Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 22
20
Árbók Háskóla íslands
samvinnu við erlendar þjóðir. í starfi sínu
hlýtur Háskólinn að taka mið af öðrum há-
skólum. Þar má vitna í stefnuskrá evrópskra
háskóla frá Bologna, 1988, sem segir m. a.:
„Háskóli er sjálfstæð stofnun, sem skapar,
prófar og metur þekkingu og endumærir
menningu með rannsóknum og kennslu. Til
að koma umheimi sínum að þessu gagni,
verða rannsóknir og kennsla að vera óháð
skoðunum og siðferði yfirvalda stjómmála
og fjármála. Kennsla og rannsóknir verða að
fara saman í háskóla. Að öðmm kosti fylgir
kennslan ekki breyttum þörfum samfélagsins
og framþróun þekkingar í vísindum. Frelsi til
rannsókna og þjálfunar er undirstaða há-
skólastarfs. Stjómvöld og háskólar verða að
tryggja, eftir því sem í þeirra valdi stendur,
að þessi meginregla sé virt. Háskólinn varð-
veitir húmanískar hefðir. Hann leitar stöðugt
að algildri þekkingu. Til að ná markmiðum í
starfi sínu leitar hann út yfir landamerki ríkja
og stjómmála og heldur fram þörf þess, að
ólíkir menningarheimar þekkist og haft áhrif
hver á annan.“
Kjaminn í þessu máli er okkur alls ekki
framandi. Hann er í meginatriðum hinn sami
og í setningarræðu Bjöms M. Ólsens, rekt-
ors, á stofnunarhátíð Háskóla íslands 17. júní
1911.
Hvemig stenst Háskóli íslands svo þá al-
þjóðlegu viðmiðun, sem þessi stefnuskrá evr-
ópskra háskóla setur honum?
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur ávallt
farið fram blómlegt rannsóknarstarf innan
Háskólans. Samt berst okkur stærstur hluti
nýrrar þekkingar að utan. Áður þurftum við
að sækja okkur þekkingu til annarra landa.
Með nýrri miðlunartækni og nánari sam-
skiptum þjóða flæðir alls kyns fróðleikur yfir
okkur, en ekki er þar allt gull sem glóir. Hlut-
verk Háskólans er að meta og túlka þessa
þekkingu, miðla henni til íslensks þjóðlífs og
gera hana að hluta íslenskrar þjóðmenningar.
Það gerist með eigin rannsóknum og
kennslu, fjölbreytilegri endurmenntun og
miðlun þekkingar til almennings. Þekkingin
verður ekki hluti íslenskrar þjóðmenningar,
nema hún sé orðuð á íslenskri tungu. Háskól-
inn hlýtur því að gegna forustu um varð-
veislu íslenskrar tungu og nýsköpun hennar
með íðorðum og öðrum nýyrðum. Margir
óttast, að fámennar þjóðir, sem nú sogast inn
í alþjóðahringiðu, muni glata tungumáli sínu
og séreinkennum þjóðmenningar. Eina færa
leiðin til vamar er að leggja meiri rækt við
þjóðleg fræði og stöðuga endumýjun ís-
lenskrar þjóðmenningar með grisjun og að-
lögun alþjóðlegrar þekkingar.
Auk þessa menningarhlutverks hlýtur
Háskólinn að leggja áherslu á beint hagnýtt
gildi þekkingar og rannsókna fyrir þjóðlíf og
atvinnuvegi. Þar hefur Háskólinn sótt rösk-
lega fram á síðustu árum, hvatt til aukinna
samskipta fulltrúa atvinnulífs og sérfræðinga
skólans og leitað leiða til að ryðja nýjungum
braut.
Almennt séð gerir Háskólinn atvinnulífi
og þjóðlífi mest gagn með því að fjölga nem-
endum í framhaldsnámi og láta þá glíma við
íslensk rannsóknarverkefni. Rannsóknarnám
hefur fram til þessa að mestu farið fram er-
lendis. Háskólinn og íslenskt þjóðlíf hafa því
farið á mis við þau frjóu samskipti kennara
og rannsóknamema, sem eru burðarás í rann-
sóknum flestra háskóla. Enda þótt flestir
muni eftir sem áður sækja þjálfun sína til
rannsóknarstarfa til annarra landa, ætti það
að vera okkur keppikefli, að slíkt nám megi
einnig stunda hér í samvinnu við erlenda
skóla og á völdum sviðum með slíkri reisn,
að það dragi erlenda stúdenta hingað til
náms.
Eftir þessi almennu orð um mannauð,
þekkingu og hlutverk Háskólans, hlýt ég að
fara nokkrum orðum um þá stefnu, sem Há-
skólinn ætti að setja sér til næstu ára. Reynd-
ar er erfitt að festa hugann við þessa framtíð-
arsýn, þegar upp hrannast þau óveðursský,
sem móta almenna umræðu þessa dagana.
Háskólinn skilur mæta vel þá erfiðleika, sem
við er að glíma í ríkisfjármálum. Hann vænt-
ir einnig skilnings stjómvalda, að þörf þjóð-
arinnar fyrir háskólamenntun fer ört vaxandi,
og Háskólinn er því í hröðum vexti og mót-
un. Háskólinn hefur reyndar gengið á undan
með góðu fordæmi og getað með hagræðingu
og sparnaði í rekstri bætt við sig 600 nem-
endum eða sem nemur heilum framhalds-
skóla, án þess að raungildi fjárveitinga til
Háskólans hafi vaxið undanfarin fjögur ár.
Lengra verður tæplega komist í almennri
hagræðingu, og frekari skurður fjárveitinga