Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 252
250
Árbók Háskóla íslands
minnsta kosti hálfu ári áður en hefja skal
náin. Umsókninni skulu fylgja drög að rann-
sóknaráætlun, auk þess sem tilgreina skal
væntanlegan leiðbeinanda úr hópi prófessora
á viðkomandi fræðasviði við deildina, og
þarf að fylgja samþykkt hans að taka leið-
sögnina að sér í samræmi við áætlunar-
drögin.
Húsakynni lagadeildar
Starfsemi lagadeildar fer fram í húsi
lagadeildar, Lögbergi. Frá árinu 1991 hefur
þó kennsla í almennri lögfræði og heimspeki-
legum forspjallsvísindum verið í Háskóla-
bíói, en var áður í gamla verslunarskólanum
við Þingholtsstræti.
Stjórn
Amljótur Bjömsson, prófessor, tók við
starfi deildarforseta 15. september 1990, og
dr. Gunnar G. Schram, prófessor, tók við
starfi varadeildarforseta. Þegar kjörtímabil
þeirra var liðið, 15. september 1992, varð
dr. Gunnar G. Schram deildarforseti, en
Stefán Már Stefánsson varadeildarforseti, og
gegndu þeir þessum störfum næstu tvö árin.
Kennarar
Við deildina starfa árið 1994 níu prófess-
orar og tveir lektorar: Amljótur Bjömsson,
prófessor, Bjöm Þ. Guðmundsson, prófessor,
Gunnar G. Schram, prófessor, Jónatan Þór-
mundsson, prófessor, Magnús K. Hannesson,
lektor, Markús Sigurbjörnsson, prófessor,
Páll Sigurðsson, prófessor, Ragnheiður
Bragadóttir, lektor, Sigurður Líndal, pró-
fessor, Stefán Már Stefánsson, prófessor, og
Þorgeir Örlygsson, prófessor. Að auki hafa
að jafnaði starfað um það bil 25 stundakenn-
arar við deildina ár hvert.
Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði
deildarinnar á því tímabili, sem Árbókin nær
yfir. Gaukur Jörundsson, sem verið hafði í
launalausu leyfi frá 1. janúar 1988 til þess að
gegna stöðu umboðsmanns Alþingis, fékk
lausn frá prófessorsembætti i. janúar 1992.
Garðar Gíslason lét af starfi aðjúnkts 31.
ágúst 1992 og gegnir nú embætti hæstaréttar-
dómara. Davíð Þór Björgvinsson gegndi dós-
entsstöðu til 31. desember 1993 og starfar nú
sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn t
Genf. Markús Sigurbjörnsson var skipaður
prófessor 1. janúar 1993. Þorgeir Örlygsson
var skipaður prófessor 1. ágúst 1994.
Endurmenntun
Kennsla í kjörgreinum á síðasta ári laga-
náms samkvæmt eldri námsskipan og á síð-
ustu tveimur árum samkvæmt núgildandi
reglugerð er að jafnaði opin lögfræðingum.
Oft nýta lögfræðingar sér kennslu þessa til
framhaldsnáms eða endurmenntunar, og
sumir þeirra ljúka próft í lok námskeiðs.
Rannsóknarleyfi
I rannsóknarleyfi á tímabilinu fóru eftir-
taldir kennarar: Á vormisseri 1990 Jónatan
Þórmundsson, prófessor; á haustmisseri 1990
Jónatan Þórmundsson, prófessor, Páll Sig-
urðsson, prófessor og Þorgeir Örlygsson,
prófessor; á vormisseri 1991 Páll Sigurðsson.
prófessor og Þorgeir Örlygsson, prófessor; a
vormisseri 1992 Gunnar G. Schram, pró'
fessor, og Stefán Már Stefánsson, prófessor;
á haustmisseri 1992 Davíð Þór Björgvinsson,
dósent, og Ragnheiður Bragadóttir, lektor; a
vormisseri 1993 Amljótur Bjömsson, Proj
fessor og Ragnheiður Bragadóttir, lektor; a
haustmisseri 1993 Amljótur Bjömsson, Pr0'
fessor, og Markús Sigurbjömsson, prófessor,
á vormisseri 1994 Jónatan Þórmundsson,
prófessor, og Markús Sigurbjömsson, Pr0'
fessor; á haustmisseri 1994 Bjöm Þ. Guð-
mundsson, prófessor.
Nemendur við lagadeild
Fjöldi nemenda í lagadeild skíptist
þannig á kennsluár á tímabilinu 1989-1994:
Skólaár Innritaðir Brautskráðir
1989-1990 383 37
1990-1991 432 47
1991-1992 407 35
1992-1993 435 53
1993-1994 481 47