Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 251
Starfsemi háskóladeilda
249
aksári, sem hann hefur verið samfleytt átta ár
1 deildinni og embættisprófi ekki síðar en
Þegar hann hefur verið níu ár í deildinni.
Ný nánisskipan í lagadeild
Árið 1992 var sett ný reglugerð um nám
1 lagadeild og gildir hún um stúdenta, sem
hófu nám á árinu 1993 og síðar. Lagadeild
getur þó heimilað, að stúdent, sem eldri
reglur hefðu annars gilt um, leggi stund á
nám og gangist undir próf eftir hinum nýju
reglum og þá samhliða stúdentum, sem nýju
teglumar taka til. Þannig var öllum stúd-
entum, sem þess óskuðu og lokið höfðu prófi
1 almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu
haustið 1993, heimilað að gangast undir nýju
reglurnar frá og með haustmisseri það ár.
Samkvæmt hinni nýju skipan skiptist
nám til embættisprófs í lögfræði í fjóra
hluta. Fyrsta, annað og þriðja námsár mynda
hvert sinn hluta, en fjórða og fimmta námsár
niynda fjórða hluta. Kennslugreinar í fyrsta
hluta eru þrjár. Á haustmisseri er kennd
almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu,
en á vormisseri samningaréttur og stjóm-
skipunarréttur ásamt ágripi af þjóðarétti. í
öðrum hluta eru kennslugreinar fjórar, og fer
kennsla fram samfellt á haust- og vormisseri.
Þessar greinar eru eignaréttur, sifja- og erfða-
rettur, skaðabótaréttur og stjómsýsluréttur.
Kennslugreinar í þriðja hluta eru þrjár, kröfu-
•éttur, refsiréttur og réttarfar, og fer kennsla í
Þeim fram samfellt á haust- oj; vormisseri
hkt og í greinum annars hluta. I fjórða hluta
skal stúdent ljúka prófi í níu kjörgreinum af
að minnsta kosti átján, sem lagadeild hefur
nkveðið til kennslu, auk þess að skrifa ritgerð
um efni, sem hann velur í samráði við
umsjónarkennara sinn. Kennsla í hverri kjör-
grcin fer fram á einu misseri. Lagadeild getur
heimilað, að nám við aðra háskóladeild eða
annan háskóla komi að einhverju eða öllu
leyti í stað kjörgreina eða ritgerðar.
Stúdent skal Ijúka prófum í fyrstu þremur
hlutum náms ekki síðar en á því almanaksári,
þegar fimm ár em liðin frá innritun hans í
htgadeild, en námi í fjórða hluta skal lokið á
ekki lengri tíma en þremur árum.
Nám í öðrum, þriðja eða fjórða hluta
fietur stúdent ekki hafið, fyrr en hann hefur
staðist próf í öllum greinum næsta hluta á
undan. Til þess að standast próf þarf ein-
kunnina 7,0 í almennri lögfræði ásamt ágripi
af réttarsögu, en í öðrum greinum þarf ein-
kunnina 6,0 í hverri grein fyrir sig. Stúdent
verður að þreyta próf í öllum greinum miss-
eris eða eftir atvikum árs á sama próftímabili.
Standist hann ekki próf á reglulegum próf-
tíma, á hann kost á að gangast undir það á ný
að hausti eða þegar reglulegt próf er haldið
aftur í viðkomandi grein. Þurfi stúdent að
gangast á ný undir próf í tveimur eða fleiri
greinum sama námstímabils, verður hann að
gera það í einni lotu. Hins vegar þarf stúdent
ekki að þreyta á ný próf í þeim greinum
námstímabils, sem hann hefur staðist. Stand-
ist stúdent, sem lokið hefur prófi í almennri
lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu, ekki end-
urtekningarpróf í annarri grein og hann end-
urinnritar sig til náms við lagadeild á næsta
háskólaári, heldur hann einkunn í þeim
greinum, þar sem hann hefur hlotið 7,00 eða
hærri einkunn.
Doktorsnám við lagadeild
Á fundi lagadeildar þann 14. nóvember
1994 voru, í samræmi við og með heimild í
VI. kafla laga nr. 131/1990 og VI. kafla og
87. gr. reglugerðar nr. 98/1993, ásamt síðari
breytingum, um Háskóla Islands, sam-
þykktar reglur um doktorsnám í lagadeild.
Markmið doktorsnáms er að veita doktors-
efnum vísindalega þjálfun og búa þau undir
vísindastörf, t. d. háskólakennslu eða sér-
fræðingastörf hjá vísindalegum rannsókn-
arstofnunum.
Skilyrði aðgangs að doktorsnámi eru
fyrst og fremst þau, að umsækjandi hafí lokið
embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands
með fyrstu einkunn. Beiðni skal þó að jafn-
aði ekki samþykkja nema meðaleinkunn
umsækjanda sé að minnsta kosti 7,5. Lög-
fræðingur, sem hefur lokið kandídatsprófi frá
öðrum háskóla, sem lagadeild viðurkennir,
með jafngildi fyrstu einkunnar, getur þó sótt
um aðgang að doktorsnámi, en heimilt er að
láta hann gangast undir hæfnispróf. Skrif-
legri umsókn skal skila til deildarforseta, að
1) Nú 6,0, sbr. auglýsingu nr. 122, 23. nóvember 1995,
um staðfestingu forseta íslands á breytingu á reglugerð nr.
98/1993, fyrir Háskóla íslands, með áorðnum breyt-
ingum.