Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 209
-^LQerðabókum háskólaráðs
207
niargra velunnara Háskólans. Þá telur stjórn
Siðfræðistofnunar, að Háskóla íslands og
,uða krossi íslands ásamt samstarfsaðilum
se siðferðilega skylt að kanna ítarlega, hvort
, ppdrættisvélar °g spilakassar hafi skaðleg
ahríf á notendur þeirra. Engar slíkar kannanir
hafi verið gerðar hérlendis, en brýnt hljóti að
teljast, að úr því verði bætt.
Ásgeir Ó. Pétursson, fulltrúi stúd-
enta í háskólaráði, lagði fram ljósrit af
urskurði hæstaréttar í máli nr. 63/1949 og
Jósrit af XX. kafla hegningarlaga. Enn-
remur las Ásgeir upp yfirlýsingu sína, sem
varðveitt verður með gögnum fundarins. Að
esk rektors veitti Amljótur Bjömsson, pró-
essor, lögfræðilega umsögn um yfirlýsingu
sgeirs. Niðurstaða hans var á þá leið, að
, Ö mál, sem um væri fjallað í dómi Hæsta-
rettar, væri ekki sambærilegt við mál Happ-
rættisins, sem fram fer með heimild í reglu-
Serð dómsmálaráðuneytisins. Fullyrðingar
um, að dómurinn sýni, að rekstur Happ-
rættis Háskóla íslands á „Gullnámunni“ sé
undstæður lögum séu því markleysa.
—-Á11L94: Rektor lagði fram drög að bréfi til
menntamálaráðherra um „einkaleyfisgjald"
a Happdrætti Háskóla íslands. Breytingar
v°'u gerðar á bréfinu með hliðsjón af umræðu
°g það sent ráðherra 12. ágúst. í ljósi þeirra
atrtða, sem rakin voru í bréfinu, óskaði
askólinn þess, að jafnræði yrði komið á og
S°mu sérleyfisgjöld lögð á alla happdrættis-
stjuTsemi til styrktar allri rannsóknarstarfsemi
j andinu eða „einkaleyfisgjaldið" numið úr
°gum. Þar til svo gæti orðið, verði Háskóla
* ands endurgreitt jafnvirði þess sjálfsafla-
. ’ sem hann leggur ríkissjóði til með
’-einkaleyfisgjaldinu“ og það lagt til stuðnings
’annsóknarstarlscmi Háskólans.
Sjóðir, úthlutanir og gjafir
Kennsluináiasjóður
LgöiSÍ Lögð var fram tillaga Kennslu-
alanefndar háskólaráðs að nýjum reglum
mJ^eunsiumáHsjóð Háskóla Islands. For-
I aður Kennslumálanefndar mælti fyrir til-
gunni. Háskólaráð staðfesti einróma tillögu
ennsluniálanefndar um nýjar reglur um
ennslumálasjóð.
Lánasjóður íslenska námsmanna
27.02.92: Fvrir var tekið frumvarp til laga
um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Inn á
fundinn kom Þorsteinn Vilhjálmsson, for-
maður Kennslumálanefndar, og gerði grein
fyrir frumvarpinu. Hann lagði fram drög að
umsögn háskólaráðs um frumvarpið ásamt
greinargerð. Málið var rætt ítarlega og meðal
annars með hvaða hætti Háskólinn ætti að
gefa umsögn um frumvarpið. Ennfremur var
á það bent, að fyrirhuguð reglugerð um fram-
kvæmd laganna væri jafn mikilvæg og lögin
sjálf. Samþykkt var, að umsögn formanns
Kennslumálanefndar yrði send ásamt bréfi
rektors, sem boðaði umsögn háskólaráðs
síðar. Skipuð var millifundanefnd til að
semja umsögn háskólaráðs.
12.03.92: Lögð var fram tillaga millifunda-
nefndar að umsögn um frumvarp til laga um
Lánasjóð íslenskra námsmanna (LIN). Sigur-
jón Bjömsson mælti fyrir tillögunni. Þar var
lögð áhersla á, að LÍN yrði áfram nógu öfl-
ugur til að veita íslenskum námsmönnum
fjárhagsaðstoð til háskólanáms og að endur-
greiðslur á veittri aðstoð yrðu með viðráðan-
legum kjörum. Til áréttingar þessu hafði
millifundanefnd gert athugasemdir í 6 liðum
við frumvarpsuppkastið. Tillaga millifunda-
nefndar var rædd og síðan samþykkt sam-
hljóða með lítilsháttar breytingum.
26.03.92: Lagt var fram bréf, dags. 20. f. m.,
frá Félagi ungra lækna, þar sem þess var farið
á leit við háskólaráð, að það tæki til umfjöll-
unar túlkun stjórnar LÍN á lögum um náms-
lán og námsstyrki, að því er varðaði lækna í
framhaldsnámi erlendis. Samþykkt var að
fela rektor að leita umsagnar um þetta erindi.
09.04.92: Aftur var tekið fyrir erindi Félags
ungra lækna um afstöðu stjórnar LIN til láns-
hæfni lækna í framhaldsnámi erlendis. Félag
ungra lækna fór fram á við háskólaráð, að
það ályktaði opinberlega gegn bókun stjómar
LÍN. Málið var rætt, en skoðanir voru
skiptar, hvort háskólaráð ætti að álykta í
þessu máli.
25.06.92: Rektor lagði til, að skipuð yrði
nefnd til að vinna að skilgreiningu viðmiðun-
arreglna fyrir LIN og fór fram á heimild til
þess að skipa fulltrúa kennara og stúdenta í
nefndina. Samþykkt samhljóða.