Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 221
219
Úr gerðabókum háskólaráðs_________________
skólans samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1993
eru hins vegar með þeim hætti, að hjá því
verður ekki komist að brúa það bil, sem þar
'Hyndast milli fjárveitinga annars vegar og
raunverulegrar fjárþarfar hins vegar, með
skólagjöldum. Háskólanum er því nauðugur
sa kostur að innheimta þessi gjöld af nem-
endum sínum. Háskólaráð vonar, að þessi
gjöld séu ekki til frambúðar og beinir þeim
blmælum til Alþingis að auka fjárveitingar til
skólans þannig, að unnt sé að lækka gjöld af
stúdentum.“
13X15^93: Lagt fram bréf Gísla Tryggvasonar,
stud. jur., um skólagjöld og greinargerð
Lögskýringanefndar háskólaráðs, dags. 20.
m., um málið. Rektor var falið að koma
með tillögu um lausn málsins á næsta fundi
ráðsins.
22J15^93: Rektor lagði fram eftirfarandi til-
lögu um bókun á afgreiðslu á erindi Gísla
áryggvasonar, stud. jur.: „Með vísan til bréfs
Gísla Tryggvasonar, laganema, dags. 22. 3.
1993 og annarra fyrirliggjandi gagna, er ekki
Wefni til að verða við kröfu Gísla um endur-
gfeiðslu skrásetningargjalds til Háskóla
Islands fyrir háskólaárið 1992/93 að öllu
leyti eða hluta.“ Bókunin var samþykkt.
11QT94: Þórður Kristinsson, framkvæmda-
stjori kennslusviðs, mælti fyrir tillögu um
skrásetningargjald háskólaárið 1994-1995.
Lagt
var til, að skrásetningargjaldið yrði
22.975 kr., 18.000 kr. rynnu til Háskólans,
Itluti Stúdentaráðs yrði 2.175 kr. og hluti
I'élagsstofnunar stúdenta 2.800 kr. Meðfylgj-
andi voru reglur um skráningu og greiðslu
skrásetningargjalds. Tillagan var samþykkt
með 10 atkvæðum gegn 2. Eftirfarandi bókun
var samþykkt einróma: „Háskólaráð ítrekar þá
afstöðu sína, að innheimta gjalda af stúdentum
l'l rekstrar skólans er ekki að vilja ráðsins.
Hins vegar eru fjárframlög til Háskólans fyrir
arið 1994 með þeim hætti, að ráðinu er nauð-
ugur einn kostur að innheimta slík gjöld til að
reyna að brúa að einhverju leyti hið mikla bil,
sem er á milli fjárveitinga og raunverulegrar
flárþarfar Niðurskurður fjárveitinga til
askólans er skammtímalausn, og háskólaráð
treyst i r því, að hið sama gildi um skrásetning-
argjöldin. Því beinir ráðið þeim tilmælum til
^lþingis að auka fjárveitingar til skólans svo
unnt verði að lækka þessi gjöld.“
Tilraunaútvarp
05.12.91: Skúli Mogensen og Bjöm Ársæll
Pétursson komu á háskólaráðsfund og
kynntu hugmynd að stofnun tilraunaútvarps,
sem undirbúningshópur stúdenta hafði unnið
að. Utvarpsstöðin var hugsuð sem sjálfseign-
arstofnun. Skipuð yrði stjóm, þar sem þrír
nemendur ættu sæti auk fulltrúa frá háskóla-
ráði og fulltrúa frá námsbraut í hagnýtri fjöl-
miðlun. Óskað var eftir, að háskólaráð til-
nefndi fulltrúa í stjómina. Umræður urðu um
málið, og þar kom fram, að námsbraut í
hagnýtri fjölmiðlun hefði mikið gagn af til-
raunaútvarpi við þjálfun nemenda. Af-
greiðslu málsins var frestað, þar til hug-
myndir væru betur mótaðar.
VIII. Tengsl við aðrar stofnanir
Aflvaki hf.
27.05.93: Lagt var fram bréf frá Markúsi Emi
Antonssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, dags.
24. þ. m. Þar var Háskólanum boðið að gerast
hluthafi í Aflvaka Reykjavíkur hf. Rektor og
Guðmundur Magnússon, forseti viðskipta- og
hagfræðideildar, mæltu fyrir tillögunni, og
rektor lagði fram eftirfarandi til bókunar:
„Háskólaráð samþykkir að taka boði Reykja-
víkurborgar, um að Háskóli Islands eignist
10% aðild að Aflvaka Reykjavíkur hf. með
kaupum á hlutafé að fjárhæð kr. 1.000.000. Fé
þetta verði greitt af arði af Háskólasjóði H.F.
Eimskipafélags íslands." Samþykkt.
Erlent samstarf um háskólamálefni
31.10.91: Með bréft, dags. 10. þ. m„ óskaði
menntamálaráðuneytið eftir tillögu Háskóla
íslands um fulltrúa og varafulltrúa í stjómar-
nefnd um norrænt samstarf á sviði háskóla-
málefna. íslendingar áttu tvo fulltrúa í nefnd-
inni, og skyldi annar þeirra vera embættis-
maður úr ráðuneyti og hinn fulltrúi háskóla.
Fulltrúi Háskólans hefur verið Þóra Magnús-
dóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og
varamaður hennar Stefán Baldursson, fram-
kvæmdastjóri rannsóknarsviðs. Fjögurra ára
skipunartími þeirra rann út í árslok 1991, en
þau vom skipuð til áframhaldandi setu. Stefán
lét af störfum við Háskólann 1993, og þá tók
Guðmundur Hálfdanarson við varamanns-
stöðu hans í nefndinni.