Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 174
172
Árbók Háskóla íslands
til Bandaríkjanna og lauk B. S. prófi í bygg-
ingarverkfræði við háskólann í Madison í
Wisconsin 1962, M. S. prófi 1963 ogdoktors-
prófi 1966, þar sem hann fékkst við
stöðugleikafræði burðarvirkja (doktorsrit:
Stability of Rigid Frameworks under Axial
Loads). Óttar vann eftir það við fyrirtækið
Giffels & Rossetti í Detroit í Bandarrkunum,
en fluttist fljótlega til íslands og hóf störf hjá
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Þar
starfaði hann til 1975, síðast sem yfirverk-
fræðingur og forstjóri/aðstoðarforstjóri. Óttar
varð prófessor við verkfræðideild Háskóla
Islands 1975 og gegndi því starfi til æviloka.
Við verkfræðideild hafði hann kennt, frá því
að hann kom heim frá námi 1966, fyrst sem
stundakennari til 1970, en síðan sem aðjúnkt.
Óttar var formaður byggingarverkfræði-
deildar Verkfræðingafélags Islands 1971-
1973, sat í stjóm Verkfræðistofnunar Háskóla
fslands árum saman, formaður 1982-1988,
var um árabil í nefnd um skipulag háskólalóð-
arinnar og fulltrúi verkfræðideildar í Vísinda-
ráði. Óttar var fulltrúi Islands í stjóm Nordisk
Betongforbund 1967-1971, fulltrúi íslands í
Nordtest-bygg frá 1973, sat í starfshópi Rann-
sóknarráðs ríkisins um snjóflóðavamir 1975-
1976 og um stöðu og þróun byggingarmála á
íslandi 1975. Hann átti sæti í ritnefnd TVFÍ
1972-1974 og í Nordisk Betong. Óttar var
einn af stofnendum Steinsteypufélags íslands
1971. Hann sat í launamálaráði Bandalags
háskólamanna, í stjóm Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar frá 1972 og í stjóm Versl-
unar O. Ellingsens frá 1970. Ottar var frum-
kvöðull í því, að farið var að hanna byggingar
fyrir vind og snjóálag og jarðskjálfta á kerfis-
bundinn hátt hér á landi, og liggja eftir hann
umtalsverð ritverk á þessu sviði. Óttar stund-
aði nám við tónlistaskólann á ísafirði og var
góður píanóleikari (Verkfrœðingatal, Rvk.
1996; Mbl., 22. september 1922).
Magnús Þ. Torfason
Magnús Þórarinn Torfason, prófessor í
lögfræði og hæstaréttardómari, fæddist 5.
maí 1922 og lést 1. júní 1993. Foreldar hans
voru Torfi Hjálmarsson, bóndi á Halldórs-
stöðum í Laxárdal, og Kolfinna Magnús-
dóttir frá Halldórsstöðum. Magnús varð stúd-
ent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og
cand. jur. frá lagadeild Háskóla íslands 1949
með mjög hárri fyrstu einkunn. Hann var
fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu 1949-1951 og
fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík
1951-1955. Magnús stundaði framhaldsnám
í lögfræði í Kaupmannahöfn 1954-1955 og
var skipaður prófessor við lagadeild Háskóla
Islands 1955. Kennslusvið Magnúsar í lög-
fræði var einkum í fjármunarétti. A þeim
árum, sem hann gegndi prófessorsstöðu við
lagadeild, var hann settur dómari í Hæstarétti
og margoft varadómari. Hann gegndi pró-
fessorsembætti til 1970, en það ár var hann
skipaður dómari við Hæstarétt. Lausn frá
embætti hæstaréttardómara fékk hann 1988.
Magnús var forseti Hæstaréttar 1976-1977
og 1985-1986. Hann átti sæti í ýmsum dóm-
nefndum um hæfni umsækjenda um prófess-
orsembætti og dósentsstöður við lagadeild
Háskóla Islands. Magnús var sæmdur stór-
riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1976
og stórkrossi finnsku ljónsorðunnar 1977
(Lögfrœðingatal 1736-1992, Rvk. 1993;
Mbl., 8. júní 1993).
Kr. Guðmundur Guðmundsson
Kristján Guðmundur Guðmundsson,
dósent í tölfræði, fæddist 17. maí 1908 og
lést 29. ágúst 1993. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Guðmundsson, bóndi á Indriða-
stöðum í Skorradal, og eiginkona hans
Hólmfríður Bjömsdóttir. Guðmundur ólst
upp í Skorradal til 18 ára aldurs, en fór þá í
Hvítárbakkaskóla og þaðan í Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði. Þar lauk hann gagnfræða-
prófi 1928, og stúdent varð hann frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1931. Haustið 1931
sigldi Guðmundur til Kaupmannahafnar og
lauk þar cand. act. prófi í tryggingastærð-
fræði og tölfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1939. Guðmundur tók mikinn þátt í
stúdentalífi og var formaður Félags íslenskra
stúdenta í Kaupmannahöfn 1935-1938. Guð-
mundur var þriðji Islendingurinn, sem lauk
prófi í tryggingastærðfræði, en hinir fyrri
voru Brynjólfur Stefánsson og Ami Bjöms-
son. Strax að námi loknu hóf Guðmundur
störf hjá Sjóvátryggingarfélagi Islands og
Tryggingastofnun ríkisins. I upphafi heim-
styrjaldarinnar síðari var stofnað Stríðstrygg-
ingafélag íslenskra skipshafna, og var Guð-