Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 267
Starfsemi háskóladeilda
265
skoraði heimspekideild á rikisstjómina að
taka samþykktir sínar um vísindastefnu til
endurskoðunar og leita samráðs um vísinda-
'eg málefni við stofnanir og einstaklinga,
seni hefðu reynslu og þekkingu á sviði hvers
konar vísinda. I umræðum um málið kom
emnig fram tillaga um, að heimspekideild
skoraði á háskólaráð að láta semja stefnu í
Vlsindamálum íslensku þjóðarinnar og leitað
yrði eftir stuðningi Alþingis og ríkisstjórnar
v>ð hana. Málinu var vísað til skora og tekið
UPP aftur á deildarfundi, 15. desember, og
þar lagt til, að Álfrún Gunnlaugsdóttir, Guð-
niundur Hálfdanarson og Gunnar Harðarson
skipuðu nefnd, sem ynni frekar að ályktunar-
dtögum deildarinnar um málið, og því yrði
síðan vísað til deildarráðs.
Oddný Sverrisdóttir, Páll Skúlason og
lorfi H. Tulinius voru skipuð, 11. febrúar
1994, í vinnuhóp til að athuga, hvort nám í
ararstjóm og leiðsögn ferðamanna gæti
nentað sem aukagrein í heimspekideild. í
alþjóðasamskiptanefnd heimspekideildar
Vo,u kosin, 18. mars 1994, Margrét Jóns-
dóttir, Guðmundur Hálfdanarson og Danielle
•kvaran. Nefndinni var ætlað að vinna stefnu-
ntarkandi starf og vera deildarforseta og
neildarráði til ráðuneytis um alþjóðastarf. A
sarrta fundi var Margrét Jónsdóttir kjörin full-
j101'1 samráðsnefnd um sumamámskeið í stað
Halldórs Ármanns Sigurðssonar. Samþykkt
var á deildarfundi, 25. mars 1994, að leggja
U|ður fjármálanefnd deildarinnar, sent upp-
aflega var komið á fót 1991. Þá var einnig
samþykkt, að deildarforseti og varadeildar-
°rseti skyldu ekki vera jafnframt skorarfor-
menn né úr sömu skor.
Pæreyjanefnd
Ráðstefna um færeysk og íslensk fræði
var haldin í Háskóla Islands 20.-21. ágúst
992. Samþykkt var, að Pétur Knútsson og
óra Björk Hjartardóttir tækju sæti í Færeyja-
nelnd í stað Vésteins Ólasonar og Davíðs
rlingssonar, sem ekki gáfu kost á sér til
engri setu, en í nefndinni sátu áfram Svavar
■gmundsson, Ingi Sigurðsson og Magnús
nædal. Kosið var í nefndina til þriggja ára.
ærcyjanefnd var stofnuð 1990 og er ætlað að
u menningarsamskipti Færeyja og íslands.
Doktorar
Rit Más Jónssonar, Blóðskömm á Islandi
1270-1870, var af dómnefnd einróma álitið
tækt til doktorsvamar. Dómnefnd skipuðu
Sveinbjöm Rafnsson, formaður, Gísli Ágúst
Gunnlaugsson og Gudmund Sandvik. -
Dómnefnd, skipuð Gísla Gunnarssyni, for-
manni, Einari Má Jónssyni og Jöm Sanders,
áleit einróma, að rit Helga Þorlákssonar, Vað-
mál og verðlag. Vaðmál í utanlandsvið-
skiptum og búskap Islendinga á 13. og 14.
öld, væri tækt til doktorsvamar. Sagnfræði-
skor og deildarráð samþykktu niðurstöðuna,
og var ákveðið, að Gísli Gunnarsson yrði
fyrsti andmælandi og Helgi Skúli Kjartans-
son annar andmælandi við doktorsvöm
Helga Þorlákssonar. Dómnefnd skipuð Hjalta
Hugasyni, Bo Almquist og Nönnu Her-
mannsson mat rit Áma Bjömssonar, Saga
daganna, fullkomlega hæft til doktorsvarnar.
Deildarráð féllst á mat nefndarinnar á fundi
sínum, 23. september 1994, og lagði til, að
Hjalti Hugason yrði fyrsti andmælandi við
doktorsvörn og Nanna Hermannsson annar
andmælandi.
Doktorsnám
Að tillögu deildarforseta, var 4. desem-
ber 1991, skipuð nefnd til að endurskoða
reglur um doktorsnám í heimspekideild.
Samþykkt var, að Páll Skúlason, varadeildar-
forseti, tæki sæti í nefndinni ásamt Vésteini
Ólasyni, deildarforseta, sem fulltrúa
íslenskra bókmennta, Guðrúnu Þórhalls-
dóttur sem fulltrúa íslenskrar málfræði og
Gunnari Karlssyni sem fulltrúa sagnfræði.
Samþykkt var í deildarráði, 4. desember
1991, að skipa nefnd, sem endurskoðaði
ákvörðun deildarinnar um doktorsnám. Mælt
var með, að Kristján Ámason, deildarforseti,
Mikael M. Karlsson, dósent, og Stefán Bald-
ursson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs,
tækju sæti í nefndinni.
Þjóðarbókhlaða
Eftirfarandi tillaga var samþykkt ein-
róma á deildarfundi 6. mars 1992: „Heim-
spekideild Háskóla íslands skorar á stjóm-
völd og landsmenn alla að fylkja sér einhuga
um að Ijúka við að reisa Þjóðarbókhlöðuna,
sem nú hefur verið í smíðum um árabil.