Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 242
240
Árbók Háskóla íslands
í skurðhjúkrun. Það viðbótamám, sem hefur
verið í boði, hefur yfirleitt staðið í eitt ár með
námi yfir sumartímann.
Lfkt og í öðrum deildum er mikill áhugi
á því í námsbraut í hjúkrunarfræði að hefja
meistaranám. Var sérstök nefnd skipuð til að
huga að undirbúningi þess á árinu 1994.
Jafnframt var sótt um að fá hingað Fulbright-
prófessor til að aðstoða við þróun þess. Var
þeirri umsókn vel tekið, og áætlað er, að
hingað komi prófessor frá Bandaríkjunum í
upphafi ársins 1996.
Um nokkurra ára skeið var unnið að end-
urskoðun á námi í Ijósmóðurfræði á vegum
menntamálaráðuneytisins. Niðurstaðan varð
sú, að þess var farið á leit við námsbraut í
hjúkrunarfræði, að hún tæki að sér nám í
ljósmóðurfræði.
Arið 1990 var bryddað upp á þeirri
nýjung að efna til málstofu í hjúkrunarfræði
einu sinni í hverjum mánuði yfir vetrartím-
ann. Málstofur þessar hafa oft vakið athygli
og verið vettvangur umræðu og skoðana-
skipta um málefni hjúkrunar. Margir fræði-
menn í hjúkrunarfræði hafa kynnt rannsóknir
sínar, bæði innlendir og erlendir, kennarar
við námsbrautina jafnt sem aðrir.
Einnig var ákveðið árið 1993 að boða til
opinna hádegisfunda nokkrum sinnum á
vetri. A fundunum geta félagasamtök í heil-
brigðismálum kynnt starfsemi sína og miðlað
af þekkingu sinni.
Nemendur
A tímabilinu 1990-1994 hafa nemendur
við námsbraut í hjúkunarfræði verið frá 301
til 441, og eru þá meðtaldir þeir hjúkrunar-
fræðingar, sem stundað hafa sérskipulagt
B. S. nám og viðbótarmenntun og endur-
menntun.
Fjöldi brautskráðra hjúkrunarfræðinga
1990-1994
B. S.-próf í hjúkrunarfræði:
1990 .. 45
1991 .. 46
1992 .. 51
1993 .. 65
1994 .. 100
Viðbótamám í skurðhjúkrun:
1990............................. 12
Viðbótamám í svæfingarhiúkrun:
1990............................. 13
Viðbótamám í bráðahjúkrun:
1992 ........................... 14
Viðbótarnám í geðhjúkrun:
1993 ........................... 10
Viðbótarnám í heilsugæslu og
hjúkrun bama og unglinga:
1994 ........................... 20
í júní 1994 var brautskráður stærsti hóp-
ur hjúkrunarfræðinga til þessa, þ. e. 91
kandídat. Lfklega mun ekki verða um stærri
hóp að ræða vegna fjöldatakmörkunar, sem
tekin hefur verið upp.
Erlend samskipti
Hingað berast fjölmargar fyrirspumir um
námsfyrirkomulag og rannsóknarstarfsemt-
Að auki koma iðulega hópar hjúkrunarfræði-
kennara og nemenda í kynnisferðir. Loks
hafa ýmsir erlendir fræðimenn heimsott
námsbraut í hjúkrunarfræði, og eru þeir þa
gjaman beðnir um að flytja fyrirlestra eða
vinna með kennurum að þróun námsskrar.
Mikill áhugi er á að koma á formlegu sam-
starfi við erlendar menntastofnanir.
Námsbraut í hjúkrunarfræði 20 ára
Haustið 1993 voru liðin 20 ár frá stofnun
námsbrautar í hjúkrunarfræði. Af því tilefm
var efnt til veglegs hátíðarfundar í Ha-
skólabíói laugardaginn 20. nóvember 1993-
Heiðursfyrirlesari fundarins var dr. Patricia
Moccia, hjúkrunarfræðingur og fram-
kvæmdastjóri National League for Nursing 1
New York. Að hátíðarfundinum loknum var
gestum boðið að þiggja veitingar í Eirbergt-
Húsnæðis- og tækjakostur
Húsnæðis- og tækjamál námsbrautar 1
hjúkrunarfræði eru viðamikill og flókmn
málaflokkur, sem ekki er ástæða til að tíunda
að sinni. Þó má geta um endumýjun á verk-
námsstofu, sem hófst haustið 1990. Auk
verulegra lagfæringa á húsnæðinu var veittur
styrkur úr sérhæfðum tækjakaupasjóði, sem
gerði kleift að bæta tækjakost til muna. Eins
var unnið að uppbyggingu tölvuvers fyrir
stúdenta, sem áætlað var að taka í notkun
árið 1995. Af öðrum lagfæringum á húsnæði