Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 261
Starfsemi háskóladeilda
259
Hagfræðistofnun
Inngangur
Hagfræðistofnun Háskóla íslands var
komið á fót með reglugerð dagsettri 28. mars
1989. Stofnunin starfar innan viðskipta- og
hagfræðideildar Háskóla íslands. Hlutverk
hennar er samkvæmt reglugerð að vera vett-
vangur vísindalegra rannsókna í hagfræði og
skyldum greinum, að afla þekkingar á þjóð-
arbúskap íslendinga og að efla tengsl rann-
sokna, ráðgjafar og kennslu og veita stúd-
entum þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum.
Stjórn
I stjóm Hagfræðistofnunar sitja prófessor
Ragnar Ámason, formaður, prófessor Brynj-
ólfur Sigurðsson og Haukur C. Benedikts-
s°n, fulltrúi nemenda. Forstöðumaður stofn-
unarinnar er Tryggvi Þór Herbertsson.
Starfsemi
Starfsemi Hagfræðistofnunar skiptist í
ntegindráttum í femt: 1) alþjóðleg verkefni;
2) þjónustuverkefni fyrir íslenska aðila;
3) fræðileg verkefni að frumkvæði stofnun-
arinnar og 4) útgáfustarfsemi.
Frá upphafi hafa starfsmenn Hagfræði-
stofnunar fengist við fjölmörg verkefni. Við-
skiptavinir hafa verið margir, og má þar nefna
ríkisstjómir Islands, Danmerkur og Færeyja
og Norræna fjárfestingabankann. Undanfarið
hefur megináhersla verið lögð á stærri rann-
sóknarverkefni, sem fjármögnuð eru af inn-
lendum og erlendum rannsóknarsjóðum.
Fjármögnun Hagfræðistofnunar hefur
verið með þeim hætti, að tekjur af þjónustu-
verkefnum hafa verið u. þ. b. 70% af veltu,
25% hafa komið frá rannsóknarsjóðum og
5% af fjárveitingu Háskóla íslands. Tekjur
ættaðar erlendis frá hafa myndað um 25-35%
af veltu.
Tryggvi Þór Herbertsson.
Viðskiptafræðistofnun
A undanfömum árum hefur færst í vöxt,
að rannsóknarstofnanir hafi verið stofnaðar
v'ð deildir Háskólans. í tengslum við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla fslands
starfar stofnun á sviði viðskiptafræði og
rekstrarhagfræði. Stofnunin nefnist Við-
skiptafræðistofnun Háskóla íslands, og tók
hún til starfa haustið 1993. Helstu hlutverk
'Aðskiptafræðistofnunar eru: 1) að vera vett-
vangur rannsókna í viðskiptafræði og skyld-
urn greinum; 2) að annast þjónusturann-
soknir, ráðgjöf og veita álitsgerðir.
Viðskipta- og hagfræðideild kýs stofnun-
■nni stjóm skv. reglugerð, og var stjómin
skipuð eftirtöldum mönnum tímabilið 1993-
1994; Ágústi Einarssyni, prófessor, sem jafn-
framt var stjómarformaður, Áma Vilhjálms-
syni, prófessor, og Þráni Eggertssyni, pró-
fessor. Fulltrúi nemenda í stjóm skólaárið
1993-1994 var Hreiðar Már Sigurðsson,
stud. oecon., en Stefnir Kristjánsson, stud.
oecon., var fulltrúi skólaárið 1994-1995.
Kristján Jóhannsson, lektor, er forstöðu-
maður Viðskiptastofnunar.
Við Viðskiptafræðistofnun starfa fastir
kennarar við viðskipta- og hagfræðideild,
sérfræðingar, stúdentar og aðstoðarmenn.
Þess er vænst, að stofnunin verði vettvangur
fyrir kennara deildarinnar til að sinna rann-
sóknum, samhæfa þær og kynna niðurstöður
þeirra; einnig að nánari tengsl myndist milli
deildarinnar og aðila utan hennar gegnum
þjónustuverkefni. Á þennan hátt legði stofn-
unin sitt að mörkum til að auka tengsl
Háskólans við þjóðlífið og miðla þekkingu
sem víðast á nýjan hátt. Auk þess gefst kostur
á að veita stúdentum þjálfun í fræðilegum
vinnubrögðum við lausn verkefna fyrir
íslenskt atvinnulíf.
Viðskiptafræðistofnun er ætlað að sinna
sviðum viðskiptafræða eða rekstrarhagfræð-