Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 52
50
Árbók Háskóla íslands
Mér virðistsústefnaeiga töluvert fylgi inn-
an Háskóla Islands, að hann ætti að leggja
áherslu á 3-4 ára grunnnám með traustum
fræðilegum grunni, en láta fagháskólum eftir
skemmri námsbrautir og starfsmenntun, sem
byggir meira á verkfæmi og þjálfun til starfa en
fræðilegri undirstöðu. Ofan á traust fræðilegt
grunnnám ætti Háskólinn að leggja áherslu á
rannsóknartengt framhaldsnám til meistara-
prófs og starfstengt sérfræðinám. I nokkrum til-
vikum yrði boðið nám til doktorsprófs. Hvort
tveggja, meistaranámið og doktorsnámið, yrði
að vera í nánum tengslum við erlenda háskóla,
svo að ekki tapist sú alþjóðlega reynsla, sem
námsmenn hafa borið með sér heim að loknu
framhaldsnámi og störfum erlendis.
Auk framhaldsnáms hefur Háskólinn
mikinn hug á að auka tækifæri starfandi fólks
til að stunda hlutanám, viðbótarnám eða end-
urmenntun með starfi. Þörf fyrir slíka mennt-
un verður enn meiri, þegar samkeppni um at-
vinnu harðnar. Háskóli Islands er háskóli allra
landsmanna. En margir þeirra, sem þetta nám
vildu stunda, eru bundir við störf og heimili
víðs vegar unt landið, og því er stefnt að fjar-
kennslu, þar sem nýtt yrði sjónvarpstækni,
bætt símatækni og fjarskipti til gagnailutnings
og samskipta nemenda og kennara. Framtíðar-
markmið er, að allir skólar landsins sameinist
um rekstur fræðslusjónvarps og tölvunets.
Jafnhliða uppbyggingu fræðilegs grunn-
náms hefur verið komið upp aðstöðu og hæfu
starfsliði til rannsókna. Mikil vægasta framfara-
mál Háskólans nú er að nýta þessa aðstöðu til að
taka nemendur í framhaldsnám, sem tengist
rannsóknum og gefur námsmönnum tækifæri
til að glíma við verkefni úr þjóðlífi okkar.
Þannig getur Háskólinn látið þekkingu sína og
getu nýtast sem best í þeirri nýsköpun og styrk-
ingu atvinnuvega, sem verður okkur lífsnauð-
syn til að halda velli í vaxandi alþjóðlegri sam-
keppni á komandi ámm. Háskólinn hefur
nýlega sett sér reglur um framkvæmd fram-
haldsnáms, og þess er vænst, að komið verði
upp sjóði, sem styrkir stofnanir til að taka fram-
haldsnema í álitleg rannsóknarverkefni. Fyrst í
stað munu aðeins sterkustu rannsóknarhreiðrin
hafa aðstöðu og getu til að leiðbeina framhalds-
nemum, en með auknu fé og fjölgun hæfra
manna við rannsóknir ættu allar deildir og
námsbrautir Háskólans að geta boðið slíkt
framhaldsnám. Enginn vafi er á því, að rann-
sóknartengt framhaldsnám við Háskóla Islands
mun auka nýsköpun í þjóðfélaginu og jafnframt
hvetja verðandi vísindamenn til að takast á við
þau viðfangsefni, sem brýnt er að leysa hér-
lendis. Síðast en ekki síst er uppbygging á rann-
sóknartengdu framhaldsnámi líkleg til að
stuðla að virkara samstarfi Háskólans og Rann-
sóknastofnana atvinnuveganna og þar með at-
vinnulífs í landinu. Rétt er að minna á, að meist-
aranám hefur verið í boði í heimspekideild um
langan aldur og vísar að slíku námi eru að
spretta í mörgum öðrum deildum, þar sem fé
hefur verið losað með hagræðingu. Stúdentar
hafa sýnt þessu námi mikinn áhuga, rann-
sóknarstofnanir og fyrirtæki hafa lýst sig fús til
samstarfs, en vegna takmarkaðra fjárráða hefur
ekki verið unnt að innrita nemendur nema í
mjög litlum mæli. Það er vel metið innan Há-
skólans, að menntamálaráðherra hefur heitið
þessum áformum stuðningi sínum, en enn er
óráðið með hvaða hætti það getur orðið. Auk
rannsóknartengds framhaldsnáms er um það
rætt að koma á styrkjum, sem gerðu rann-
sóknarstofnunum kleift að bjóða þeim, sem eru
að koma úr framhaldsnámi hér eða erlendis, að
starfa tímabundið að rannsóknum í hópi kenn-
ara og framhaldsnema. Slíkar sérfræðingsstöð-
ur eru enn alltof sjaldgæfar innan Háskólans.
Þeir, sem fengið hafa störf við rannsóknarstofn-
anir, eru flestir bundnir við þjónustuverkefni,
sem standa undir launum þeirra, en veita lítið
frelsi til grunnrannsókna, sem þó ættu að vera
meginviðfangsefni stofnana Háskólans.
Eg hef í þessum orðum lagt áherslu á fjöl-
breytt námsframboð Háskólans. Þeir, sem
þessu námi ljúka, eruvel undirlífog starfbún-
ir, hvort sem það verður á eigin vegum eða í
jrjónustu stærri fyrirtækja og stofnana. Há-
skólinn vinnur hins vegar jöfnum höndum að
kennslu og rannsóknum. Margt í rannsóknar-
starfi hans er ekki síður gagnlegt atvinnuveg-
um þjóðarinnar en kennslan. Til þess að auð-
velda not af rannsóknum Háskólans hefur
hann beitt sér fyrir samstarfi rannsóknarstofn-
ana og fyrirtækja, t. d. með Tæknigarði, þar
sem ný fyrirtæki stíga fyrstu skrefin í rann-
sóknarumhverfi, með ráðgjafarfyrirtækinu
Tækniþróun, sem þar er til húsa og með Rann-
sóknaþjónustu Háskólans, sem einnig er i
Tæknigarði og vinnur m. a. að nánari tengsl-