Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 24
22
Árbók Háskóla íslands
nýrra afbrigða happdrætta, sem höndla á
sama markaði. Happaþrenna Háskólans tókst
mjög vel og sneri málum um tíma, en ljóst er
að leita verður fleiri afbrigða til að halda
tekjum í horfi. Háskólinn þarf skilning og
samvinnu stjómvalda til að gæta einkaréttar
síns á peningahappdrætti, og hann þarf
einnig að halda sjálfræði sínu um ráðstöfun
tekna þess. Þótt Happdrættið hafi fyrst og
fremst átt að kosta nýbyggingar, hefur það á
seinni árum orðið að taka á sig kostnað við
viðhald húsa og tækjakaup. Er nú svo komið,
að um helmingur teknanna fer til þessara
þátta. Með traustu viðhaldi húsa sinna hefur
Háskólinn sýnt meiri ábyrgð en ríkið sjálft
um mörg hús ríkisstofnana, en á móti kemur,
að fjármagn til nýbygginga hrekkur hvergi til
að mæta þörfum vaxandi starfsemi.
Eitt fyrsta verk nýs háskólaráðs verður
að gera könnun, sem endurnýjar gögn um
húsnæðisvanda deilda og stofnana og þarfir
vegna kennslu, rannsókna og aðbúðar stúd-
enta. Þessi könnun ætti einnig að ná til nýs
íþróttahúss og bættrar aðstöðu til félagslífs
stúdenta og starfsmanna Háskólans. Gera
þarf áætlun til tíu ára um röð byggingarfram-
kvæmda, viðhaldsaðgerða og dýrasta tækja-
búnaðar og tryggja, að verkefnum sé lokið á
sem skemmstum verktíma. Við hljótum að
leggja áherslu á að Ijúka hálfbyggðum hús-
um. Að öðru jöfnu hljóta þeir að fá forgang,
sem hafa óviðunandi eða ekkert húsnæði og
bíða þess að komast á háskólalóðina og þeir,
sem búa við slík þrengsli, að þau hamla rann-
sóknarstarfsemi og kennslu.
Þessi áætlun ætti að auðvelda Háskólan-
um að skýra áform sín og þarfir fyrir stjóm-
völdum og almenningi, knýja á um framlag
ríkis til viðhalds og nýbygginga og að leita
samstarfs við aðra um hlutdeild í kostnaði
líkt og gert var með Tæknigarð og Líftækni-
hús.
Háskólabókasafn og Þjóðarbókhlaða
Þótt Háskóli íslands standist vel saman-
burð við svipaða erlenda háskóla að flestu
leyti, stendur hann ekki undir nafni í bóka-
safnsmálum. Biðin eftir Þjóðarbókhlöðunni
og sameiningu Háskólabókasafns og Lands-
bókasafns hefur orðið Háskólanum dýr á
margan hátt. Safninu hefur verið fleytt frá ári
til árs með úrlausnum til bráðabirgða í nær
tvo áratugi. Húsnæði er svo þröngt, að þriðj-
ungur bókakostsins er í leigðum geymslum
og ekki aðgengilegur fyrir notendur. Lesrými
eru á 18 stöðum víða um bæinn, en þar er
sjaldnast hægt að veita neina bókasafnsþjón-
ustu. Safnið fékk hátíðarsal Háskólans til af-
nota fyrir handbækur og lesrými, og var sú
ráðstöfun til mikilla bóta. Þessi afnot voru
aðeins ætluð til fimm ára, sem nú eru liðin.
Þar sem hraði framkvæmda við Bókhlöðuna
hefur ekki orðið sem vænst var, bendir margt
til þess, að safnið þurfi salinn enn um næstu
fimm ár.
Löng bið eftir fullburða bókasafnsþjón-
ustu hefur fyllt marga vonleysi og gert þá
áhugalitla um málefni safnsins. Aðrir hafa
lagt kapp á úrræði, sem vel geta dugað til
bráðabirgða, en reynast kostnaðarsöm og
óhentug, sé til lengri tíma litið. Alvarlegast í
þessu efni er þó aðstöðuleysi nemenda. Mik-
ilvægasti þáttur háskólanáms er sjálfsnám
undir leiðsögn kennara. Til þess þarf les- og
vinnuaðstöðu á bókasafni, milli þess sem
nemendur sækja fyrirlestra og æfingar í
kennslusölum. Aðstaða til slíks náms er fyrir
löngu orðin óviðunandi og verður ekki öllu
lengur undan því vikist að leita kostnaðar-
samra bráðabirgðaúrræða ef lúkning Bók-
hlöðunnar dregst enn um allmörg ár. I Þjóð-
arbókhlöðu er gert ráð fyrir 800 lessætum
stúdenta. I trausti þess, að Bókhlaðan veiti
lesaðstöðu, hefur Háskólinn varið sínu fram-
kvæmdafé til að byggja kennslusali og hús-
næði fyrir rannsóknir, auk viðhalds húsa,
sem krefst vaxandi tjár. Þrátt fyrir öflugt eig-
ið framtak í rekstri Happdrættis Háskólans,
hefur hann þó ekki haft undan að byggja yfir
brýnustu þarfir kennslu og rannsókna. Vand-
inn fer vaxandi, þar sem fjöldi stúdenta er nú
orðinn 5.200.
Hin hlið þessa máls snýr að almenningi.
Bráðabirgðaúrræði og óviðunandi húsnæði í
tvo áratugi hafa gert Landsbókasafni og Há-
skólabókasafni ókleift að veita þá þjónustu,
sem talin er nauðsynleg hverju upplýstu
þjóðfélagi. Þjóðbókasafn á að |)jóna öllum
almenningi, sem þarf sífellt að endumýja
þekkingu sína með sjálfsnámi og námskeið-
um, eftir að hann hefur lokið skólagöngu.