Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 223
jír gerðabókum háskólaráðs
221
2LQ5;92: Rektor bar fram skriflega breyting-
artillögu við tillögu millifundanefndar að
umsögn háskólaráðs um skýrslu menntamála-
raðuneytisins Háskólamenntun í listum, sem
'ögð var fram á síðasta fundi ráðsins. Málið
var rætt ítarlega, og komu fram athugasemdir
v'ð áður komnar tillögur. Að loknu fundarhléi
var lögð fram ný tillaga, sem efnislega fól í sér,
að háskólaráð væri sammála því, að listnám
yrði flutt á háskólastig og að stofnaður yrði
íjárhagslega sjálfstæður listaháskóli. Lokatil-
lagan var samþykkt samhljóða.
Matvaelagarður
QIQÍ94: Til umræðu var Matvælagarður.
Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins (Rf), greindi frá
þörfuni Rf fyrir Matvælagarð. Hugsanlegt væri
að koma garðinum upp á Keilugranda 1, sem
v*ri til sölu og hentaði vel til starfseminnar. í
verkfræðideild var áhugi á málinu, en jafnframt
var ljóst, að fjármögnun og fjárveitingar yrðu
liggja fyrir, áður en Háskóli íslands ákvæði
Pátttöku í stofnun Matvælagarðs.
Nýsköpunarsjóður
=~0fL9A Háskólaráð samþykkti, að Hellen
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Rann-
sóknarsviðs, yrði fulltrúi ráðsins í stjóm
Nýsköpunarsjóðs.
Rannsóknarsetur í Vestmannaeyjum
0i-Uk94; Komið hefur verið á fót Rannsóknar-
setri í Vestmannaeyjum í eigu Háskóla Islands
°8 fíestmannaeyjabæjar. Þar er sameiginleg
aðstaða fyrir Háskóla íslands, Hafrannsókna-
st°fnunina og Rannsóknastofnun ftskiðnaðar-
ins í Vestmannaeyjum. Náttúrufræðistofu
verður einnig boðin aðstaða þar. Markmiðið er
að sinna rannsóknum og þróun á breiðu sviði
sJavarútvegs. Auk þeirrar daglegu starfsemi,
sem stunduð er hjá Hafrannsóknastofnuninni
°8 Rannsóknastofnun ftskiðnaðarins í Vest-
'"annaeyjum, er ætlunin að stuðla að langtíma-
rannsóknum á tilteknum sviðum, aðallega í
sJavarútvegi. Einnig verða skipulögð afmörkuð
yerkefni, sem væntanlega skila skjótum
arangri. Aðstaða verður fyrir tvo vísindamenn
hl skemmri dvalar og vinnuaðstaða fyrir nem-
endur, fundi og minni ráðstefnur. Skipulagðar
verða nemendaheimsóknir reglulega og nem-
endur hvattir til að vinna að verkefnum, sem
tengjast Vestmannaeyjum.
Sammennt
15,10,92: Rögnvaldur Olafsson, dósent, var
kjörinn fulltrúi Háskólans í stjóm verkefnis
Sammenntar um gæði í fiskvinnslu og jafn-
framt heimilað, að á það starf yrði litið sem
hluta af starfsskyldu hans.
Samstarfsnefnd háskólastigsins
13.08.92: Fram var lögð ályktun Samstarfs-
nefndar háskólastigs, dags. 28. apríl sl., unt
stofnun sameiginlegrar Alþjóðaskrifstofu
háskólastigsins, og yrði hún sérliður innan fjár-
laga Háskóla íslands. Samþykkt var, að gengið
yrði til samninga um umrædda skrifstofu.
03.09.92: Með bréfi, dags. 28. júlí sl., óskaði
menntamálaráðuneytið eftir umfjöllun Sam-
starfsnefndar háskólastigsins um drög að
samningi milli Danmerkur, Finnlands,
íslands, Noregs og Svíþjóðar um aðgang að
æðri menntun.
Stofnun Árna Magnússonar
04.08.94: Lagt var fram bréf mrn., dags. I.
f. m. Forseti íslands hafði skipað Stefán
Karlsson, mag. art., forstöðumann Stofnunar
Áma Magnússonar á íslandi frá 1. júlí 1994
að telja. Skv. 4. gr. laga nr. 70/1972 var for-
stöðumaðurinn jafnframt prófessor í heim-
spekideild með takmarkaðri kennsluskyldu.
Þá hafði ráðuneytið veitt Stefáni lausn frá
stöðu sérfræðings við stofnunina frá sama
tíma að telja.
Tækniþróun hf.
19.12.91: Þorkell Sigurlaugsson, stjómarfor-
maður Tækniþróunar hf., kom á fund
háskólaráðs og gerði grein fyrir fyrirtækinu
og breyttu hlutverki þess samfara auknu
hlutafé í fyrirtækinu. Tækniþróun hf. myndi
nú snúa sér að rannsóknarráðgjöf fremur en
að áhættufjárfestingu. Ráðgert væri að ráða
til fyrirtækisins framkvæmdastjóra í fullt
starf, og yrðu laun hans næstu árin greidd
með 9 m. kr. styrk, sem kæmi frá Lands-
banka íslands, Reykjavíkurborg o. fl. Auk
þess var gert var ráð fyrir að auka hlutafé um
5,1 m. kr., og yrði hlutur Háskóla íslands í
aukningunni 1,7 m. kr.