Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 70
68
Árbók Háskóla íslands
Samhliða prests- og prófastsstörfum, og
einnig eftir að hann lét af opinberu embætti,
hefur Sigurjón Guðjónsson lagt stund á
sálmafræði og sálmasögu, og liggur eftir
hann í handriti mikið verk á þessu sviði. Auk
þess hefur hann bæði samið sögu sálma í
kristinni kirkju frá öndverðu og sögu
íslenskra sálma og sálmahöfunda. Hann
hefur haldið fyrirlestra um sálmasögu og þýtt
og frumsamið fjölda sálma á íslensku. Hann
átti sæti í sálmabókamefnd þjóðkirkjunnar á
árunum 1963-1971. Með ritstörfum sínum og
fyrirlestrahaldi hefur Sigurjón Guðjónsson
unnið brautryðjendastarf í íslenskum sálma-
rannsóknum og lagt grunn að sálmarann-
sóknum á komandi árum. Af þessum sökum
telur Háskóli Islands sér það sæmdarauka að
heiðra Sigurjón Guðjónsson með titlinum
doctor theologiae honoris causa. Sé það
góðu heilli gert og vitað.
Þórir Kristinn Þórðarson, 25. júní 1994
Þórir Kristinn Þórðarson er fæddur í
Reykjavík árið 1924. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944
og fyrrihlutaprófi í guðfræði við Háskólann í
Arósum 1949 og sama ár prófi í semitískum
málum við Lundarháskóla. Þórir lauk emb-
ættisprófi í guðfræði við guðfræðideild
Háskóla Islands 1951 og doktorsprófi við
Chicago háskóla árið 1959. Doktorsritgerð
hans nefnist The Form-historical Problem of
Ex. 34.6-7. Þórir var skipaður í kennslustól-
inn í gamlatestamentisfræðum við guðfræði-
deild Háskóla íslands 1954, fyrst dósent skv.
þágildandi lögum, en síðan prófessor frá
1957. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík
1962-1970 og var jafnframt varaforseti borg-
arstjómar og varamaður í borgarráði á sama
tíma. Hann hefur gegnt ótal trúnaðarstöðum,
bæði fyrir Háskóla Islands og Reykjavíkur-
borg.
Þórir Kr. Þórðarson er tímamótamaður í
íslenskri guðfræði. Hann stundaði nám og
rannsóknir í Chicago, þegar þar var unnið að
þeim rannsóknum, sem áttu á margan hátt eftir
að móta guðfræðiumræður þessarar aldar.
Hann tileinkaði sér fræðin og vann úr þeim á
persónulegan og heildstæðan hátt. Þórir er
gæddur djúpri trúrækni og næmleika fyrir
hátíðleik guðsþjónustunnar. Jafnframt er hann
opinn fyrir boðskap Biblíunnar til samfélags-
ins í heild. Áhugi hans beindist fyrst að mótun
félagslegrar guðfræði, sem hann útfærði bæði
í kennslu og endumýjun námsins í guðfræði-
deild og eins í uppbyggingu Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar. Síðar hefur hann
meira snúið sér að því að styrkja innviði þess-
arar stefnu með því að beita bókmenntalegum
og málfarslegum aðferðum til að skilgreina
hin sístæðu og sammannlegu stef, sem tengja
samtíð og fortíð. Af þessum sökum telur
Háskóli íslands sér það sæmdarauka að heiðra
Þóri Kristin Þórðarson með titlinum doctor
theologiae honoris causa. Sé það góðu heilli
gertog vitað.
Lagadeild
Hans G. Andersen, 26. júní 1993
Hans G. Andersen er fæddur í Winnipeg
í Kanada árið 1919. Hann lauk embættisprófi
í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1941 og
stundaði síðan framhaldsnám í þjóðarétti við
háskólana í Toronto í Kanada, Columbia-
lagaskólann í New York og Harvard háskóla,
og við Harvard lauk hann meistaraprófi árið
1945. Hans G. Andersen var skipaður þjóð-
réttarráðunautur í íslenska utannkisráðuneyt-
inu 1946. Árið eftir var hann ráðinn kennari í
þjóðarétti við lagadeild Háskóla íslands og
kenndi þá grein óslitið til 1954. Á síðari
árum var hann einnig prófdómari í þjóðarétti
við lagadeildina.
Hans G. Andersen var skipaður fastafull-
trúi íslands hjá Atlantshafsbandalaginu árið
1954 með aðsetri í París og sendiherra þar
1956. Hann varð sendiherra í Frakklandi og
Belgíu 1961. Á löngum og merkum sendi-
herraferli gegndi Hans einnig störfum sendi-
herra íslands í Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu og
Israel til 1963 og var sendiherra í Noregi,
Póllandi og Tékkóslóvakíu frá 1963 til 1968.
Á árabilinu 1976-1989 var hann sendiherra í
Bandaríkjunum og fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum. Hans G. Andersen lét
af störfum fyrir aldurs sakir árið 1989.
Frá 1947 var Hans G. Andersen jafnframt
öðrum störfum ráðunautur ríkisstjórnarinnar
um landhelgismál og vann þar mikið og
merkt starf. Hann var meginhöfundur lag-
anna, sem sett voru 1948 um vísindalega