Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 269
Starfsemi háskóladeilda
267
Nefndir og starfshópar
Haustið 1991 vann starfshópur að undir-
búningi tillagna um meistaraprófsnám. í
hópnum voru Wolfgang Edelstein, formaður,
Gunnar Helgi Kristinsson og Sigrún Aðal-
bjarnardóttir. Á deildarfundi, 17. janúar
1992, voru eftirtaldir skipaðir í starfshópa
vegna endurskipulagningar á námi í félags-
vísindadeild: í hóp um skipulag og stjóm
meistaraprófsnáms völdust Sigurður J. Grét-
arsson, formaður, Gunnar Helgi Kristinsson,
Sigrún Klara Hannesdóttir og Stefán Ólafs-
son. I hóp um framgangsmál Erlendur Har-
aldsson, formaður, Þórólfur Þórlindsson og
Jón Torfi Jónasson. í hóp um skipulag B. A.
náms Pétur Pétursson, formaður, Friðrik H.
Jónsson, Ólafur Þ. Harðarson og Sigrún Júl-
íusdóttir, og í hóp um rannsóknir Gísli Páls-
son, formaður, Jón Ormur Halldórsson og
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Skilafrestur
hópanna var til 1. maí 1992.
Samþykkt var á deildarfundi, 28. febrúar
1992, að endurkjósa til eins árs þau, sem sátu
1 nefnd til skiptingar rannsóknarfjár, en í
nefndinni sátu Erlendur Haraldsson, Gísli
Pálsson og Sigrún Aðalbjamardóttir. Vetur-
inn 1992-1993 starfaði nefnd að því að setja
reglur um hæfnismat í starfstengdu námi, og
sátu í nefndinni Guðbjörg Vilhjálmsdóttir,
Hafdís Ingvarsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir og
Sigrún Júlíusdóttir, sem var formaður nefnd-
arinnar. Steinunn Hrafnsdóttir starfaði með
nefndinni og skrifaði fundargerðir. Gerður G.
Óskarsdóttir var kosin í þróunamefnd grunn-
skóla. Þorbjöm Broddason var tilnefndur í
stjóm Nordicom, norrænnar gagnamiðstöðv-
ar í fjölmiðlarannsóknum. Jón Torfi Jónasson
var tilnefndur í Vísindaráð 1991 og Guðný
Guðbjömsdóttir til vara.
Formenn námsnefnda 1992-1994 voru:
Stefanía Júlíusdóttir, bókasafns- og upp-
lýsingafræði, Sigrún Klara Hannesdóttir
tók við 1994; Sigrún Júlíusdóttir, félagsráð-
gjöf; Jón Torfi Jónasson, kennslufræði til
kennsluréttinda, (kennslustjóri Hafdís Ingvars-
dóttir); Guðný Guðbjömsdóttir, uppeldis- og
kennslufræði (síðar menntunarfræði ásamt
kennslufræði), (kennslustjóri Gerður G. Ósk-
arsdóttir); Sigrún Aðalbjamardóttir tók við af
Guðnýju 1994; Svanur Kristjánsson, stjóm-
málafræði/stjórnmálaheimspeki; Þorbjöm
Broddason, hagnýt fjölmiðlun, félagsfræði;
Sigurður J. Grétarsson, sálfræði, Jakob S.
Smári tók við 1994; Jón Hnefill Aðalsteins-
son, þjóðfræði; Gísli Pálsson, mannfræði
1994, Haraldur Ólafsson einnig 1994; Jón
Hnefill Aðalsteinsson, þjóðfræði; Guðrún
Vilhjálmsdóttir, námsráðgjöf. Samþykkt var,
að 50% staða Guðrúnar Vilhjálmsdóttur sem
kennslustjóri í námsráðgjöf yrði framlengd til
tveggja ára frá 31. júlí 1992.
Meistaraprófsnefnd var skipuð eftir-
töldum: Guðnýju Guðbjömsdóttur, Gunnari
Helga Kristinssyni, Sigríði Dúnu Krist-
mundsdóttur, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur,
Sigurði J. Grétarssyni og Þórólfi Þórlinds-
syni. Nefndin lagði fram tillögur sínar um
námið síðla vetrar 1993, og voru þær sam-
þykktar á deildarfundi og í deildarráði. Áður
hafði undirbúningsnefnd, skipuð deildarfor-
seta, varadeildarforseta og Sigurði J. Grétars-
syni, unnið að undirbúningi og lagt fram
sínar tillögur í desember 1992. Háskólaráð
samþykkti, 13. febrúar 1992, reglur um sér-
stakar tímabundnar lektors- og dósents-
stöður. Á deildarfundi félagsvísindadeildar,
16. desember 1992, var lögð fram tillaga um,
hvemig skyldi ráðið í slíkar stöður innan
félagsvísindadeildar, en málinu var frestað.
Á árinu 1993 starfaði nefnd, sem ætlað
var að setja reglur um hæfnismat í starfs-
tengdu námi við félagsvísindadeild. Formað-
ur nefndarinnar var Sigrún Júlíusdóttir, en
aðrir í nefndinni voru Guðbjörg Vilhjálms-
dóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Sigrún Stefáns-
dóttir og Stefanía Júlíusdóttir; Steinunn
Hrafnsdóttir var nefndinni til aðstoðar og rit-
aði fundargerðir. Nefndin skilaði áfanga-
skýrslu í maí 1993 og hélt áfram störfum um
haustið. Sigrún Klara Hannesdóttir, pró-
fessor, Kristín Indriðadóttir, yfirbókavörður,
og Sigurður Jón Ólafsson, nemi, sátu í nefnd,
sem endurskoðaði B. A. nám í bókasafns- og
upplýsingafræði, og lauk nefndin störfum
snemma árs 1994.
Vorið 1993 lét Erlendur Haraldsson af
formennsku framgangsnefndar eftir 6 ára
starf. Auk Erlendar höfðu Gísli Pálsson, Sig-
rún Klara Hannesdóttir og Stefán Ólafsson
starfað í nefndinni. Stefán Ólafsson var
kosinn eftirmaður Erlendar í formennsku til
fjögurra ára. Þá voru einnig kosin í nefndina