Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 71
Heiðursdoktorar
69
vemdun fiskimiða landgrunnsins umhverfis
Island. Þau lög vom grundvöllur landhelgis-
baráttu íslendinga, sem lyktaði farsællega
með útfærslu ftskveiðilögsögunnar í 200 sjó-
mflur árið 1976. Hans var í forystu á þremur
hafréttarráðstefnum Sameinuðu þjóðanna,
þ. e. 1958, 1960 og þeirri síðustu, sem lauk
1982. Með einörðum málflutningi og fræði-
legum rökum átti hann manna drýgstan þátt í
því, að full viðurkenning fékkst á alþjóða-
vettvangi á rétti íslendinga til fiskimiða land-
grunnsins allt að 200 sjómflum. Hann átti
jafnframt sæti í gerðardómnum, sem leysti
deiluna við Norðmenn 1982 um yftrráð yfir
landgmnninu milli Islands og Jan Mayen.
Eftir Hans G. Andersen liggur fjöldi
greina og ritgerða um landhelgismál, sem
birtust bæði heima og erlendis. Ferill hans
samtvinnar fræðilega forystu í einu mesta
hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar á síðari
hluta 20. aldar, landhelgismálinu, og merk
embættisstörf á erlendri gmnd. Af þessum
sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdar-
auka að heiðra Hans G. Andersen með nafn-
bótinni doctor juris honoris causa. Sé það
góðu heilli gert og vitað.
Armann Snævarr, 26. júní 1993
Armann Snævarr er fæddur á Nesi í
Norðfirði árið 1919. Hann lauk embættis-
prófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1944
og stundaði síðan framhaldsnám við háskól-
ana í Uppsölum, Kaupmannahöfn og Osló
næstu árin. Hann var settur prófessor í lög-
fræði við Háskóla íslands árið 1948 og skip-
aður í það embætti 1950. Armann varð rektor
Háskóla Islands 1960, og því embætti gegndi
hann um níu ára skeið.
Allt frá fyrstu kennsluárum sínum átti
Armann Snævarr mikinn þátt í að endurmóta
lagakennslu, og á embættisferli sínum sem
háskólarektor hafði hann forgöngu um ýmis
nýmæli, sem reyndust Háskóla Islands heilla-
rík. Höfuðkennslugreinar Ármanns Snævarrs
voru lengst af sifja-, erfða- og persónuréttur
og refsiréttur auk almennrar lögfræði, sem
hann kenndi fyrri hluta kennsluferils síns, en
þá grein lögfræðinnar mótaði hann frá grunni
miðað við íslenskar aðstæður. Hann örvaði
samskipti og félagslíf námsmanna og kom á
stúdentaskiptum við erlenda háskóla.
Árið 1972 var Ármann Snævarr skipaður
dómari við Hæstarétt Islands. Honum var
veitt lausn frá starfi fyrir aldurs sakir árið
1984. Forseti Hæstaréttar var hann árin 1978
og 1979.
Ármann Snævarr hefur gegnt marvís-
legum félagsstörfum og átt farsælan þátt í
stofnun mikilvægra félaga. Nægir þar að
nefna Bandalag háskólamanna og Lögfræð-
ingafélag Islands, en í báðum þessum
félögum sinnti hann lengi stjómunarstöfum.
Formaður Islandsdeildar norrænu lögfræði-
þinganna hefur hann verið síðan árið 1972,
og fyrr og síðar hefur hann lagt mikinn skerf
til gagnkvæmra kynna og samstarfs nor-
rænna lögfræðinga.
Ritstörf Ármanns Snævarrs um lögfræði-
leg efni eru mikil að vöxtum. Hafa þau
markað spor á þróunarbraut íslenskra lögvís-
inda um áratuga skeið, og sum ritverka hans
hafa lengi verið notuð við lagakennslu. Fyrir
fáum árum birti hann vandaðar útgáfur mik-
illa rita um almenna lögfræði og erfðarétt,
sem bæði eru grundvallarrit á þeim sviðum.
Er sá maður vandfundinn, sem lagt hefur
drýgri skerf til íslenskrar lögfræði á þeim 85
árum, sem nú eru liðin, frá því að laga-
kennsla var tekin upp á íslandi. Af þessum
sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdar-
auka að heiðra Ármann Snævarr með nafn-
bótinni doctor jitris honoris causa. Sé það
góðu heilli gert og vitað.
Viðskipta- og hagfræðideild
Hans Winding Pedersen, 18. október 1991
Hans Winding Pedersen fæddist í
Rovshöje við Varde í Danmörku árið 1907.
Hann lauk stúdentsprófi 1926 og kandídats-
prófi í hagfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1932. Hann var hagfræðingur við
ýmsar opinberar stofnanir strax að námi
loknu, en árið 1937 gerðist hann lektor í
þjóðhagfræði við háskólann í Kaupmanna-
höfn. Hann varð einnig lektor við Verslunar-
háskólann þar í borg 1940. Árið 1943 hlaut
H. Winding Pedersen prófessorstöðu í þjóð-
hagfræði við Verslunarháskólann, og þar
starfaði hann til 1948, en þá flutti hann sig
aftur um set til Kaupmannahafnarháskóla.
Hann var prófessor í þjóðhagfræði við þann