Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 219
jj.r gerðabókum háskólaráðs_____________
aður, þann 3. febrúar. í ályktuninni kom fram,
að stúdentaráð mótmælti harðlega fyrirhug-
uðum breytingum á lögum um inntöku nem-
enda til náms við Háskóla íslands. Breyting-
antar opnuðu margvíslegar takmarkanir á rétti
landsmanna til háskólanáms. Fulltrúar stúd-
enta í háskólaráði fylgdu ályktuninni eftir á
fundinum með umræðu og báru fram frávís-
unartillögu. Hún var felld með 9 atkvæðum
§egn 5, en tveir seðlar voru auðir. Að lokinni
afgreiðslu gengu stúdentar af fundi.
•!-UiL94: Með bréfi, dags. 11. þ.m., sendi
rcktor menntamálaráðherra tillögu að frum-
varpi til laga um breytingu á lögum nr.
131/1990 um Háskóla íslands (sjá nánar í
Kafla I, Lög um Háskóla íslands).
ÖÍÖL94: Lagt var fram bréf rektors, dags.
'6- f. m., til Rannveigar Guðmundsdóttur,
tormanns þingflokks Alþýðuflokksins, ásamt
skýringum á þeim breytingum á 21. gr.
háskólalaga, sem fyrirhugaðar voru. Sam-
kvæmt 1. mgr. 21. gr. gildandi laga er
Háskólinn skyldugur að taka stúdent til náms
1 hvaða grein, sem hann sækir, óháð því hvort
[ studentsprófi hans felst nægur faglegur und-
irbúningur eða ekki. Eina takmörkunin, sem
Háskólinn getur sett, byggir á 5. mgr. 21. gr.,
en þá heimild til undanþágu ber að túlka
mjög þröngt. Óheimilt er talið að takmarka
fjölda, þótt aðsókn að námsgrein verði mun
ntetri en kennsluaðstaða leyfir, nema það sé
aðstaða til þjálfunar á stofnunum eða í fyrir-
'aíkjum, sem skortir. Þá er heimild til að tak-
marka fjölda í framhaldsnám ekki skýr.
Háskólinn væri mun betur settur, ef hann
hefði inntökuskilyrði, sem líkjast ákvæðum
Kennaraháskólans eða Háskólans á Akureyri.
Frumvarpið á að tryggja, að Háskólinn geti,
með skýrri stoð í lögum, haft meiri stjóm á
aðgangi nemenda að einstökum deildum og
námsbrautum; honum verði kleift að leggja
'aunhæfari grundvöll undir rekstur skólans
en unnt er að óbreyttu. Þannig er frumvarpið
1 samræmi við þá stefnu að auka sjálfræði
Háskólans í eigin málum. Tilgangurinn er
ekki að fækka þeim, sem ljúka námi, heldur
stnna nemendum betur og gera nám þeirra
árangursríkara.
Lagt fram bréf mrn., dags. 17. f. m.
Menntamálaráðherra greinir frá því, að frum-
VarP til laga um breytingu á lögum nr.
217
131/1990 verði ekki flutt sem stjómarfrum-
varp, þar sem Alþýðuflokkurinn fellst ekki á,
að 21. grein laganna verði breytt eins og
háskólaráð leggur til. Fram var lagt bréf rekt-
ors, dags. 23. f. m., til menntamálaráðherra
um málið. Þar er reifað, hvemig breyta mætti
5. mgr. 21. gr. í frumvarpinu, ef umræða á
Alþingi sýndi, að henni mætti beita með
sama hætti og hingað til og auk þess, þegar
ófullnægjandi aðstaða til að bregðast við
tískuaðsókn í grein stefnir gæðum náms í
hættu, sbr. 390 nemendur nú í sálfræði.
Ahersla var lögð á, að nýtt orðalag greinar-
innar haldist að öðru leyti.
Stúdentar ítrekuðu andstöðu sína við tak-
mörkun á fjölda stúdenta við byrjun náms.
17.03.94; Fram var lögð áskorun, sem sam-
þykkt var einróma á fundi í Stúdentaráði 15.
þ. m. „SHI ítrekar andstöðu sína við fyrir-
hugaðar lagabreytingar um inntöku stúdenta
til náms við Háskólann."
Nemendafyrirtæki
26.08.93: A háskólaráðsfund komu Hreinn
Sigmarsson, nemi, og Páll Magnússon, for-
maður stúdentaráðs, og kynntu hugmynd að
stofnun nemendafyrirtækis við Háskóla
íslands. Stofnun fyrirtækisins var byggð á
fyrirmynd, sem fyrst kom fram í París 1967
og hafði leitt til stofnunar slíkra fyrirtækja
víða um heim. Fyrirtækið yrði sjálfseignar-
stofnun, sem gæfi stúdentum kost á að nýta
faglega þekkingu sína til lausnar á „raun-
verulegum verkefnum." Hugmyndin hlaut
góðar undirtektir á fundinum, og samþykkt
var að styðja stofnun nemendafyrirtækis við
Háskólann.
Nemendaráðgjöf
21.11.91: Guðmundur Birgisson, fulltrúi
stúdenta, mælti fyrir tillögu sinni og Arelíu
E. Guðmundsdóttur um tilhögun nemenda-
ráðgjafar í deildum Háskólans. Tillagan var
unnin í samráði við Námsráðgjöf H. I. Þeim
tilmælum var beint til deildarforseta, að þeir
kæmu á fót nemendaráðgjöf sem fyrst í
sínum deildum í samráði við stúdenta.
Prófsýningar og prófdómarar
14.10.93 oe 28.10.93: Fulltrúar stúdenta
lögðu fram tillögu um breytingar á 47. gr.