Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 22

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 22
20 Árbók Háskóla íslands samvinnu við erlendar þjóðir. í starfi sínu hlýtur Háskólinn að taka mið af öðrum há- skólum. Þar má vitna í stefnuskrá evrópskra háskóla frá Bologna, 1988, sem segir m. a.: „Háskóli er sjálfstæð stofnun, sem skapar, prófar og metur þekkingu og endumærir menningu með rannsóknum og kennslu. Til að koma umheimi sínum að þessu gagni, verða rannsóknir og kennsla að vera óháð skoðunum og siðferði yfirvalda stjómmála og fjármála. Kennsla og rannsóknir verða að fara saman í háskóla. Að öðmm kosti fylgir kennslan ekki breyttum þörfum samfélagsins og framþróun þekkingar í vísindum. Frelsi til rannsókna og þjálfunar er undirstaða há- skólastarfs. Stjómvöld og háskólar verða að tryggja, eftir því sem í þeirra valdi stendur, að þessi meginregla sé virt. Háskólinn varð- veitir húmanískar hefðir. Hann leitar stöðugt að algildri þekkingu. Til að ná markmiðum í starfi sínu leitar hann út yfir landamerki ríkja og stjómmála og heldur fram þörf þess, að ólíkir menningarheimar þekkist og haft áhrif hver á annan.“ Kjaminn í þessu máli er okkur alls ekki framandi. Hann er í meginatriðum hinn sami og í setningarræðu Bjöms M. Ólsens, rekt- ors, á stofnunarhátíð Háskóla íslands 17. júní 1911. Hvemig stenst Háskóli íslands svo þá al- þjóðlegu viðmiðun, sem þessi stefnuskrá evr- ópskra háskóla setur honum? Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur ávallt farið fram blómlegt rannsóknarstarf innan Háskólans. Samt berst okkur stærstur hluti nýrrar þekkingar að utan. Áður þurftum við að sækja okkur þekkingu til annarra landa. Með nýrri miðlunartækni og nánari sam- skiptum þjóða flæðir alls kyns fróðleikur yfir okkur, en ekki er þar allt gull sem glóir. Hlut- verk Háskólans er að meta og túlka þessa þekkingu, miðla henni til íslensks þjóðlífs og gera hana að hluta íslenskrar þjóðmenningar. Það gerist með eigin rannsóknum og kennslu, fjölbreytilegri endurmenntun og miðlun þekkingar til almennings. Þekkingin verður ekki hluti íslenskrar þjóðmenningar, nema hún sé orðuð á íslenskri tungu. Háskól- inn hlýtur því að gegna forustu um varð- veislu íslenskrar tungu og nýsköpun hennar með íðorðum og öðrum nýyrðum. Margir óttast, að fámennar þjóðir, sem nú sogast inn í alþjóðahringiðu, muni glata tungumáli sínu og séreinkennum þjóðmenningar. Eina færa leiðin til vamar er að leggja meiri rækt við þjóðleg fræði og stöðuga endumýjun ís- lenskrar þjóðmenningar með grisjun og að- lögun alþjóðlegrar þekkingar. Auk þessa menningarhlutverks hlýtur Háskólinn að leggja áherslu á beint hagnýtt gildi þekkingar og rannsókna fyrir þjóðlíf og atvinnuvegi. Þar hefur Háskólinn sótt rösk- lega fram á síðustu árum, hvatt til aukinna samskipta fulltrúa atvinnulífs og sérfræðinga skólans og leitað leiða til að ryðja nýjungum braut. Almennt séð gerir Háskólinn atvinnulífi og þjóðlífi mest gagn með því að fjölga nem- endum í framhaldsnámi og láta þá glíma við íslensk rannsóknarverkefni. Rannsóknarnám hefur fram til þessa að mestu farið fram er- lendis. Háskólinn og íslenskt þjóðlíf hafa því farið á mis við þau frjóu samskipti kennara og rannsóknamema, sem eru burðarás í rann- sóknum flestra háskóla. Enda þótt flestir muni eftir sem áður sækja þjálfun sína til rannsóknarstarfa til annarra landa, ætti það að vera okkur keppikefli, að slíkt nám megi einnig stunda hér í samvinnu við erlenda skóla og á völdum sviðum með slíkri reisn, að það dragi erlenda stúdenta hingað til náms. Eftir þessi almennu orð um mannauð, þekkingu og hlutverk Háskólans, hlýt ég að fara nokkrum orðum um þá stefnu, sem Há- skólinn ætti að setja sér til næstu ára. Reynd- ar er erfitt að festa hugann við þessa framtíð- arsýn, þegar upp hrannast þau óveðursský, sem móta almenna umræðu þessa dagana. Háskólinn skilur mæta vel þá erfiðleika, sem við er að glíma í ríkisfjármálum. Hann vænt- ir einnig skilnings stjómvalda, að þörf þjóð- arinnar fyrir háskólamenntun fer ört vaxandi, og Háskólinn er því í hröðum vexti og mót- un. Háskólinn hefur reyndar gengið á undan með góðu fordæmi og getað með hagræðingu og sparnaði í rekstri bætt við sig 600 nem- endum eða sem nemur heilum framhalds- skóla, án þess að raungildi fjárveitinga til Háskólans hafi vaxið undanfarin fjögur ár. Lengra verður tæplega komist í almennri hagræðingu, og frekari skurður fjárveitinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.