Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 202
200
Árbók Háskóla íslands
aðgerðum sem hann beitir til jafns við aðrar
ríkisstofnanir til að ná markmiði fjárlaga.
Minna má á að kostnaður á hvem nemanda í
Háskóla Islands er aðeins um helmingur þess
sem gerist í sambærilegum háskólum í ná-
grannalöndum okkar, sem þó hafa um árabil
verið að hagræða og spara. Niðurskurður um
73 m. kr. til viðbótar mundi skaða starfsemi
Háskólans svo mjög að veruleg hætta yrði á
að hann gæti ekki staðið undir nafni sem
háskóli. Afleiðingar þess yrðu að nemendur
tefðust í námi vegna ófullnægjandi kennslu
og Háskólinn mundi missa frá sér stærstan
hluta stundakennara og marga færustu starfs-
menn sína vegna rýrðra starfskjara. Langvar-
andi skerðing leiddi síðar til þess að próf úr
Háskóla Islands yrðu ekki viðurkennd við
aðra háskóla.
Fullljóst er að slíkar aðgerðir hefðu svo
alvarlegar afleiðingar fyrir stúdenta, starfs-
menn og þjóðfélagið í heild að Háskólinn
getur ekki tekið einn ábyrgð á þeim. Ef nauð-
synlegt reynist að grípa til þeirra, verður það
að gerast í samráði Háskólans og ríkis-
stjómar, ef ekki Alþingis.
Til að ná fram frekari niðurskurði hefur
verið horft til yfirstjómar, rannsókna og
kennslu. Þrátt fyrir hækkuð skrásetningar-
gjöld, sem nú standa undir kostnaði við yftr-
stjórn Háskólans, þyrfti að segja upp 20
starfsmönnum, og þar með lamaðist starf-
semi alþjóðaskrifstofu, nemendaskrár, náms-
ráðgjafar, starfsmannahalds og af legðust
Skjalasafn Háskólans og aðstoðarmaður
rektors. Engar bækur yrðu keyptar til Há-
skólabókasafns og allmörgum tímaritum sagt
upp. Prentun Arbóka Háskólans og annarra
handbóka og skýrslna yrði frestað.
Rannsóknarsjóður Háskólans og Vinnu-
matssjóður tengjast rannsóknarstarfi kennara
og kjarasamningum þeirra. Þessir sjóðir hafa
samt verið skomir til jafns við meðalskerð-
ingu fjárveitinga. Vegna tengsla við kjara-
samninga hefur ekki verið ráðist í frekari
skerðingu þessara liða. Úthlutun úr Rann-
sóknarsjóði fer fram í harðri samkeppni
umsókna. Úthlutun úr Vinnumatssjóði er
samkvæmt afköstum sem starfsmenn sýna
við birtingu á ritverkum. Sjóðnum er ætlað
að hvetja til meiri afkasta. Sú hvatning hefur
borið árangur en vegna skerðingar sjóðsins
samfara auknum afköstum verða laun starfs-
manna nú um þriðjungi lægri á hverja vinnu-
einingu en á síðasta ári.
Til að ná fram þeim samdrætti kennslu
sem niðurskurðurinn krefðist þyrfti að fella
niður um 120 námskeið og segja upp jafn-
mörgum stundakennurum. I mörgum deild-
um yrði þetta til þess að nemendur tefðust t
námi og nám þeirra yrði einnig fábreyttara en
að var stefnt.
Áfhrif þessara aðgerða til niðurskurðar
eru tíunduð nánar í greinargerð. Almennt er
Ijóst að þau verða til svo mikils skaða fyrir
nám stúdenta og annað starf Háskólans að
Háskólinn hlýtur enn að skora á ráðherra að
vinna að því að ekki þurfi til þessa aukna nið-
urskurðar að koma, enda hvílir ábyrgð a
afleiðingum slíkra örþrifaráða á stjóm-
völdum. Háskólinn vill hafa sem best samráð
við ráðherra um lausn þessa vanda.“
f framhaldi af bréfinu átti rektor fund með
menntamálaráðherra 18. maí til að ræða fjar-
hagsvanda Háskólans. Rektor svaraði fynr-
spumum, sem fram komu.
11.06.92: Rektor greindi frá fundi sínum með
menntamálaráðherra, 10. þ. m., um fjárhags-
vanda Háskólans og þær aðgerðir, sem
Háskólinn hafði þegar ákveðið til spamaðar.
Á fundi með ráðherra fékkst ekki niðurstaða,
og mun Háskólinn því grípa til frekari niður-
skurðar útgjalda, jafnhliða því sem óskað
yrði eftir aukafjárveitingu til þess að tak-
marka áhrif af niðurskurði á kennslu og þj°n'
ustu. Á fundinum voru lögð fram skrifleg til-
mæli rektors til deilda, námsbrauta og
stjómsýslu um aðgerðir í fjármálum, sem
ntiðuðu að því, að rekstur Háskólans yrði 1
samræmi við fjárveitingar. Þau voru:
1. Ákveða niðurfellingu og sameiningu
námskeiða til að halda útgjöldum innan
fjárlaga.
2. Gera ekki neina nýja ráðningarsamninga.
hvorki við starfsmenn á mánaðarlaunum
eða stundakennara nema fjárveiting se
trygg.
3. Takmarka yfirvinnu, greidda af fjárveit-
ingum, við kennslu og nauðsynlegustu
störf vegna daglegs rekstrar Háskólans.
Þetta á ekki við verkefni, sem fjármögnuð
em með sértekjum eða styrkjum.