Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 182
180
Árbók Háskóla íslands
Þessar tillögur voru sendar menntamála-
ráðuneytinu 19. nóvember 1992 með ósk um,
að þær yrðu lagðar fyrir Alþingi.
04.02,93: Sjá nánar um breytingu á 21. grein
í kafla VII, Málefni stúdenta og í kafla I,
Lögskýringanefnd.
04.03.93: Rektor mælti fyrir tillögu að breyt-
ingu á VII. kafla laga um Háskóla fslands.
Aftan við 3. mgr., 36. gr. laganna kæmi ný
málsgrein, sem yrði 4. mgr. og hljóðaði svo:
„Háskólanum skal heimilt, með samþykki
menntamálaráðherra, að eiga aðild að fyrir-
tækjum, sem stunda útgáfu- eða útvarps-
rekstur eða annan skyldan atvinnurekstur,
sem tengdur er miðlun gagna eða upplýsinga
og hafa það að meginmarkmiði að annast
útgáfu kennslu- og fræðirita eða fjarkennslu
og eftirmenntun, enda séu fyrirtækin félög,
sem beri takmarkaða ábyrgð eða sjálfseignar-
stofnanir." Inn á fundinn kom Þórður Krist-
insson, framkvæmdastjóri kennslusviðs og
gerði nánari grein fyrir tillögunni. Að lokinni
umræðu var tillagan samþykkt einróma.
Samþykktir háskólaráðs 4. febrúar 1993
og 4. mars 1993 voru sendar ráðherra með
bréfi rektors 8. mars ásamt beiðni um, að þær
yrðu lagðar fyrir Alþingi.
11.01.94: Með bréfi, dags. 11. þ. m., sendi
rektor menntamálaráðherra tillögu að frum-
varpi til laga um breytingu á lögum nr.
131/1990 um Háskóla Islands með ósk um,
að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi
ásamt greinargerð. f athugasemdum við
frumvarpið segir, að það byggi á sam-
þykktum háskólaráðs 17. september 1992, 4.
febrúar 1993 og 4. mars 1993. Breytingamar
eru þríþættar:
1. Minni háttar lagfæringar á nokkrum
ákvæðum, sem lúta að stjómsýslu
Háskólans. Hér er um að ræða breytingar
á 4., 7., 8., 11., 15. og 19 gr. laganna.
2. Breyting á 21. gr. laganna, þar sem er að
finna ákvæði um aðgang að námi í
Háskóla íslands. Megininntak hennar er
að veita skýrari og almennari heimildir en
felast í núgildandi lögum til að kveða á
um undirbúningsskilyrði í samræmi við
námskröfur í einstökum deildum og
námsbrautum, svo og til að takmarka inn-
töku stúdenta á fyrsta námsár og í fram-
haldsnám í einstökum deildum og náms-
brautum vegna skorts á aðstöðu til
kennslu á hverjum tíma. f stað réttar til
skrásetningar er lögð áhersla á viðeigandi
undirbúning, sem skilyrði innritunar.
3. Breyting á 36. gr. laganna að því er varðar
heimildir Háskóla íslands til að eiga aðild
að fyrirtækjarekstri. Aukið er í greinina
ákvæðum, sem taka af tvímæli um, að
Háskólanum sé lögheimilt að standa að
útgáfu- og útvarpsstarfsemi eða öðrum
skyldum atvinnurekstri, er miðast við að
annast útgáfu kennslu- og fræðirita eða
fjarkennslu og eftirmenntun, enda sé gætt
ákveðinna skilyrða um rekstrarform.
Tillögunum um breytingu 21. og 36. gr.
fylgdi ítarleg greinargerð.
03,03.94: Lagt fram bréf mm., dags. 17. f. m.
Menntamálaráðherra greinir frá því, að frum-
varp til laga um breytingu á lögum nr.
131/1990 verði ekki flutt sem stjómarfrum-
varp, þar sem Alþýðuflokkurinn fellst ekki á,
að 21. grein laganna verði breytt eins og
háskólaráð leggur til.
• Stjórnsýslulög
01.01.94: Gildi tóku stjómsýslulög nr.
37/1993. Þessi lög taka til stjómsýslu ríkis og
sveitarfélaga. Þau gilda, þegar stjórnvöld, þaI'
á meðal stjómsýslunefndir, taka ákvarðamr
um rétt eða skyldu manna.
Reglugerðir fyrir Háskóla íslands og
stofnanir hans
• Almennt
15.08.91: Fráfarandi rektor lagði til,
háskólaráð samþykkti að fela StjómsýslU"
nefnd háskólaráðs og Stefáni Sörcnssym.
fyrrverandi háskólaritara, að endurskoða
reglugerð um Háskóla íslands. Samþykkt.
07.01.93: Samþykkt var að sameina ReglU"
gerðamefnd og Lögskýringanefnd háskóla-
ráðs í eina nefnd, sem bæri heitið Lög-
skýringanefnd Háskólans.
14,10,93: Menntamálaráðuneytið tilkynnti
með bréfi, dags. 29. f. m., að forseti íslands
hefði staðfest reglugerð nr. 98/1993 fyr'r
Háskóla íslands.
17.03.94: Fram var lögð tillaga Gunnlaugs
H. Jónssonar, háskólaritara, dags. 16. þ. m->