Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 30
28
Árbók Háskóla íslands
mætti, hvort ekki væri raunhæfara að halda
þeirri reglu að miða endurgreiðslu lánanna
við upphæð tekna. Menntun er vissulega fjár-
festing, en hún er ekki jafngild fjárfestingu í
fasteign. Þjóðin festir fé í menntun náms-
manna, og fjölskylda hans nýtur þess, meðan
hann lifír. Falli námsmaður hins vegar frá
með ógreiddar námsskuldir, sýnist hæpið, að
ríkið geri kröfu á fjölskyldu hans um endur-
greiðslu. Þetta ákvæði skiptir sjóðinn litlu, en
kemur illa niður á fjölskyldu lántakans.
Hér er hvorki staður né stund til að ræða
málefni Lánasjóðsins að öðru leyti, en öllum
ætti að vera ljóst, að í því máli hlýtur samúð
Háskólans að vera með málstað stúdenta, og
við treystum því, að allt það svigrúm, sem
stjómvöld hafa til að treysta fjárhagsgrund-
völl sjóðsins, verði nýtt, og innan þess fjár-
hagsramma, sem sjóðnum er settur, verði
fyllsta samráð haft við stúdenta um skynsam-
leg lánskjör og endurgreiðslur svo sem
menntamálaráðherra hefur reyndar þegar
gefið fyrirheit um. Þar hlýtur framsýni að
ráða gerðum með það að markmiði, að sjóð-
urinn veiti tækifæri til náms óháð efnahag
líkt og verið hefur.
Ef nauðsyn reynist að setja hömlur á
fjölda stúdenta, ætti fremur að beina þeim
frá, sem hafa litla námsgetu en þeim, sem
búa við bágan efnahag. Þar kem ég að öðru
atriði, sem skyggir á gleði Háskólans yfir
vaxandi aðsókn nemenda. Samkvæmt lögum
um Háskóla Islands eiga allir, sem lokið hafa
stúdentsprófi, rétt til að verða innritaðir í
skólann. Deildir Háskólans geta gert kröfu
um sérstök svið stúdentsprófs eða lágmarks-
þekkingu í einstökum greinum, en þeirri
kröfu mun nú aðeins fylgt í lyfjafræði lyf-
sala. Hins vegar hafa allar deildir og náms-
brautir ákveðna viðmiðun um forkröfur um
lágmarksþekkingu, sem fyrstu námskeið í
hverri grein byggja á. Þessar viðmiðunar-
kröfur hafa verið kynntar framhaldsskólum,
til þess að stúdentar frá þeim viti, til hvers er
ætlast í byrjun. Hafi nemandi ekki þennan
undirbúning, gætir þess í erfiðleikum, sem
hann mætir í fyrstu námskeiðum, sem hann
tekur við Háskólann. Þar sem stúdentspróf
framhaldsskólanna er ekki samræmt, er erfitt
að velja milli nemenda eftir einkunnum á
stúdentsprófi. Háskólinn hefur því fremur
valið þann kost að leyfa öllum að spreyta sig
fyrsta misserið, en það ræðst síðan við jóla-
próf, hverjir standa sig og komast áfram í
námi. Fjöldi þeirra, sem kemst áfram í lækn-
isfræði, tannlækningum og sjúkraþjálfun er
takmarkaður, en í öðru námi nægir að hafa
staðist próf með tilskilinni einkunn. Þessi
háttur hefur þann kost, að öllum stúdentum
er gefið tækifæri til að reyna sig í háskóla-
námi, en hann er dýr kostur, fráhvarf frá námi
er algengt og vonbrigði þeirra, sem ekki
standast kröfur eru mikil.
Lengi vel var fjöldi þeirra, sem lauk stúd-
entsprófi, innan við 30% af fjölda í árgangi
og væntanlega sá hluti, sem mesta getu hafði
til hefðbundins bóknáms. Nú hefur það hins
vegar gerst, að framhaldsskólar eru orðnir
öllum opnir, og þar stunda um 70 - 80%
hvers árgangs nám til tvítugs. Ljóst má vera,
að hefðbundið háskólanám hentar ekki mörg-
um þessara nemenda. Eðlilegt er því, að
framhaldsskólamir beini þeim nemendum
inn á aðrar brautir og veiti þeim annað loka-
próf en hefðbundið stúdentspróf. Vandi Há-
skólans felst hins vegar í því, að samræmi í
kennslu til stúdentsprófs og einkunnum er
orðið lítið, og þvf verður ekki treyst, að í
stúdentsprófi felist nægur undirbúningur til
þess að hefja nám með þeim hætti. sem Há-
skólinn telur sér skylt að krefjast. Jafnframt
megum við búast við því, að erlendir háskól-
ar taki að efast um gildi íslensks stúdents-
prófs. Menntamálaráðherra hefur sýnt þess-
um vanda skilning og ákveðið að skipa nefnd
til að leita úrbóta. Háskólinn hlýtur einnig að
hugsa sinn gang, hve lengi hann getur innrit-
að alla þá, sem Ijúka stúdentsprófi, án þess að
tryggt sé, að þeir hafí nægan undirbúning
fyrir námið og án þess að auknar fjárveiting-
ar komi til kennslunnar. Þar hefur m. a. kom-
ið til umræðu, að Háskólinn stæði fyrir könn-
unarprófi, sem lagt yrði fyrir þá nemendur,
sem hyggja á innritun til náms við skólann.
Þetta könnunarpróf ætti að reyna á rökhugs-
un, skilning, málþroska og almenna náms-
getu, en um staðreyndaþekkingu á einstökum
fagsviðum yrði dæmt af námi til stúdents-
prófsins. Háskólinn gæti haft niðurstöður
þessa prófs til viðmiðunar, þegar hann metur
stúdentspróf umsækjenda og kannar, hvort
þar er að finna nægilegt undirbúningsnám til