Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 239
Starfsemi háskóladeilda
auk formanns. Formaður námsbrautar-
stjðmar er jafnframt formaður námsbrautar-
ráðs. Fyrsti fundur ráðsins var haldinn 17.
september 1993, og fundar ráðið að jafnaði
tvisvar í mánuði. Ráðið sér um að samræma
kennslu og próf, útbúa kennsluskrá, gera til-
lögur að fjárhagsáætlunum, undirbúa náms-
hrautarstjórnarfundi og kennarafundi, til-
nefna formenn dómnefnda og veita stúd-
entum leiðbeiningar og ráðgjöf og afgreiða
erindi þeirra í samræmi við gildandi reglur.
Við stofnun námsbrautarráðs var fram-
kvæmdastjóm lögð niður. Námsbrautarstjóm
skipar ár hvert í ýmsar nefndir, sem ýmist eru
fastanefndir eða nefndir skipaðar til að sinna
ákveðnum verkefnum. Helstu fastanefndir
voru námsnefnd vegna grunnnáms í hjúkrun-
arfræði, náms- og matsnefnd vegna sérskipu-
lagðs B. S. náms fyrir hjúkrunarfræðinga,
námsnefnd í viðbótar- og endurmenntun,
hússtjórn, tækjanefnd, kynningamefnd og
nefnd, sem hefur umsjón með málstofu í
hjúkrunarfræöi.
Á árunum 1990-1994 hafa eftirfarandi
kennarar gegnt störfum formanns námsbraut-
arstjómar: Herdís Sveinsdóttir var formaður
frá nóvember 1989 til febrúar 1991. Guðrún
Kristjánsdóttir tók þá við, þar til í desember
sama ár, þegar Herdís tók við að nýju og
gegndi starfinu þar til í maí 1994. Guðrún
Vlarteinsdóttir var formaður frá júní 1994 til
ágúst 1994, Hildur Sigurðardóttir í ágúst og
september 1994 og Sóley S. Bender frá okt-
óber 1994 til september 1995.
Kennarar
Anna María Snorradóttir var sett í 37%
stöðu lektors í hjúkrunarfræði heilsugæslu 1.
júlí 1990. Ásta St. Thoroddsen var sett í 50%
stöðu lektors í hjúkrun sjúklinga á lyflækn-
tnga- og handlækningadeildum 1. janúar
'990. Björg Guðmundsdóttir var ráðin í 37%
stöðu lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á
geðhjúkrun 1. júlí 1994. Eydís K. Svein-
hjarnardóttir var ráðin í stöðu lektors í geð-
hjúkrun 1. júlí 1991. Hanna Þórarinsdóttir
var ráðin í 37% stöðu lektors í hjúkrun aldr-
“töra 1. janúar 1990. Helga Jónsdóttir var sett
1 50% stöðu lektors í hjúkrun sjúklinga á lyf-
'tekninga- og handlækningadeildum 1. janúar
'990. Hún var síðan í launalausu leyfi til 1.
237
janúar 1991. Helga var sett í 50% stöðu lekt-
ors í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkmn
sjúklinga með langvinna sjúkdóma, frá 1.
júní 1993. Frá 1. september 1993 hefur Helga
verið skipuð lektor í hjúkrunarfræði með
hjúkrnn fullorðinna sem aðalkennslugrein.
Hrund Sch. Thorsteinsson var ráðin 1. janúar
1990 í 50% stöðu lektors í hjúkrun sjúklinga
á handlækninga- og lyflækningadeildum með
áherslu á hjúkrun bráðveikra sjúklinga; hún
var ráðin í lektorsstöðu í hjúkrunarfræði til
3ja ára frá 1. október 1991. Inga Þórsdóttir
var ráðin í 25% stöðu lektors í næringarfræði
frá 1. janúar 1991. Frá sama tíma var hún í
75% stöðu við efnafræðiskor. Ingibjörg Sig-
mundsdóttir var ráðin í 37% stöðu lektors í
hjúkrunarfræði með heilsugæslu sem aðal-
kennslugrein 1. ágúst 1993. Frá 1. nóvember
1993 var staðan stækkuð í 50%. Ingibjörg
hafði áður gegnt lektorsstöðu í hjúkrunar-
fræði til 30. júní 1990.
Ingileif Jónsdóttir var ráðin í 37% stöðu
dósents í sýkla- og ónæmisfræði 1. janúar
1994. Jóhanna Bemharðsdóttir var ráðin í
37% stöðu lektors í hjúkrunarfræði frá 1. jan-
úar 1991, aðalkennslugrein geðhjúkrun. Frá
1. janúar 1993 var staðan stækkuð í 50%, og
tímabilið janúar til júní 1994 gegndi hún
fullri stöðu. Ragnheiður Haraldsdóttir var
sett í stöðu lektors í hjúkrunarfræði 1. janúar
1990; undir starfið fellur skipulagning á við-
bótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga^
Að hennar ósk var staðan síðan minnkuð í
50% frá 15. janúar 1992. Sólfríður Guð-
mundsdóttir var ráðin í 50% stöðu lektors í
hjúkmnarfræði frá 1. september 1993. Verk-
efni hennar var að sjá um skipulagningu við-
bótamáms í heilsugæslu og hjúkrun bama og
unglinga.
Staða Arthurs Löve, dosents, rann ut JU.
júní 1993. Eydís K. Sveinbjarnardóttir,
lektor, lét af störfum að eigin ósk 31. desem-
ber 1993. Guðný Anna Amþórsdóttir, lektor,
óskaði ekki eftir, að ráðningarsamningur
hennar, sem rann út 30. júní 1992, yrði stö"
umýjaður. Hanna Þórarinsdóttir, lektor, lét af
störfum að eigin ósk 31. desember 1992.
Jónu Siggeirsdóttur, lektor, var veitt lausn frá
stöðu sinni í geðhjúkrun frá 1. október 1990
að hennar eigin ósk. Ragnheiður Haralds-
dóttir, lektor, sagði stöðu sinni lausri frá 1.