Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 279
Starfsemi háskóladeilda
277
Fjármál
Mikil umræða var um fjármál Háskólans
almennt haustið 1991, enda fjárhagur hans
talinn slæmur. Brýnt var fyrir mönnum
aðhald í rekstri, en deildarforseti benti á, að
raunfjárveiting til Háskólans hefði staðið í
stað síðastliðin 4 ár, þótt nemendum hans
hefði fjölgað um 600, og samanburður við
verkfræðideildir í nálægum löndum sýndi, að
kostnaður á hvem verkfræðistúdent væri þre-
falt lægri hér en þar. Greinilega kom fram, að
menn vildu ekki draga úr gæðum kennslu
með frekari niðurskurði, og var ákveðið að
bfða átekta, þar til fjárlög lægju fyrir. Stúd-
entar í verkfræðideild bentu á með bréfi til
deildarráðs, að spara mætti með því að sam-
eina ýmis námskeið svo sem á sviði stýri-
kerfa, efnisfræði, burðarþolsfræði og raf-
eindatækni, því þetta væm námskeið, sem
kennd væm hjá fleiri en einni skor.
Tilkynnt var á deildarfundi, 11. mars
1992, að framvegis yrði líklegast ekki greitt
fyrir vörur eða þjónustu, sem skorir óskuðu
eftir, nema reikningum fylgdi árituð beiðni
frá skorarformönnum eða deildarforseta.
Deildarforseti upplýsti á deildarráðsfundi,
25. mars 1992, að verkfræðideild hefði verið
úthlutað 91,5 m. kr. fyrir árið 1992, og auka-
fjárveiting væri ólíkleg. í september það ár
hafði þegar verið eytt 57,8 m. kr. af þessari
upphæð. A haustmisseri 1992 vom engin
aukanámskeið kennd í byggingarverkfræði
og rafmagnsverkfræði og aðeins tvö í véla-
verkfræði, og tilraunanámskeið í öllum
skomm vom yfirkeyrð. Gagnrýnt var, að nið-
urskurður í sparnaðarskyni væri alltof flatur,
deildin væri að missa góða stundakennara og
gæði kennslunnar að minnka. Rætt var um að
fara fram úr fjárveitingu og láta reyna á það
eða að skera námið niður úr 120 einingum í
90 einingar, þ. e. í 3ja ára nám, sem lyki þá
erlendis!
Á deildarráðsfundi, 25. mars 1993, ræddi
Páll Jensson um þrjár leiðir til að leita stuðn-
ings við Háskólann hjá atvinnulífinu: Leita
mætti til fyrirtækja um að kosta ákveðnar
stöður lfkt og Jámblendiverksmiðjan kostaði
stöðu prófessors við deildina. Þá mætti hugsa
sér, að fyrirtæki kostuðu námskeið eins og
námskeið í fiskiðnaðartækni. Loks nefndi Páll,
að fyrirtæki styddu nemendur í M. S. námi.
Deildarforseti skýrði frá því á deildarráðs-
fundi, 26. nóvember 1993, að í það stefndi, að
deildin færi vemlega fram úr fjárveitingum á
árinu og viðbúið væri, að fjármálastjóri lokaði
fyrir innkaup á næstunni. Á deildarfundi, 24.
janúar 1994, kom fram, að skv. fjárlögum
þess árs fengi verkfræðideild 87,4 m. kr., og
var það 1 m. kr. lækkun frá síðasta ári.
Húsnæði
Á tímabilinu 1991-1994 urðu ekki breyt-
ingar á húsnæðismálum verkfræðideildar.
Deildin var til húsa í byggingunum VR-I,
VR-II, VR-III, Tæknigarði, Loftskeytastöð,
Smyrilsvegi 22 og í Aðalbyggingunni við
Suðurgötu.
Bókasafn
Deildarforseta var falið í nóvember 1993
að panta 4ra ára áskrift að gagnabankanum
Compendex Plus frá Engineering Index, sem
deildarfundur samþykkti 1992 að kaupa fyrir
bókasafn deildarinnar; ársáskrift kostaði um
400 þús. kr., og Háskólabókasafn hafði ekki
efni á að greiða það. Sigurður Brynjólfsson
bar fram fyrirspum á deildarráðsfundi, 22.
september 1993, hvað liði kaupum á þessum
gagnabanka.
Kennsla/nám
Deildarforseti lagði að skorarformönn-
um, að lýsing á námi í kennsluskrá yrði höfð
sem styst, kennarar gætu fengið nemendum
ítarlegri kennslulýsingar í upphafi kennslu-
missera, ef þurfa þætti.
Stúdentar í háskólaráði fóru fram á, að
Háskólinn beitti sér fyrir því, að þeir stúd-
entar, sem ekki fengju sumaratvinnu, gætu
nýtt sér tímann til náms. Innan verkfræði-
deildar var talið líklegt, að hægt yrði að
skipuleggja slíkt sumamám, ef nauðsynleg
fjárveiting fengist. Deildarráðsfundur, hald-
inn 1. apríl 1992, samþykkti, að regluleg próf
yrðu að jafnaði þrjár klukkustundir í stað
fjögurra. Áætlað var, að 700-1.000 vinnu-
stundir spöruðust við það. Þá var samþykkt,
að haustpróf yrðu aðeins leyfð í þeim nám-
skeiðum, þar sem 5 eða fleiri nemendur væru
skráðir til prófs.