Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 33
Raeður rektors
31
hafa flestir nemenda orðið að sækja það nám
til annarra landa. Ef allt framhaldsnám fer
fram erlendis, fara bæði Háskólinn og þjóð-
lífið á mis við frjóa hugsun og ósérhlífið
framlag áhugasamra framhaldsnema, og þeir
ná ekki þeim skilningi á íslenskum atvinnu-
háttum, þörfum vinnumarkaðar og takmörk-
unum hans, sem tryggja ætti, að þeir nýtist að
námi loknu. Á hinn bóginn er ekki æskilegt,
nð allt námið fari fram hér heima. Öllum er
nauðsynlegt að kynnast víðara heimi, ná
færni í erlendum málum og skilningi á öðrum
Þjóðfélögum. Við stefnum því að samvinnu
við erlenda skóla, þar sem nemendur fást við
íslensk verkefni, en sækja sérhæfða fyrir-
lestra og aðstöðu til annarra landa eftir þörf-
nm. Nýlega hefur ísland tengst svonefndri
Erasmus-áætlun Evrópubandalagsins, sem
veitir margvísleg tækifæri til slíkrar sam-
vinnu. Alþjóðaskrifstofa Háskólans mun sjá
um þetta samstarf og aðstoða alla skóla hér á
háskólastigi, sem vilja nýta sér þau tækifæri,
sem áætlunin veitir.
Enginn vafi leikur á því, að við munum
hafa margvíslegan hag af þessu alþjóðasam-
starfi. Við getum þó ekki ætlast til að vera þar
eingöngu þiggjendur. Ef við ætlum að halda
öllum leiðum opnum og njóta þeirra hlunn-
mda, sem samningar um stúdenta- og kenn-
araskipti og samvinnu í rannsóknum bjóða,
verðum við að kosta nokkru til sjálf. Þar
veldur það erlendum stúdentum erfiðleikum,
uð kennsla hér fer almennt fram á íslensku. í
grunnnámi mun Háskólinn ætíð leggja metn-
að sinn í, að svo verði. í framhaldsnámi get-
ur umsjón og handleiðsla einstaklinga frekar
farið fram á erlendu máli, og þar ætti tungu-
málið síður að vera hindrun. Einnig þyrfti að
efna til sérstakra námskeiða fyrir erlenda
stúdenta, t. d. um íslenskar bókmenntir og
menningu, íslenskt þjóðfélag og náttúru
landsins. Nú munu um 200 erlendir stúdent-
ar vera skráðir við Háskólann. Um helming-
ur þeirra sækir nám í íslensku fyrir erlenda
stúdenta, en hinir stunda nám í margvísleg-
um öðrum greinum.
Okkur er sérstök ánægja að geta þess, að
meðal erlendra stúdenta hér við Háskólann
efu nú fjórir stúdentar frá Eystrasaltsríkjun-
um, tveir frá Eistlandi og tveir frá Litháen.
Tveir þeirra njóta styrks frá menntamála-
ráðuneytinu, en hinir norræns styrks. Við
finnum til sérstakrar samkenndar með
Eystrasaltsríkjunum vegna sögu þeirra. Líkt
og við fengu þau sjálfstæði við lok fyrri
heimsstyrjaldar. Þegar átök hófust milli her-
velda Þjóðverja og Rússa, urðu þessi ríki
milli steins og sleggju og hafa síðan orðið að
heyja baráttu upp á líf og dauða til að halda
menningu sinni og þjóðemi. Að lokinni
tvísýnni baráttu hafa þau nú hlotið sjálfstæði
á ný, og góðar horfur eru á, að þessar þjóðir
muni tengjast samstarfi Norðurlanda. Við
erum stolt yfir, að fulltrúar þeirra skuli vera
meðal stúdenta við Háskólann og samgleðj-
umst þeim með endurheimt sjálfstæði.
Víkjum þá um stund að dapurlegu efni.
Skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi fjárlög
fyrir árið 1992. Þar er fjárveiting til Háskól-
ans svo naumt skorin, að grípa verður til ör-
þrifaráða, ef halda á kostnaði innan þess
ramma, sem fjárlögin setja. Þegar frumvarp-
ið var fyrst lagt fram á Alþingi skorti 140-
163 m. kr. til að mæta útgjöldum við óbreytt-
an rekstur fyrir áætlaðan nemendafjölda. Til
að koma til móts við þessa vöntun gerði
frumvarpið ráð fyrir hækkun innritunar- og
efnisgjalda, sem lögð yrðu á nemendur og
gæfu skólanum sértekjur, sem næmu 90
milljónum kr. Fram til þessa hafa gjöldin ver-
ið 2.000 kr. á nemanda fyrir hvert háskólaár,
en frumvarpið gerði ráð fyrir hækkun í
17.000 kr. Miðað við 5.000 nemendur getur
hækkun þessi því aldrei orðið meiri en 75
milljónir. Því vantaði 65-88 milljónir eða um
4,3-6% á fjárveitingu við fyrstu gerð. Sam-
kvæmt greinargerð var Háskólanum ætlað að
mæta þessari vöntun með samdrætti í
kennslumagni, samvinnu deilda um nám-
skeið og annarri hagræðingu. Þessi úrræði
eru Háskólanum ekki ný, þar sem skólinn
hefur búið við óbreytta fjárveitingu að raun-
gildi síðan 1988, þótt nemendum hafi fjölgað
um 935 eða tæp 22%. Auknum nemenda-
fjölda hefur verið mætt með hagræðingu og
spamaði, og kostnaður á hvem nemanda hef-
ur lækkað verulega og er miklu lægri en í
nokkrum öðrum háskóla á Norðurlöndum.
Okkur þótti það hins vegar harður kostur að
eiga enn að skafa beinið um 6% með sama
hætti. Þrátt fyrir rök okkar og andmæli gerð-
ist það síðan við 2. umræðu fjárlaga, að fjár-