Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 217
215
jerðabókum háskólaráðs
deildarforseta/forstöðumanna námsbrauta og
stjórnunarsjóði deilda/námsbrauta, dags. 20.
f- m. Hann fól í sér, að deildarforsetar og for-
menn námsbrauta verði leystir undan
kennsluskyldu, en verji 60% dagvinnu til
stjómunar og 40% til rannsókna.
I bréfi rektors til ráðherra, dags. 24. febr-
uar, var óskað eftir samþykki hans á þessari
mðstöfun með tilvísun til 18. gr. laga um
Háskóla fslands.
Lagt fram bréf mm., dags. 18. f. m.
Vísað er til erindis rektors um starfsskyldur
óeildarforseta og formanna námsbrauta við
Háskóla íslands, og er svar ráðuneytisins
Jakvætt, að því er varðar lausn þessara aðila
ttndan kennsluskyldu. Ráðuneytið mun þó
ekki geta beitt sér fyrir auknum fjárveit-
tttgum til Háskóla íslands vegna þessa.
Málefni stúdenta
Inntökuskilyrði
iZjJL/fL: Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður
Kennslumálanefndar háskólaráðs, ræddi
Krófur, sem gera yrði til nemenda, sem hygð-
ust, shtnda nám við Háskóla íslands. Flestir
skólar á háskólastigi gerðu meiri kröfur til
jtýncma en Háskóli Islands, og hugmynd
tefði komið fram um aðfarapróf að Háskól-
ttttunt. Umræður urðu miklar með og á móti
háverandi kerfi og aðfaraprófi.
26,03.92 oe 22,04.92: Þorsteinn
■Ihjálmsson, formaður Kennslumálanefnd-
ttf, lagði fram handrit, sem bar heitið Undir-
úningur náms við Háskóla íslands og
einkum var ætlað framhaldsskólanemum.
'rahð var rætt, og fögnuðu fundarmenn því,
a komnar væru nýjar leiðbeiningar um und-
ttoúning undir nám við Háskóla íslands.
r;tm kom, að kennarar Háskólans þyrftu að
esa bæklinginn betur og samræma orðalag
°8 annað útlit. Afgreiðslu málsins var því
festað til fundar 22. apríl. Þar útskýrði Þor-
steinn bráðabirgðaálit nefndar um lokapróf
Ur ffamhaldsskólum, sem menntamálaráð-
etra hafði skipað 15. nóvember 1991. Hann
s'mraði fyrirspurnum og útskýrði einnig
• I,^’t'ngar, sem orðið höfðu á ritinu um und-
lr úning náms, þ. e. frá því ritið var lagt fram
á síðasta fundi háskólaráðs. Samþykkt var
einróma að gefa ritið út í nafni Háskóla
Islands.
01.04.93: Forseti raunvísindadeildar mælti
fyrir tillögu að inntökuskilyrðum til náms í
raunvísindadeild, sbr. 1. mgr., 116. gr. reglu-
gerðar Háskóla Islands. Tillagan hljóðar svo:
„Skilyrði til inntöku í raunvxsindadeild er
stúdentspróf af eðlisfræðibraut framhalds-
skóla eða sambærilegt próf. Þó er öllum stúd-
entum heimil innritun til B. S. prófs í landa-
fræði.“ Tillagan var samþykkt.
29.04.93: Logi Jónsson, fulltrúi Félags
háskólakennara, mælti fyrir svofelldri til-
lögu: „Háskólaráð felur rektor að kanna
möguleika á að samhæfa og endurskoða inn-
tökuskilyrði stúdenta í deildum og náms-
brautum í heilsugæslugreinum.“ Undir tillög-
una rituðu með Loga þau Illugi Gunnarsson
og Hrönn Hrafnsdóttir. Samþykkt.
11,11.93: Rektor bar fram tillögu um skipan
nefndar til að vinna að tillögum um samhæf-
ingu inntökuskilyrða og byrjun náms í heil-
brigðisgreinum. Tillagan var samþykkt og
nefndin skipuð.
26.03.92: A fundinn komu Þórður Kristins-
son, framkvæmdastjóri kennslusviðs, og
Markús Sigurbjömsson, formaður Lögskýr-
inganefndar, til að ræða og skýra svör
Lögskýringanefndar, dags. 6. þ. m., við
spumingum framkvæmdastjóra kennslusviðs
um álit nefndarinnar á því, hvort og hvernig
Háskóla íslands væri heimilt að takmarka
inngöngu stúdenta í Háskólann (sjá Lög-
skýringanefnd 12.03.92 í kafla I). Fram kom,
að Lögskýringanefnd taldi, að Háskólanum
væri ekki heimilt að setja almennar takmark-
anir á inntöku stúdenta vegna almennra þjóð-
félagsaðstæðna, t. d. rekstrarfjárskorts eða
mikillar aðsóknar að skólanum. Alitið var
rætt með Markúsi og Þórði og spurt, hvort
rétt væri að takmarka inngöngu í Háskóla
íslands með lagabreytingum, og hvort
Háskólinn eða menntamálaráðuneytið ættu
að hafa frumkvæði að því.
22.04.92: Þórður Kristinsson greindi frá
hugsanlegum breytingum á lagaákvæðunt
um inntöku nemenda. Hann sýndi með línu-
ritum, að ekki væri mikil fylgni milli aðalein-
kunnar á stúdentsprófi og árangurs í námi við
Háskólann. Þórður varaði við því, að tak-