Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 232
230
Árbók Háskóla íslands
anir fyrir læknadeild; undirbúningur að kerf-
isbundnu doktorsnámi við læknadeild og
uppbygging framhaldsnáms lækna.
Alþjóðasamstarf, gestafyrirlestrar
Læknadeild samþykkti að þiggja boð um
inngöngu í Erasntus nettengingu við eftirfar-
andi læknaskóla: Freie Universitát Berlin,
Árhus Universitet, Bergens Universitet,
Rijksuniversiteit Groningen, Lunds Uni-
versitet og Umeá Universitet. Auk þess hafði
Univeristy of Cork á Irlandi og University of
Dundee í Skotlandi verið boðin þátttaka.
Samþykkt var á deildarráðsfundi, 16.
október 1991, að mæla með umsókn kennar-
anna Davíðs Davíðssonar, Baldurs Símonar-
sonar, Harðar Filippussonar og Þorvalds
Veigars Guðmundssonar, þar sem þeir ósk-
uðu eftir fyrir hönd Lífefnafræðistofu, að
læknadeild mælti með umsókn þeirra til
stjórnar Menntastofnunar Islands og Banda-
ríkjanna, Fulbrightstofnunarinnar, um gest-
afyrirlesara í sameindaerfðafræði við lækna-
deild Háskóla Islands háskólaárið 1993-
1994.
Fjármál
I umræðu um fjármál á deildarráðsfundi,
6. nóvember 1991, kom fram, að rekstrarfjár-
veiting til Háskólans hefur farið lækkandi
undanfarin ár og myndi lækka enn á næsta ári
skv. nýjum fjárlögum. Einnig kom fram, að
rekstrarfjárhæð á hvern nemanda var lægri
við Háskóla Islands en við flesta aðra
háskóla á Norðurlöndunt, og voru þar með
taldir Háskólinn á Akureyri og Kennarahá-
skólinn. Talið var rétt að kynna þetta mál
frekar á deildarfundi.
Á fundi deildarráðs, 16. febrúar 1994,
var rætt um fjárhagsvanda deildarinnar og
sérstaklega þá stöðu, að deildin hefði ekki
bolmagn til að greiða fyrir handleiðslu-
kennslu sérfræðinga, sem ekki væru fastir
kennarar, en þar var unt að ræða kennslu á 4.,
5. og 6. ári námsins. Nemendur greindu frá
því, að sérfræðingar væru orðnir tregir til að
taka að sér nemendur, án þess að frá greitt
fyrir. Samþykkt var að hagræða yrði rekstri,
þannig að hægt yrði að greiða fyrir fyrr-
greinda kennslu. Snemma árs 1992 gerði
Gunnar Sigurðsson, umsjónarmaður með
fræðilegu námi læknanema á 4. námsán,
grein fyrir kostnaðinum af rannsóknarverk-
efnum læknanema á 4. ári læknanáms. Miðað
við 36 læknanema og að fastir kennarar
deildarinnar önnuðust leiðbeiningarvinnu 2/3
hluta hópsins, mætti gera ráð fyrir, að árlegur
rekstrarkostnaður (efni, tæki, aðstaða) yrði
2,16 m. kr. og kennsla leiðbeinanda 720 þús.
kr. eða kostnaður alls 2,88 m. kr.
Á deildarráðsfundi, 20. maí 1992, skýrði
deildarforseti, Gunnar Gunnarsson, frá bréfi
háskólarektors, þar sent tilkynnt var, að
læknadeild væri gert að gera tillögur um
spamað upp á um 7,6 m. kr. til viðbótar þeint
5 m. kr., sem þegar höfðu verið gerðar til-
lögur um á yfirstandandi fjárlagaári. I svar-
bréfi sínu sagði deildarforseti, að til þess að
mæta þessum kröfum yrði að skera niður alla
stundakennslu og alla yfirvinnu á haustmiss-
eri. Auk þess yrði að lækka numerus clausus
úr 36 í 20-24.
Frá og með fjárlagaárinu 1993 fékk
Háskóli íslands fastar fjárveitingar, og fj«r'
veitingar til hans vom lækkaðar og tekið var
fyrir allar aukafjárveitingar. Fé veitt til
læknadeildar lækkaði úr 139,2 m. kr. í 130,0
m. kr. á árabilinu 1992-1994. Um 65% a^
fjárveitingum deildarinnar var varið til uð
greiða samningsbundin föst laun, svo að nið-
urskurður bitnaði fyrst og fremst á þeim hluta
rekstrarfjár deildarinnar, sem notaður var til
að kosta rekstur, stundakennslu og yfirvinnu,
og minnkaði ráðstöfunarfé til þessara þatta
um 20% á umræddu tímabili. Vegna þessara
fjárhagsþrenginga var lítið svigrúm til upp'
byggingar innan læknadeildar, og áhersla var
þess í stað lögð á gerð þróunaráætlana, sent
vonast var til að nýttust, þegar fjárhagur
batnaði og svigrúm yrði aftur til fram-
kvæmda.
Húsnæðismál
Jónas Hallgrímsson upplýsti á deildar-
ráðsfundi, 4. mars 1992, að 150 m. kr. vantaði
til þess að ljúka Læknagarði. Fyrirhugað væri
að ráðstafa 20 m. kr. árlega næstu árin u
byggingarinnar, sem yrði með þeim fram-
kvæmdahraða lokið um aldamótin 2000, en
um 20 ár voru nú liðin, síðan framkvæmdir
við bygginguna hófust. Jónas lýsti næstu
áföngum í að ljúka byggingunni. Ásamt Helga