóðfélags okkar fynr
almenna menntun, starfsmenntun og rann-
sóknir á háskólastigi. Sérstaklega verði þar
hugað að aukinni þjónustu Háskólans við
atvinnulíf í landinu. I ljósi þessara gagna og
viðmiða mundi nefndin ræða málefm
Háskóla Islands og gera tillögur til mennta-
málaráðuneytisins og háskólaráðs unt mörk-
un stefnu í þróun Háskóla íslands svo og til-
lögur um samvinnu hans og verkaskiptingu
við aðra skóla á háskólastigi.
13.05.92: Skv. bréfi, dags. 22. f. m., skipaði
menntamálaráðherra Þróunamefnd Háskóla
íslands. Erindisbréf nefndarinnar var lag1
fram.
01.10.92: Eftir að formlegum fundi háskóla-
ráðs var lokið, fór fram umræða um efnið-