Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 29
Ræður rektors
27
fyrir gagnkvæmri viðurkenningu háskóla-
prófa. Próf frá Háskóla íslands verða að
standast þann samanburð.
I fjárlagafrumvarpi næsta árs er enn gert
ráð fyrir svipuðum útgjöldum og í fjárlögum
þessa árs, en raunfjárveiting er lækkuð um 90
milljónir, sem Háskólanum er ætlað að inn-
heimta af stúdentum nteð svonefndum „inn-
ntunar- og efnisgjöldum.“ Háskólinn inn-
heimtir nú skrásetningargjald af stúdentum,
sem nemur 7.700 kr. á ári. Þar af fær Háskól-
inn sjálfur 2.000 kr. til kostnaðar við stúd-
entaskírteini, kennsluskrá, handbók fyrir
stúdenta og fleira efni. Hinn hlutinn, 5.700
kr., rennur til Félagsstofnunar stúdenta og
%ggingasjóðs Stúdentagarða (57%) og til
starfsemi Stúdentaráðs (43%). Fjárlagafrum-
VarPÍð gerir ráð fyrir, að til viðbótar þessu
§jaldi innheimti Háskólinn nú rúmar 17.000
á ári í „innritunar- og efnisgjöldum" til
Þess að standa undir hluta rekstrarútgjalda
skólans. Alls eru Háskólanum ætlaðar 99
milljónir kr. frá um 5.100 stúdentum eða
fúmar 19.000 kr. frá hverjum þeirra.
Háskólinn hefur varað við því að leggja
lr>n á þessa braut til að ná endum saman í
rekstri skólans, og hann mun ekki nýta sér
Pessa heimild ótilneyddur. í henni felst
grundvallarbreyting á viðhorfum til skóla-
mala og hætta á mismunun eftir efnahag
námsmanna. Enda þótt áætluð gjöld séu að
Þessu sinni lág, miðað við annan tilkostnað
stúdenta við nám, er það reynsla af gjöldum
sem þessum, að menn freistast til að hækka
Þau með tíma og þau geta orðið efnalitlum
nanismönnum veruleg hindrun, ef ekki koma
styrkir á móti. Þau rök með skólagjöldum, að
Pan stuðli að bættri þjónustu Háskólans við
stúdenta, standast ekki, meðan of lítil fjár-
veiting er skorin, sem gjöldunum nemur. Há-
skólinn telur sér einnig ýmsar aðrar leiðir
ærar til að fylgjast með gæðum kennslunnar,
svo sem reglubundið mat á námskeiðum og
ennslu, senl stúdentar og Kennslumálanefnd
annast og heildarmat á starfsemi deilda með
Þatttöku manna úr atvinnulífi og frá erlend-
nrrt skólum og stofnunum til að tryggja al-
Þjoðlega viðmiðun. Auk þessa eftirlits með
gteðum hefur Háskólinn reynt að hvetja
starfsmenn sína til bættrar kennslu og auk-
lnna rannsókna með styrkjum úr sjóðum til
skilgreindra verkefna, aukaþóknun fyrir vel
leyst störf og ritlaunum úr Vinnumatssjóði.
Hitt er svo annað mál, að Háskólanum er
þama svo þröngur stakkur skorinn með fjár-
veitingum, að hann er almennt ekki sam-
keppnisfær á innlendum og erlendum vinnu-
markaði um laun hæfra starfsmanna. Stund-
um heyrist því fleygt, að Háskólinn ætti að
styðja hugmyndir um að leggja skólagjöld á
nemendur og nýta þau til að bæta laun kenn-
ara. Ekki hef ég orðið þess var, að mörgum
kennurum Háskólans þyki slík lausn á sínum
vanda geðfelld.
Auk hugmynda um skólagjöld eiga stúd-
entar einnig í vök að verjast vegna hugmynda
um skert lánskjör hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna. Allir viðurkenna greiðsluvanda
sjóðsins, sem stafar að hluta af fjölgun náms-
ntanna, en einnig af hæpinni fjármögnun
hans, þar sem féð er fengið að láni á mark-
aðsvöxtum en endurlánað verðtryggt og
vaxtalaust. Oft heyrist sú gagnrýni, að sjóð-
urinn veiti svo hagstæð lán, að þau hvetji of
marga til náms og þeir slæpist á kostnað
sjóðsins, meðan heiðvirðir borgarar eigi vart
til hnífs og skeiðar og greiði skatta, sem
standa undir lánunum. Þessir fordómar eiga
sér engin haldbær rök. Nám er vinna, jafngilt
hverri annarri vinnu, sem menn stunda, og
Lánasjóðurinn gengur ríkt eftir því, að eng-
um sé lánað, nema framvinda námsins sé
nteð eðlilegum hætti. Þeir, sem eyða 5-10
árum ævi sinnar í háskólanám, koma til
starfa með umtalsverðar námslánaskuldir, en
eru auk þess orðnir langt á eftir jafnöldrum
sínum í stofnun heimilis og öflun eigin hús-
næðis, sem hefur lengst af verið helsta lífs-
akkeri hér á landi. Þessi mismunur jafnast
ekki með hærri launum. A mörgum sviðum
háskólagreina ná launin ekki meðaltali ann-
arra stétta. I tillögum um breyttar endur-
greiðslureglur, sem nú eru til umfjöllunar hjá
stjómvöldum, er gert ráð fyrir, að í stað
3,75% af launum, verði árleg greiðsla
ákvörðuð án tillits til tekna og geti numið allt
að 10% af launum. Þessar greiðslur eiga að
byrja ári eftir námslok og lenda því á sama
tíma og námsmaðurinn er á lágum byrjunar-
launum eða hefur ótrygg laun og er að koma
upp húsi og heimili. Eðlilegt er, að náms-
mönnum þyki þetta harðir kostir, og spyrja