Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 222
220
Árbók Háskóla íslands
09.04.92: Með bréfi, dags. 9. þ. m., skipaði
menntamálaráðuneytið Þóru Magnúsdóttur,
framkvæmdastjóra samskiptasviðs, í nefnd,
sem fjalla skal um þátttöku fslands í alþjóða-
samstarfi á sviði menntamála.
29.04.93: Með bréfi, dags. 2. þ. m., óskaði
menntamálaráðuneytið eftir sjónarmiðum
Háskóla Islands og Samstarfsnefndar há-
skólastigsins viðvíkjandi stefnumörkun fyrir
norrænt samstarf á sviði mennta- og vísinda-
mála. Oskin var komin fram í tengslum við
aukin framlög Norðurlandaráðs til þessa
málaflokks og aðskilnað þeirra frá menning-
armálum. Rektor svaraði þessu erindi með
bréfi, dags. 8. júní 1993, ásamt umsögn Har-
alds Olafssonar, dósents, sem hann hafði gefið
að beiðni Samstarfsnefndar og Háskólans.
23.06.94: Lagt fram bréf mm, dags. 13.
þ. m. Tilkynnt er, að mennta- og vísinda-
málaráðherrar Norðurlanda hafi undirritað
samning um jafnan aðgang að háskólanámi á
Norðurlöndum 29. f. m. Afrit samningsins
fylgdi bréfinu.
Glöggt er gests augað
19.12.91: I lok jólafundar háskólaráðs ræddi
dr. Wolfgang Edelstein, forstjóri Max Planck
Institut fur Bildungsforschung í Berlín og
gistiprófessor við félagsvísindadeild, um
Háskóla íslands og háskólamálefni.
Hlutafé í fyrirtækjum
20.01,94 og 03.02.94: Fram var lögð tillaga
frá Guðmundi Magnússyni, prófessor, dags.
4. janúar sl., um afstöðu Háskólans til hluta-
fjárframlaga, en rektor hafði falið Guðmundi
að móta slíka tillögu. Tilefnið var, að mælst
hafði verið til, að Háskólinn legði fram
hlutafé í tvö fyrirtæki. Tillaga Guðmundar
var samþykkt með þeim fyrirvara, að ekki
yrðu heftir möguleikar styrktarsjóða Háskól-
ans til að fjárfesta í traustum hlutafélögum,
sem skráð væru á verðbréfamarkaði.
Hús Þjóðminjasafns
27.05.93: Lagt var fram bréf, dags. 27. f. m.,
frá byggingamefnd Þjóðminjasafns íslands,
þar sem leitað var eftir afstöðu Háskóla
Islands til tillögu byggingamefndarinnar um
nýtt hús fyrir Þjóðminjasafn á háskólalóð-
inni. Ennfremur lá fyrir skýrslan Þjóðminja-
safn Islands, uppbygging við Suðurgötu■
Rektor kynnti drög að svarbréfi, og var
honum falið að halda áfram viðræðum við
byggingamefnd Þjóðminjasafns íslands.
24.06.93: Inn á fundinn komu Sigmundur
Guðbjamason, varaformaður Skipulags-
nefndar háskólalóðar, og Maggi Jónsson, arki-
tekt, og ræddu erindi byggingamefndar Þjóð-
minjasafns og mæltu fyrir sínum kostinum
hvor um lausn á húsnæðisvanda safnsins.
Rektor lagði fram drög að bréfi til byggingar-
nefndar safnsins. Samþykkt var að heimila
rektor að senda byggingamefndinni brél
byggt á framlögðum drögum. Þar er gerð grein
fyrir þeim kostum, sem Háskólinn telur koma
til greina og m. a. lagt til, að kannað verði,
hvort Þjóðminjasafnið gæti yfirtekið öll afnot
af lóð og húsum Félagsstofnunar stúdenta,
Gamla Garði og Jarðfræðahúsi.
Listaháskóli
13.02.92: Með bréfi, dags. 5. þ. m., leitaði
menntamálaráðuneytið umsagnar Háskóla
Islands um skýrslu nefndar, sem skipuð var
til að undirbúa skipulag og framkvæmd list-
greina- og listfræðakennslu á háskólastigi a
grundvelli viljayfirlýsingar um samstarf a
milli Háskóla íslands, Tónlistarskólans í
Reykjavík, Leiklistarskóla íslands og Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands.
09.04.92: Á fund kom Þórður Kristinsson.
framkvæmdastjóri kennslusviðs, og gerð'
grein fyrir skýrslu nefndar á vegum mennta-
málaráðuneytisins. Skýrslan bar heitíö
Háskólamenntun í listum. Skýrslan var rædd
og samþykkt að skipa eftirtalda þrjá í mill'-
fundanefnd til að semja umsögn um skýrsluna:
Pál Skúlason, prófessor í heimspekideild, for'
mann, Þorbjöm Broddason, dósent í félagsvis-
indadeild, og Maríu H. Þorsteinsdóttur, lektor i
námsbraut í sjúkraþjálfun.
13.05,92: Kynnt var tillaga millifunda-
nefndar, sem skipuð var á síðasta fundi til
þess að fjalla um skýrslu menntamálaráðu-
neytisins Háskólamenntun í listum. Fram
komu efasemdir, um að rétt væri að tengja
þennan listaháskóla Háskóla íslands, m. a-
vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Háskólans, sem
hefði fengið aukin verkefni á undanförnum
árum án þess að fá auknar fjárveitingar-
Málið var ekki afgreitt.