Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 283
Starfsemi háskóladeilda
281
styrkja deildina til þess að gera úrbætur í sam-
ræmi við niðurstöður ABET-nefndarinnar.
Valdimar K. Jónsson var kjörinn formaður
stjórnar Endurmenntunarstofnunar.
Magnús Þór Jónsson, Ragnar Sigbjöms-
son og Anna Soffía Hauksdóttir voru sett í
forritakaupanefnd (Jón Atli Benediktsson til
vara). Skorarformenn, Sigurður Brynjólfs-
son, Jón Atli Benediktsson og Ragnar Sig-
björnsson, voru 1993 settir í nefnd til þess að
forgangsraða tækjakaupabeiðnum. Þorbjöm
Karlsson var tilnefndur í dómnefnd til að
meta hæfni umsækjenda um dósentsstöðu í
kerfisverkfræði. Samþykkt var á deildarráðs-
fundi, 2. desember 1993, að skipa Sæmund
Oskarsson í dómnefnd um Iektorstöðu í fjar-
skiptaverkfræði; aðrir í dómnefndinni voru
Gústav Amar og Sverrir Ólafsson. Umsækj-
endur voru tveir, Hörður Frímannsson og
Jóhannes R. Sveinsson. Hörður var ráðinn í
stöðuna sem lektor 2 frá 1. janúar til 31. des-
ember 1994. Eftir það yrði staðan auglýst
aftur. Gísli Jónsson baðst í apríl 1993 undan
endurkjöri í staðlaráð. Ragnar Sigbjömsson
var skipaður í dómnefnd um tímabundna
lektorsstöðu í straumfræði, en um hana var
etnn umsækjandi, Gunnar Guðni Tómasson.
Pétur K. Maack var skipaður í dómnefnd um
tímabundna lektorsstöðu í burðarþolsfræði.
Umsækjendur voru tveir, Bjami Bessason og
Jens Bjamason. Jens dró umsókn sína til
baka, og Bjama var veitt staðan frá 1. janúar
1994 að telja.
Valdimar K. Jónsson, Anna Soffía
Hauksdóttir og Guðmundur G. Haraldsson
frá raunvísindadeild tóku sæti í nefnd til að
endurskoða öll húsnæðismál deilda á svæð-
mu vestan Suðurgötu. Ragnar Sigbjömsson,
Valdimar K. Jónsson og Anna Soffía Hauks-
dóttir störfuðu á árinu 1993 í nefnd, sem end-
ursamdi reglur um doktorspróf við verk-
fræðideild. Jónas Elíasson var fulltrúi verk-
fræðideildar á stofnfundi Samstarfsvettvangs
um tölvufjarskipti, 16. október 1992.
Vlagnús Þór Jónsson var skipaður 1993 full-
trúi í stjóm Reiknistofnunar til tveggja ára.
Tölvunefnd var formlega stofnuð 1992,
°g var formaður hennar Anna Soffía Hauks-
dóttir, en aðrir í nefndinni vom Magnús Þór
•lónsson og Ragnar Sigbjömsson. Átak var
§ert { tölvumálum verkfræðideildar 1991,
þegar 18 PC tölvur voru keyptar, og Einar
Indriðason var ráðinn í hálft starf til eftirlits á
móti hálfu starfi í Reiknistofnun. Fyrir milli-
göngu tölvunefndar fengust á næstu miss-
erum að gjöf tölvur og tölvubúnaður fyrir 3
m. kr. Samþykkt var á deildarfundi, 10. mars
1993, að skipa Ragnar Sigbjömsson, Pétur
K. Maack og Sigfús Bjömsson í nefnd til að
semja reglur um M. S. nám almennt við
deildina. Á sama fundi var Sigfús Bjömsson
skipaður formaður nefndar til að meta hæfni
Jóns Atla Benediktssonar til að flytjast úr
lektorsstöðu í dósentsstöðu. Anna Soffía
Hauksdóttir og Sigmundur Guðbjamason
voru tilnefnd fulltrúar Háskóla íslands í
Rannsóknarráði íslands til þriggja ára. Júlíus
Sólnes var kjörinn formaður nefnar um
stefnu Háskólans í umhverfismálum. Sam-
þykkt var á deildarráðsfundi, 22. september
1993, að Pétur K. Maack yrði annar af
tveimur sameiginlegum fulltrúum verkfræði-
deildar og raunvísindadeildar í Rannsóknar-
ráði, en kosið var í ráðið til fjögurra ára.
Háskólarektor óskaði eftir því við deildir,
að þær tilnefndu trúnaðarmann, sem væri
fulltrúi rektors í dómnefndum, þegar ráðið
væri í stöður viðkomandi deildar. Þorbjöm
Karlsson var tilnefndur trúnaðarmaður verk-
fræðideildar. Einn af heiðursdoktorum deild-
arinnar, Christian H. Gudnason, varð sjö-
tugur 29. nóv. 1991. og var honum af því til-
efni send bókargjöf í nafni deildarinnar.
Verkfræðideild varð 50 ára 1994, en deildin
telst formlega stofnuð 28. desember 1944.
Að því tilefni var ákveðið að sæma tvo menn
heiðursdoktorstitli við deildina. Dr. Per
Bruun, prófessor emeritus við háskólann í
Flórída, og dr. Hans Lipp, prófessor við
tækniháskólann í Karlsmhe, vom kjömir
heiðursdoktorar við verkfræðideild fyrir
vinnu þeirra að rannsóknum og eflingu
íslenskrar verkfræðimenntunar. Voru þeir
sæmdir titlinum doctor technices honorís
causa við athöfn í hátíðarsal Háskólans, 25.
júní 1994, og afhent um það heiðursskjal.
Þorbjöm Karlsson, Sven Þ. Sigurðsson
og Svend Frederiksen voru skipaðir í dóm-
nefnd um doktorsritgerð Páls Valdimars-
sonar, Modelling of Geothermal District
Heating Systems. Samþykkt var að taka rit-
gerðina gilda til vamar, og fór vömin fram