Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 37
Raeður rektors
35
nýtingu þeirra í atvinnulífi. Þær óttast, að þær
muni skorta fólk þjálfað til rannsókna og geti
ekki keppt við Bandaríkjamenn og Japani
vegna skorts á hæfu starfsliði, þrátt fyrir
næga fjármuni til rannsókna. Danir leggja nú
kapp á að treysta gæði háskólamenntunar
sinnar og hvetja fleiri til rannsóknamáms. A
síðustu tíu árum hefur fjöldi Dana, sem lýkur
doktorsnámi, nær þrefaldast. Samt óttast
menn, að ekki sé nóg að gert og Danir muni
tæplega ná að verða ofan við meðallag með-
al Vestur-Evrópuþjóða.
Aðsókn að háskólanámi er víðast hvar
mjög mikil hjá Vestur-Evrópuþjóðum og í
flestum löndum meiri en háskólamir fá ann-
að. Þess vegna er fjöldi innritaðra oftast tak-
markaður við þau námssæti, sem fjárveiting-
ar og aðstaða leyfa. í Noregi munu stúdentar
við nám á háskólastigi nú vera um 160.000.
Norðmenn eru 16 sinnum fleiri en við, svo að
samsvarandi fjöldi íslenskra stúdenta á há-
skólastigi væri urn 10.000. Ef saman eru tald-
lr nemendur Háskóla íslands, Kennarahá-
skóla íslands og Háskólans á Akureyri og
nemendur í ýmsum sérskólum, sem kenna
efni á háskólastigi, munu þeir vera rúm 7.000
hér á landi, en erlendis eru tæp 3.000 stúd-
enta við nám. Miðað við höfðatölu virðist því
fjöldi íslenskra stúdenta við nám á háskóla-
stigi vera sambærilegur við fjölda stúdenta á
háskólastigi í Noregi. Samanburður við aðrar
þjóðir Vestur-Evrópu leiðir til svipaðrar nið-
urstöðu. Við getum vel unað við okkar hlut,
en ekkert bendir til þess, að um of mikinn
fjölda stúdenta á háskólastigi sé að ræða.
I umræðu um fjármál Háskóla íslands á
þessu ári hefur það komið fram, að Háskól-
anum er skylt að taka til náms alla stúdenta,
sem til hans sækja í þær greinar, sem kennd-
ar eru. Aðrir háskólar og sérskólar á háskóla-
stigi takmarka fjölda við getu sína í fjármál-
um og aðstöðu. Ef stúdentum, sem sækja til
Háskóla íslands, fjölgar enn, en fjárveitingar
standa í stað eða lækka, hlýtur lögum að
verða breytt, svo að Háskólinn fái vald á
þeirn fjölda, sem hann tekur til náms. Há-
skólanum er ekki heimilt að takmarka fjölda
stúdenta vegna erfiðrar stöðu ríkisfjármála
eða ótta við offjölgun í einstökum háskóla-
greinum. Heimild, sem Háskólinn hefur til
takmörkunar á fjölda samkvæmt gildandi
lögum, nær aðeins til námsgreina, þar sem
aðstaða til verklegrar þjálfunar eða starfs-
þjálfunar er takmarkandi.
Sú ákvörðun að takmarka fjölda almennt
við Háskóla íslands hefði svo djúptæk áhrif á
framhaldsskóla, sem búa nemendur undir há-
skólanám, að hún yrði að eiga sér nokkurra
ára aðdraganda. Áhrifa mundi einnig gæta á
aðra háskóla og sérskóla á háskólastigi. Nú
tekur Háskólinn um 2.000 nýnema á hausti.
Ef hann veldi aðeins 1.000 álitlegustu nem-
enduma, ættu hinir tæplega í neinn annan
skóla að venda hér á landi og gætu einnig átt
í erfiðleikum að fá skólavist erlendis, sem
yrði þeim og Lánasjóði auk þess mun dýrari.
Jafnhliða takmörkun við Háskóla íslands
yrði því að stórefla aðra háskóla í landinu og
taka þar upp kennslu í söntu greinum og við
Háskóla íslands. Ólíklegt er, að heildarkostn-
aður við þær breytingar yrði lægri en nú ger-
ist við Háskóla íslands.
Ef grípa þarf til almennrar takmörkunar á
fjölda, verður erfitt að finna sanngjama leið
til að velja úr umsækjendum. Samanburður á
einkunnum í háskólanámi og einkunnum á
stúdentsprófi sýnir, að vitnisburður á stúd-
entsprófi er ekki nægilega áreiðanlegur til
forsagnar um gengi í háskólanámi. Margir
stúdentar með lága einkunn á stúdentsprófi
standa sig með prýði í háskólanámi. Þeir
hefðu ekki fengið inngöngu, ef hárri lág-
markseinkunn á stúdentsprófi hefði verið
beitt Dæmi em um hið gagnstæða, að stúd-
entar með góða einkunn á stúdentsprófi lendi
í vandræðum í háskólanámi. Að hluta má
rekja þessi frávik til þess, að stúdentspróf er
ekki samræmt milli þeirra skóla sem það
halda. Önnur skýring felst í því, að verklag í
háskólanámi er annað en í menntaskólum og
framhaldsskólum, og að stúdent getur haft
meiri áhuga á námsgrein, sem hann velur sér
í háskóla en almennara skylduefni í mennta-
skóla.
Fram hefur komið sú hugmynd, að sam-
hliða stúdentsprófi mætti gefa þeim, sem
hygðust sækja um skólavist í Háskóla Is-
lands, kost á könnunarprófi, sem kannaði al-
menna námshæfni, rökvísi og gagnrýna
hugsun, skilning og framsögn ritaðs og talaðs