Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 254
252
Árbók Háskóla íslands
hagfræðideild. Deildin útskrifaði 515 við-
skiptafræðinga með cand. oecon. próf, 79
hagfræðinga með B. S. próf og 1 meistara í
hagfræði með M. S. próf.
Kennarar
Á tímabilinu 1990-1994 fjölgaði föstum
kennurum við deildina úr 17 í 22. Nokkrir
kennarar hafa hins vegar verið í hlutastöðum,
og voru stöðugildi í árslok 1994 því heldur
færri eða 19,37. Fjöldi nemenda á kennara
var því afar hár eða í námunda við 36. Til
samanburðar má geta þess, að fjöldi nem-
enda á kennara í Háskólanum í heild var
innan við helmingur af þessu hlutfalli.
Á tímabilinu lét Símon Á. Gunnarsson
(50% lektor) af störfum. Jafnframt lét Einar
Jónsson, B. Sc., af störfum árið 1993, en
hann hafði verið ráðinn í 50% stöðu lektors
árið 1990. Aðrir nýir kennarar, sem ráðnir
voru, eru sem hér segir: dr. Helgi Tómasson
varð lektor í hagfræðiskor árið 1990. Dr. Jón
Daníelsson varð lektor í hagfræðiskor árið
1991. Dr. Birgir Þór Runólfsson var ráðinn
sérstakur tímabundinn lektor í hagfræðiskor
árið 1991. Kristján Jóhannsson, cand. merc.,
var ráðinn sérstakur tímabundinn lektor við
viðskiptaskor árið 1993. Dr. Runólfur Smári
Steinþórsson var ráðinn lektor í viðskipta-
skor árið 1994. Þá er þess að geta, að Þráinn
Eggertsson, prófessor í hagfræðiskor, var í
launalausu leyfi frá haustinu 1992 og Jón Þór
Þórhallsson dósent (37%) frá árinu 1994.
50 ára afmæli
Árið 1991 voru liðin 50 ár frá því, að
tekin var upp formleg kennsla í hagfræði og
viðskiptafræði í Háskóla íslands. Var þessara
tímamóta minnst með ýmsum hætti. Deildin
stóð fyrir veglegri hátíðardagskrá í Háskóla-
bíói, og að henni lokinni bauð Félag við-
skiptafræðinga og hagfræðinga til afmælis-
kvöldverðar í Viðey 18. október 1991. Þá var
gefinn út sérstakur minnispeningur um
þennan áfanga í starfi deildarinnar. í tilefni
afmælisins bárust deildinni ýmsar gjafir.
Hæst ber gjöf Seðlabankans og viðskipta-
bankanna þriggja, sem ákváðu að leggja
árlega til umtalsvert fé til að efla rannsóknir
og þekkingu á sviði peninga- og bankamála í
viðskipta- og hagfræðideild Háskólans.
Hans Winding Pedersen, prófessor emeritus.
Kjör heiðursdoktors
Á fundi sínum 19. september 1991 sam-
þykkti háskólaráð tillögu viðskipta- og hag-
fræðideildar um að veita prófessor H. Wind-
ing Pedersen við Háskólann í Kaupmanna-
höfn heiðursdoktorsnafnbót. Á 50 ára afmæl-
ishátíð deildarinnar, þann 18. október 1991,
var H. Winding Pedersen sæmdur titlinum
doctor oeconomiae honoris causa.
Nýmæli í rannsóknum og kennslu
Haustið 1991 hófst kennsla til meistara-
prófs í hagfræði við hagfræðiskor. Fyrsti
meistarinn í hagfræði var útskrifaður árið
1994 með titilinn magister scientiarum, M. S.
Hagfræðistofnun hefur starfað við deild-
ina frá árinu 1989. Á vegum hennar eru
stundaðar hagrannsóknir og niðurstöður
slíkra rannsókna gefnar út. Árið 1993 var
staðfest reglugerð um Viðskiptafræðistofnun,
og tók stofnunin til starfa þá um haustið.
Samkvæmt reglugerð er hlutverk stofnunar-
innar að vera vettvangur rannsókna í við-
skiptafræði og skyldum greinum og að ann-
ast þjónusturannsóknir og ráðgjöf. Starf Við-