Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 218
216
Árbók Háskóla íslands
mörkun á aðgangi að Háskólanum yrði rædd
í tengslum við fjárveitingar. Miklar umræður
urðu um málið og kom fram, að núverandi
fyrirkomulag, sem gæfi öllum tækifæri á að
reyna sig, væri líklega betra en annað fyrir-
komulag. Þeir nemendur, sem stæðu sig ekki,
féllu á fyrsta ári.
13.08.92: Rætt var um undirbúning að breyt-
ingu lagaákvæða og reglugerð um inntöku
nemenda í Háskóla Islands. Rektor bar fram
eftirfarandi tillögu: „Háskólaráð felur Þórði
Kristinssyni, framkvæmdastjóra kennslu-
sviðs, að undirbúa tillögu að breytingu
ákvæða í lögum og reglugerðum um inntöku
nemenda ásamt greinargerð." Samþykkt.
03.09.92: A fund kom Þórður Kristinsson og
greindi frá undirbúningi að lagabreytingum
um inntöku nemenda. Fram voru lögð gögn
um gildandi lög og reglur og raktar mögu-
legar breytingar á þeim. Til samanburðar
voru lög um Háskólann á Akureyri og Kenn-
araháskóla íslands. Þörf fyrir takmörkun á
inngöngu nýrra stúdenta var rakin til skertra
fjárveitinga til Háskóla fslands. Á Norður-
löndum var takmarkaður fjöldi námssæta,
sem miðaðist við fjárveitingar til hvers skóla.
Fjölmargar athugasemdir komu fram,
einkum var rætt, hver væri tilgangurinn með
inngöngutakmörkunum og hvemig yrði að
þeim staðið.
17.09.92: Á fund konr Þórður Kristinsson og
mælti fyrir drögum að breytingum á lögum
og reglum um inntöku stúdenta. Breytingin
náði til 21. gr. laga um Háskóla íslands og fól
í sér þrennt: 1) Almenn inntökuskilyrði (1., 2.
og 3. mgr.); 2) Heimild til sérstakra inntöku-
skilyrða á grunni hins almenna (4. mgr.);
3) Heimild til að ákvarða fjölda þeirra, sem
hæfu nám (5. mgr.). Málinu var vísað til
umsagnar deilda, námsbrauta og Kennslu-
málanefndar.
10.12.92: Þórður Kristinsson gerði grein
fyrir tillögu að breytingu á 21. gr. laga um
Háskóla íslands. Með tillögunni fylgdi sam-
antekt á umsögnum deilda um málið eins og
það hafði verið lagt fram á háskólaráðsfundi
17. september sl. Tillagan tók til inntöku
stúdenta, skilyrða fyrir inntöku og takmörk-
unar á fjölda stúdenta, sem yrðu teknir til
náms í einstökum greinum í upphafi eða á
síðari stigum námsins. Málinu var frestað.
21.01.93: Lögð var fram endurskoðuð tillaga
að breytingu á 21. gr. laga um Háskóla
íslands, sem varðaði inntöku stúdenta.
Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri
kennslusviðs, gerði grein fyrir tillögunni og
þeim breytingum, sem á henni hafði orðið,
frá því hún var fyrst lögð fram á fundi
háskólaráðs 17. september 1992. Umræða
varð einkum um 4. og 5. mgr., sem vörðuðu
inntökuskilyrði í einstakar greinar og tak-
mörkun á fjölda stúdenta, sem yrðu teknir
þar til náms í upphafi eða á síðari stigum-
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
04.02,93: Fram var haldið umræðu frá síð-
asta fundi um 21. gr. háskólalaga. Þórður
Kristinsson útskýrði þá breytingu, sem fyrir-
huguð var. Hún felur í sér þrennt:
1. Almennt inntökuskilyrði. Lagt er til, að L
mgr. orðist svo: Almennt skilyrði um und-
irbúning til náms við Háskóla íslands er
viðurkennt stúdentspróf frá íslenskuin eða
erlendum skóla. Einnig má taka þá til
náms í verkfræðideild, sem hafa lokið
raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla
íslands. Heimilt er að ákveða í reglugerð
að taka megi til náms í tilteknum deildum
eða námsbrautum þá, sem lokið hafa
ákveðnum öðrum prófum frá íslenskum
skólum.
2. Heimild til frekari skilyrða um tiltekinn
undirbúning og árangur í greinum eða
greinaflokkum. Lagt er til, að 4. mgr. orð-
ist svo: Háskólaráði er heimilt, að feng-
inni tillögu hlutaðeigandi deildar eða
námsbrautar, að áskilja, að auk hinna
almennu skilyrða skv. 1. mgr., skuli nem-
andi hafa náð tilteknum árangri í em-
stökum greinum eða greinaflokkum til
stúdentsprófs.
3. Heimild til að ákvarða fjölda þeirra, sem
teknir verða til náms í tiltekinni grein, et
aðstaða til kennslu í henni er takmörkuð.
Lagt er til, að 5. mgr. orðist svo: Háskóla-
ráði er heimilt, að fenginni rökstuddri til-
lögu hlutaðeigandi deildar eða náms-
brautar, að takmarka fjölda stúdenta, sem
verða teknir þar til náms á fyrsta námsari
og í framhaldsnám, vegna skorts á
aðstöðu til kennslu á hverjum tíma.
Fulltrúi stúdenta las upp ályktun, sem sam-
þykkt hafði verið á Stúdentaráðsfundi daginn