Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 72
70
Árbók Háskóla íslands
skóla, uns hann lét af störfum sakir aldurs
1977. Kaupmannahafnarháskóli sæmdi hann
heiðursdoktorsnafnbót í hagfræði árið 1987.
Auk starfa sinna við áðumefnda skóla
hefur H. Winding Pedersen setið í fjölda
nefnda og ráða m.a. í monopolrádet í aldar-
fjórðung. H. Winding Pedersen er einn
virtasti hagfræðingur Dana. Sérsvið hans er
verðmyndunarfræði, en hún krefst þekkingar
bæði í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði.
Hann hefur skrifað fjölda bóka, sem sumar
hverjar eru einstakar í sinni röð. Ein þeirra,
Omkostninger og Prispolitik, var notuð um
árabil við Viðskiptadeild Háskóla íslands.
Ahrif þeirrar bókar hafa verið mikil og var-
anleg á íslenska viðskipta- og hagfræðinema.
Bókin kom fyrst út árið 1940 og var notuð
sem kennslubók hér við skólann næstu tvo
áratugina, en sumt af efni bókarinnar er svo
einstakt, að því hefur verið komið á framfæri
við nemendur í fyrirlestrum fram á þennan
dag. Það er því óhætt að segja, að allir við-
skipta- og hagfræðingar, sem brautskráðir
hafa verið frá Háskóla íslands, hafi komist í
kynni við snilldarlega framsetningu H.
Winding Pedersens á vissum þáttum rekstrar-
hagfræðinnar. Þá má geta þess, að H. Wind-
ing Pedersen átti þátt í að skipuleggja námið
í viðskiptafræði við Háskóla íslands, þegar
því var hleypt af stokkunum 1941. Kennarar
í Viðskipta- og hagfræðideild telja sér mikla
sæmd af því að heiðra H. Winding Pedersen
með nafnbótinni doctor oeconomiae honoris
causa.
Verkfræðideild
Per Bruun, 25. júní 1994
Per Bruun er fæddur á Skagen á Jótlandi
árið 1917. Hann lauk stúdentsprófí frá Hjprr-
ing Gymnasium 1935 og prófi í byggingar-
verkfræði frá Danska tækniháskólanum
1941. Á styrjaldarárunum vann hann við
ýmis verkefni tengd hafnargerð og vömum
gegn ágangi sjávar og mótaði nýjar kenn-
ingar um breytileika sandstranda. Hann varði
doktorsritgerð sína um þessar athuganir við
Danska tækniháskólann árið 1954. Per Bruun
var prófessor við Háskólann í Gainesville í
Flórída 1957-1967 og var jafnframt í forsvari
fyrir sjóvömum í Flórídafylki. Hann hefur
síðan verið sérfræðingur við hafnargerð og
strandverkfræði víða um heim á vegum
alþjóðastofnana, einkafyrirtækja og einstakra
ríkja. Per Bruun er mikilvirkur fræðimaður,
sem hefur sett fram margar kenningar og til-
gátur í sínu fagi og farið ótroðnar slóðir í
rannsóknum sínum. Árið 1962 setti hann
fram kenningu um breytingar á sand-
ströndum við hækkun sjávarborðs, sem
nefnd hefur verið Bruuns-reglan. Vegna
gróðurhúsaáhrifa, sem eru talin hækka sjáv-
arborð, er þessi kenning hans mikilvæg núna.
Per Bruun hefur átt mikið og gott sam-
starf við íslenska fræðimenn og unnið hér að
ýmsum verkefnum tengdum vatnafræði og
úrbótum á íslenskum höfnum. Hann hefur
gert athuganir á átökum sjávar og sand-
strandar á suðurströnd íslands og verið ráð-
gefandi unt hafnargerð. Hann er manna
kunnugastur aðstæðum við Dyrhólaey og
Vík í Mýrdal. Hóf hann rannsóknir þar árið
1960 ásamt dr. Trausta Einarssyni, prófessor.
Hann fylgdist með þróun Surtseyjar og síðar
gossins í Vestmannaeyjum og gaf ráð varð-
andi höfnina þar. Eftir Per Bruun liggur fjöldi
rita og greina í fagtímaritum um verkefni,
sem tengjast suðurströnd íslands og mál-
efnum hafna og sjóvama á Islandi.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands
sér það sæmdarauka að heiðra Per Bruun
með nafnbótinni doctor technices honoris
causa. Sé það góðu heilli gert og vitað.
Hans Martin Lipp, 25. júní 1994
Hans Martin Lipp er fæddur í Karlsruhe í
Þýskalandi 1937. Hann lauk stúdentsprófi
1956 og prófi í rafmagnsverkfræði á sviði
rafeinda- og upplýsingatækni frá Tæknihá-
skólanum í Karlsruhe 1961. Á árunum 1962-
1967 var Hans Martin Lipp vísindalegur
aðstoðarmaður við Institut fúr Nachrichten-
verarbeitung und Úbertragung. Hann lauk
doktorsprófi frá Tækniháskólanum í Karls-
ruhe 1967, og fjallaði doktorsritgerð hans um
gervigreind í upplýsingatækni. Dr. Lipp
hefur síðan hlotið viðurkenningu fyrir rann-
sóknir sínar á stafrænum rafrásum og rök-
rænum uppbyggingum á rásum og rofum
þeirra og skrifað fjölda ritverka um rann-
sóknir sínar. Árið 1972 varð dr. Lipp pró-
fessor í rafmagnsverkfræði við Tækniháskól-