Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 266
264
Árbók Háskóla íslands
norsku var framlengd um eitt ár frá I. júlí
1992 að telja. Astrid Kjetsa tók þá við starfi
hans haustið 1993. Danski lektorinn, Kirstin
Didriksen, sagði upp stöðu sinni frá og með
1. september 1994 og tók upp stöðu lektors í
Gautaborg. Erik Skyum-Nielsen tók við
starfi hennar. Samþykkt var að framlengja
setningu Lars Brinks í prófessorsembætti í
dönsku frá 1. júní 1994 til 31. maí 1995 og
setningu Roberts Cooks í prófessorsembætti
í ensku um sama tímabil. Colette Fayard tók
við sendikennarastöðu Framjoise Péres í
frönsku í september 1994. Þórhallur Vil-
mundarson sagði prófessorssembætti sínu
lausu fyrir aldurs sakir 1994.
Andlát
Jörundur Hilmarsson, dósent í málvís-
indum, lést 13. ágúst 1992.
Nemendur
Á deildarfundi, 7. febrúar 1992, var lagt
fram bréf nemenda í sagnfræði, þar sem
skorað er á forráðamenn heimspekideildar að
koma tölvumálum deildarinnar í lag. Aðeins
ein tölva væri til að þjóna nemendum í allri
deildinni.
Nefndarstörf
Eftirtaldir voru kosnir í nefnd til að huga
að ráðningarmálum í heimspekideild: Páll
Skúlason, Julian Meldon D’Arcy, Gunnar
Karlsson og Kristján Ámason (öll sjálf-
kjörin). í maí 1991 voru kosnir í fjármála-
nefnd til tveggja ára Gísli Ágúst Gunnlaugs-
son og Halldór Ármann Sigurðsson, en auk
þess sat deildarforseti í nefndinni. Þá voru
kosin í framgangsnefnd til fjögurra ára Svein-
björn Rafnsson, Helga Kress og SverrirTóm-
asson.
Samþykkt var, að í mannanafnanefnd
færu Erlendur Jónsson, Halldór Ármann Sig-
urðsson sem aðalmenn og að varamenn yrðu
Ásdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Ingólfsson.
Róbert Haraldsson, starfsmaður Siðfræði-
stofnunar, var skipaður fulltrúi deildarinnar í
siðanefnd Blaðamannafélags íslands. Kom
hann í stað Þorsteins Gylfasonar, sem hafði
verið skipaður formaður nefndarinnar. Sam-
þykkt var á deildarfundi 22. nóvember 1991
að leggja sumamámskeiðanefnd niður og
jafnframt var ákveðið, að framkvæmd nor-
rænu sumamámskeiðanna í máli og bók-
menntum yrði tengd skor íslensku fyrir
erlenda stúdenta. Vilhjálmur Ámason var til-
nefndur fulltrúi forsetaembættisins í loka-
dómnefnd Islensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir árið 1991.
Samþykkt var á deildarráðsfundi, 30.
apríl 1992, að stofna nefnd, sem í sætu hverju
sinni deildarforseti, varadeildarforseti og
skrifstofustjóri, og yrði nefndinni falið að
undirbúa afgreiðslu afbrigðilegra innritunar-
beiðna fyrir deildarfundi. Á fundi sínum 6.
mars 1992 samþykkti deildin að skipa nefnd
til að kanna gmndvöll fyrir því, að komið
verði á laggirnar námsbraut handa þýðend-
um. í nefndina völdust Julian M. D’Arcy,
Kristján Ámason, Oddný Sverrisdóttir, Torfi
H. Tulinius, Ástráður Eysteinsson og Dagný
Kristjánsdóttir. Deildarforseti, Svavar Sig-
mundsson og Vésteinn Ólason voru til-
nefndir í nefnd vegna breytinga á námi i
íslensku fyrir erlenda stúdenta, og að það
yrði gert að B. A. námi.
María Jóhannsdóttir var tilnefnd til að
starfa sem fulltrúi rektors með dómnefndum
um framgang á vegum deildarinnar. Áheyrn-
arfulltrúi heimspekideildar í stjóm Reikm-
stofnunar var Eiríkur Rögnvaldsson. Eiríkur
Rögnvaldsson, Sveinbjöm Rafnsson, Pétur
Knútsson og Oddný Sverrisdótir voru til-
nefnd í nefnd til að fjalla um rannsóknarnám
í heimspekideild, þ. e. M. A.- og doktors-
nám; heimilt var auk þess að tilnefna einn
fulltrúa stúdenta í nefndina.
Á deildarfundi, 5. nóvember, var lagl
fram minnisblað og greinargerð frá mennta-
málaráðherra um stefnu ríkisstjómarinnar i
vísindamálum eins og samþykkt hafði verið i
ríkisstjórn, 21. september 1993. Deildarfor-
seti lagði fram tillögu að áliti deildarinnar i
þessu máli. Þar var gagnrýnt, að svo virtist,
sem ekki hefði verið leitað ráða hjá Háskóla
íslands eða Vísindaráði við gerð hinnar nýju
stefnu. Fyrirhugaðar væru breytingar, sem
stefndu að því að safna ákvörðunarvaldi til
ráðherra og ráðuneytis hans, sem síðan veldt
sér ráðgjafa. Óttast bæri því rannsóknar-
skrifræði og að efnahagsleg skammtímasjon-
armið réðu á kostnað rannsóknarfrelsis. f>vl