Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 164
162
Árbók Háskóla íslands
læknadeild frá 1. janúar 1992 til 31. des-
ember 1996.
Einari Magnússyni var veitt lausn frá hluta-
stöðu lektors í lyfjagerðarfræði í lyfjafræði
lyfsala frá 1. september 1991.
Elín Soffía Ólafsdóttir, lyfjafræðingur, var
skipuð lektor í lyfja- og efnafræði náttúru-
efna í lyfjafræði lyfsala þann 1. apríl
1991.
Eydís K. Sveinbjamardóttir var ráðin í stöðu
lektors í geðhjúkrun í námsbraut í hjúkrun-
arfræði við læknadeild 1. júlí 1991; hún lét
af störfum að eigin ósk 31. desember 1993.
Gísli Einarsson, lektor í hlutastöðu (37%) í
endurhæfingarfræði við læknadeild, var
skipaður aftur í stöðuna frá 1. júlí 1994 til
30. júní 1999.
Guðjón Baldursson var 1. janúar 1994 skip-
aður lektor í lyflæknisfræði í námsbraut í
hjúkrunarfræði við læknadeild.
Guðjón Vilbergsson var skipaður lektor í
hlutastöðu (37%) í fæðingar- og kvensjúk-
dómafræði við læknadeild frá 1. júlí 1994
til 31. júní 1999.
Guðmundur Oddsson var ráðinn í 37% stöðu
lektors í klínískri lyfjafræði við læknadeild
frá 1. janúar 1992 til 31. desember 1996.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, lektor í náms-
braut í hjúkrunarfræði, óskaði ekki eftir, að
ráðingarsamningur hennar, sem rann út 30.
júní 1992, yrði endurnýjaður.
Halldór Jónsson, yfirlæknir, var skipaður
lektor í hlutastöðu (37%) í slysalækn-
ingum við læknadeild frá 1. júlí 1994 til
30. júlí 1999.
Hanna Þórarinsdóttir var ráðin í 37% stöðu
lektors í hjúkrun aldraðra í námsbraut í
hjúkrunarfræði við læknadeild frá 1. jan-
úar 1990; hún lét af störfum að eigin ósk
31. desember 1992.
Helga Jónsdóttir var sett í 50% stöðu lektors
í námsbraut í hjúkrunarfræði við lækna-
deild frá 1. júní 1993; kennslusvið hennar
var einkum hjúkrun sjúklinga með lang-
vinna sjúkdóma. Frá 1. september 1993
var Helga einnig skipuð lektor í hjúkrunar-
fræði með hjúkrun fullorðinna sem aðal-
kennslugrein.
Hildur Sigurðardóttir, lektor í námsbraut í
hjúkrunarfræði, var í rannsóknarleyfi
skólaárið 1993-1994.
Hrund Sch. Thorsteinsson var ráðin 1. janúar
1990 í 50% stöðu lektors í hjúkrunarfræði
við læknadeild; kennslusvið hennar var
hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyf-
lækningadeildum með áherslu á hjúkrun
bráðveikra sjúklinga; hún var endurráðin í
lektorsstöðu til 3ja ára frá 1. október 1991.
Inga Þórsdóttir var ráðin í 25% stöðu lektors
í næringarfræði við læknadeild frá I. jan-
úar 1991. Frá sama tíma var hún í 75%
stöðu við efnafræðiskor í raunvísindadeild.
Hlaut framgang í dósentsstöðu 1. apríl
1992.
Ingibjörg Sigmundsdóttir var ráðin í 37%
stöðu lektors í námsbraut í hjúkrunarfræði
við læknadeild frá 1. ágúst 1993; aðal-
kennslugrein hennar var heilsugæsla. Frá
1. nóvember 1993 var staðan stækkuð í
50%. Ingibjörg hafði áður gegnt lektors-
stöðu í hjúkrunarfræði til 30. júní 1990.
Jóhanna Bemharðsdóttir var ráðin í 37%
stöðu lektors í námsbraut í hjúkrunarfræði
við læknadeild frá 1. janúar 1991; aðal-
kennslugrein geðhjúkrun. Frá 1. janúar
1993 var staðan stækkuð í 50%, og tíma-
bilið janúar til júní 1994 gegndi hún fullri
stöðu.
Jónu Siggeirsdóttur, lektor, var veitt lausn frá
lektorsstöðu sinni í geðhjúkrun í náms-
braut í hjúkrunarfræði við læknadeild frá
1. október 1990 að hennar eigin ósk.
Lúðvík Olafsson var ráðinn í 37% stöðu lekt-
ors í heimilislæknisfræði við læknadeild
frá 1. október 1991 til 30. september 1996.
Ragnheiður Haraldsdóttir var sett 1. janúar
1990 í stöðu lektors í námsbraut í hjúkrun-
arfræði við læknadeild. Undir starfið féll
skipulagning á viðbótar- og endurmenntun
hjúkrunarfræðinga. Að hennar ósk var
staðan síðan minnkuð í 50% frá 15. janúar
1992; hún sagði stöðu sinni lausri frá 1-
nóvember 1993.
Sigríður Halldórsdóttir, lektor, sagði upp
stöðu sinni frá 1. september 1991. Hún
hafði gegnt lektorsstöðu í heilbrigðis-
fræðslu ásamt skipulagningu á námi hjúkr-
unarfræðinga til B.S. prófs í námsbraut i
hjúkrunarfræði við læknadeild.
Sigurði H. Friðjónssyni var að eigin ósk veitt
lausn frá stöðu lektors í lífeðlisfræði við
læknadeild frá 1. september 1993.