Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 180
178
Árbók Háskóla íslands
10.06.93: Rektor lagði til, að sett yrði milli-
fundanefnd, sem skoðaði nýja tillögu Kynn-
ingamefndar um skipulag samskiptasviðs og
skilaði tillögum til næsta fundar. Agreiningur
varð einkum um þá tillögu Kynningar-
nefndar, að Upplýsingastofa um nám erlendis
yrði að sérstakri deild innan námsráðgjafar.
Millifundanefnd yrði falið bæði að kynna sér
gögn í málinu og að ræða við málsaðila.
Nefndinni stýrði varaforseti háskólaráðs,
prófessor Helgi Valdimarsson. Aðrir fulltrúar
yrðu prófessor Þorsteinn Helgason og tveir
stúdentar, Hrönn Hrafnsdóttir og Oddný
Mjöll Amardóttir. Tillagan var samþykkt
samhljóða.
24,06,93: Formaður Kynningarnefndar, Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent, gerði
grein fyrir tillögum nefndarinnar um skipu-
lag samskiptasviðs og svaraði fyrirspumum,
en frekari afgreiðslu var frestað. Helgi Valdi-
marsson, formaður millifundanefndar há-
skólaráðs, kynnti álit sinnar nefndar um
rekstur og skipulagstengsl Upplýsingastofu
um nám erlendis. Niðurstaða millifunda-
nefndar var sú, að verkefni Upplýsingastofu
um nám erlendis yrðu best unnin á Alþjóða-
skrifstofu háskólastigsins eins og ráðgert
hafði verið í samningi menntamálaráðuneyt-
isins og Háskóla Islands frá 21. september
1992. Þá lagði millifundanefndin til, að settur
yrði á laggimar formlegur samráðshópur til
að tryggja sem besta samvinnu milli Al-
þjóðaskrifstofunnar, Upplýsingastofunnar og
Námsráðgjafarinnar, og skyldi Magnús Guð-
mundsson, deildarstjóri upplýsingadeildar,
kalla hópinn saman til reglulegra samráðs-
funda. Álitið var einróma samþykkt.
03.03.94: Rektor hóf umræðu um starf kynn-
ingarfulltrúa Háskóla Islands. Tilefnið var,
að Helga Guðrún Johnson, sem gegnt hafði
starfinu síðastliðið ár, lét af störfum um síð-
ustu mánaðamót. Fram var lögð skýrsla
hennar um starf kynningarfulltrúa fyrir árið
1993, ennfremur tillaga að starfslýsingu fyrir
kynningarfulltrúa. Hlutverk kynningarfull-
trúa var rætt ítarlega og kom fram, að starf
hans væri mjög mikilvægt fyrir Háskólann.
Samþykkt var, að rektor gengist fyrir ráðn-
ingu kynningarfulltrúa í fullu starfi.
04.08.94: Nýlega ráðinn kynningarfulltrúi,
Guðbrandur Ámi Isberg, gerði grein fyrir
kynningarmálum Háskólans. Fram var lögð
greinargerðin Kynningarmál Háskóla Is-
lands: Hver er staðan? Ágústa Guðmunds-
dóttir, formaður Kynningamefndar háskóla-
ráðs, tók undir eftirfarandi breytingar í
útgáfumálum Háskólans, sem þar voru boð-
aðar:
1) Breyta skyldi Tímariti Háskóla íslands
þannig, að það kæmi út einu sinni á miss-
eri.
2) Breyta Fréttabréfi Háskóla Islands í inn-
anhúsblað.
3) Gefa ætti út ársskýrslu Háskólans.
4) Arbók Háskóla Islands kæmi út í lok
hvers rektorstímabils.
5) Ritröðin Rannsóknir við Háskóla íslands
kæmi út lítið breytt.
Háskólaráð tók undir fyrstu fjóra liðina i
tillögum kynningarfulltrúa og fól honum og
Kynningamefnd að undirbúa breytingar i
útgáfumálum og leggja greinargerð um þxr
og kostnað fyrir ráðið.
Lög
• Lögskýringanefnd
12.03.92: Lagt var fram álit Lögskýringa-
nefndar, dags. 6. þ. m., í tilefni erindis fra
framkvæmdastjóra kennslusviðs, dags. 18-
f. m. Spurt var, hvort unnt væri að setja inn i
hina almennu reglugerð Háskólans ákvæði,
sem heimilaði að takmarka inntöku stúdenta
í einstakar deildir. Ennfremur hvort slíkt
ákvæði gæti í senn heimilað takmörkun með
tilvísun til aðstæðna og forkrafna um lág-
marksnám eða lágmarkseinkunnir. I þriðja
lagi var spurt, hvort heimilt væri í ljósi 21. gt-
laga um Háskólann að skrásetja stúdenta, en
veita þeim ekki kennslu, t. d. með tilvísun til
aðstæðna, fjárskorts.
í 21. gr. háskólalaga kemur fram su
almenna regla í 1. mgr., að hver sá, sem hefur
lokið stúdentsprófi, eigi rétt á að innritast til
náms við Háskóla íslands gegn greiðslu skra-
setningargjalds, en í 5. mgr. er síðan mæl>
fyrir um það, að heimilt sé að setja ákvæði i
háskólareglugerð um inntöku nemenda í ein-
stakar deildir. Nefndin telur, að ekki sé nein
hindrun fyrir því í lögum, að sett yrði almenn
heimild í reglugerð um að ákveða megi nteð
tilteknum hætti að takmarka aðgang að ein-