Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 243
Starfsemi háskóladeilda
241
má nefna, að kennslustofur hafa verið stækk-
aðar og hluti þeirra málaður. Skipt var um
glugga í suðurálmu, dúkur lagður á stiga-
gang, kaffistofa kennara endurbætt, setustofa
máluð og settar upp nýjar gardínur þar og í
stofu 6. Jafnframt hafa skrifstofur kennara
verið stækkaðar. Enn bíða mörg mikilvæg
framfaramál m. a. útfærsla brunavama, lag-
færingar á þaki og gluggum og endurbætur á
ýmsum hlutum hússins.
Fjármál
Námsbraut í hjúkrunarfræði hefur búið
við þröngan kost í fjárveitingum. Þrátt fyrir
fjölgun nemenda og kennara og ný verkefni,
sem námsbrautinni hafa verið falin, hafa fjár-
veitingar ekki aukist að sama skapi. Reynt
hefur verið að bregðast við þessu með
ýmsum aðhaldsaðgerðum og breyttum
kennsluháttum. Þó unnt sé að herða sultaról-
ina með þessum hætti í stuttan tíma, gengur
það ekki til lengdar. Niðurskurður í fjárveit-
ingum kemur niður á kennslu og ekki síður
rannsóknarstarfsemi, árangur uppbyggingar-
starfsins er í hættu, ef ekki verður breytt um
fjárveitingastefnu.
F ramtíðarhorfur
Við lok ársins 1994 var, auk almennra
verkefna, unnið að uppbyggingu náms í ljós-
móðurfræði og meistaranáms í hjúkrunar-
fræði, þróun samskipta við erlendar háskóla-
deildir í hjúkrunarfræði og stofnun rann-
sóknarstofnunar í hjúkrunarfræði. Allt eru
þetta verkefni, sem eru afar brýn til að náms-
braut í hjúkrunarfræði nái að viðhalda því
góða orðspori, sem fer af hjúkrunarmenntun
á íslandi og treysta og efla rannsóknarhefð í
greininni.
Námsbraut í sjúkraþjálfun
''tjórnsýsla
Námsbraut í sjúkraþjálfun var stofnuð
haustið 1976. Nám í sjúkraþjálfun tekur
fjögur ár og lýkur með B. S. prófi. Að því
loknu geta kandídatar sótt um starfsleyfi
sjúkraþjálfara á íslandi, sem heilbrigðismála-
fáðherra veitir.
Námsbrautin hefur sjálfstæða stjóm og
eigin fjársýslu, þrátt fyrir að hún tilheyri
læknadeild. í námsbrautarstjóm eiga sæti
fastráðnir kennarar, tveir fulltrúar lækna-
óeildar, fulltrúi háskólaráðs og þrír fulltrúar
temenda. Stjómin kýs sér formann til
'veggju ára í senn. A árunum 1990-1994
gegndu formennsku María Ragnarsdóttir til
vors 1990 og María H. Þorsteinsdóttir frá
Þeim tíma til 1994. Formaður er áheymar-
fulltrúi á deildarráðsfundum læknadeildar.
Húsnæði
Námsbrautin hefur, síðan hún var
slofnuð, verið í leiguhúsnæði utan háskóla-
svæðisins; frá 1983 hefur hún verið á Vitastíg
har hefur nær öll kennsla farið fram nema
1 námskeiðum, sem eru sameiginleg með
læknanemum eða þar sem sértæka aðstöðu
þarf til verklegrar kennslu svo sem í lífeðlis-
fræði og líffærafræði, sem fer fram í Lækna-
garði. Einnig er klínísk kennsla á sjúkra-
húsum og öðmm heilbrigðisstofnunum.
Árið 1991 varð breyting á inntöku-
reglum, þannig að nám á fyrsta misseri var
gert opið öllum þeim, sem rétt hafa til að skrá
sig í H. í. í stað þess að velja nemendur eftir
stúdentsprófi er því valið eftir árangri í
prófum í lok fyrsta misseris. Fjöldi þeirra,
sem fær að halda áfram á vormisseri, hefur
verið takmarkaður við 18-20. Við þessa
breytingu á inntökureglum varð fjöldi stúd-
enta á fyrsta misseri um 90-100, og þarf því
að nota stóra kennslusali á háskólasvæðinu
fyrir þennan hóp, sem þar að auki situr eitt
námskeið með læknanemum, þ. e. um 200
stúdentum í viðbót. Það er því ekki fyrr en á
vormisseri 1. árs, sem nemendur hafa að-
stöðu í húsnæði námsbrautarinnar.
Aðstaðan á Vitastíg var lengst af óhent-
ug, léleg og óaðlaðandi. Sérlega var illa búið
að kennurum, og engin aðstaða var til rann-
sókna. Á árinu 1994 var töluvert bætt úr
þessu við það, að námsbrautin fékk á leigu
jarðhæð hússins til viðbótar við hinar tvær og