Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 28

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 28
26 Árbók Háskóla íslands harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir mun þörf okkar fyrir gagnmenntaða menn á sviði viðskipta og hagfræði enn aukast. Aherslur í námi munu einnig breytast. Athyglisvert var t. d. að heyra Brynjólf Sigurðsson, forseta viðskipta- og hagfræðideildar, lýsa nýjum viðhorfum á 50 ára afmælishátíð viðskipta- fræðinámsins, sem haldin var hér 18. október sl. I máli hans kom fram, að aukin milliríkja- viðskipti og tækni í fjarskiptum gera nú meiri kröfu til fæmi í tungumálum viðskiptaþjóða en áður. Þótt enska sé algengasta viðskipta- málið, getur kunnátta í frönsku, þýsku, spænsku, rússnesku eða japönsku verið nauðsynleg, ef nýta á markaðstækifæri. Til þess að ná árangri getur verið æskilegt, að í fyrirtækjum starfi menn, sem kunna heima- tungu markaðslandsins, þekkja sögu þess og þjóðfélagsvenjur. Þessi fæmi er ekki einung- is nauðsynleg til að selja framleiðslu okkar eða við innkaup til landsins, heldur verður hún einnig forsenda þess, að við getum flutt út þekkingu okkar og reynslu og gert út menn til að vinna að verkefnum erlendis. Tungu- málanám verður með öðrum orðum ekki tómstundagaman til að geta lesið erlendar bækur eða bjargað sér á ferðalögum heldur mikilvægur þáttur í viðskiptum og samskipt- um við aðrar þjóðir. Þótt rektor Alexander hafi gert sér skýra grein fyrir þörf landsmanna á gagnmenntuð- um forustumönnum í verslun og viðskiptum, mun hann ekki hafa að órað fyrir, að þörf á þeim yrði jafnmikil og raun ber vitni. Af þessu dæmi má ráða, að erfitt er að meta þörf fyrir háskólamenntað fólk og varasamt getur verið að stýra aðsókn að námi með tilskipun- um eða áætlunum. Þar verður áhugi og eftir- spum að ráða. Við getum hins vegar tekið mið af öðrum þjóðum og nýtt okkur, að margar þeirra eru lengra komnar á þeirri braut þróunar, sem við fylgjum. Af þeim samanburði má ráða, að fjöldi háskólamennt- aðra manna er síst of mikill hér, en hitt er al- varlegra, að atvinnulíf okkar hefur verið svo fábreytt, að það kann ekki að nýta sér há- skólamenntun í sama mæli og þær þjóðir, sem við eigum mest skipti við. Ef okkur tekst ekki að finna leiðir til úrbóta, kann því svo að fara, að menntafólk okkar fái ekki störf við hæfi og verði að leita til annarra landa. Þá yrðum við lokuð inni í þeim vítahring, að við þyrftum þekkingu og fæmi háskólamennt- aðra manna til að auka verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar, en misstum þá úr landi, vegna þess að við kynnum ekki að nýta þá og teld- um okkur ekki hafa efni á að ráða þá í vinnu. Staða okkar er þeim mun alvarlegri, að laun háskólamanna líkt og laun margra annarra hér á landi em aðeins um helmingur þess, sem í boði er erlendis, og háskólamenntað fólk á auðveldara með að bjarga sér í fram- andi löndum m. a. vegna tungumálakunnáttu. Eg hef meiri áhyggjur af þessum vanda en straumi fólks hingað til lands, þegar við tengjumst evrópsku efnahagssvæði. Við sjá- um dæmi unt þennan vanda allt í kring um okkur, í Norður-Noregi, Skotlandi, á Irlandi og Nýfundnalandi. Takmörkun á fjölda há- skólamenntaðra manna hér á landi er skammsýn lausn, sem engan vanda leysir. Eina færa leiðin er að efla hér rannsóknir og hagnýtingu þeirra til nýsköpunar í atvinnulífi og nýta þau nýju atvinnutækifæri, sem aukin efnahagssamvinna milli landa veitir okkur hér og á erlendri grund. Vaxandi aðsókn að háskólanámi sýnir, að þjóðin hefur trú á gildi menntunar. A þessu hausti eru innritaðir 5.230 stúdentar í Há- skóla íslands. Þeim liefur fjölgað frá hausti 1988 til þessa hausts um 935 eða um 312 á ári. Þessi áhugi á námi við Háskólann er vissulega gleðiefni, en því er þó ekki að neita, að j*leði okkar er nokkrum áhyggjum blandin. I fyrsta lagi hefur Háskólinn bætt við sig nemendum, sem nemur fjölmennum framhaldsskóla, án þess að raunfjárveiting til skólans hafi hækkað neitt undanfarin fjögur ár. Hann hefur hagrætt kostnaði við kennslu og rannsóknir eftir fremsta megni til að veita þessum nemendum viðunandi þjónustu, en því hljóta að vera takmörk sett, hve langt verður gengið, áður en gæðum kennslunnar hrakar svo, að ráðlegra verður fyrir nemend- ur að leita sér skólavistar erlendis, þótt nám ytra sé þjóðfélaginu mun dýrara en nám hér. Háskóli íslands verður að gæta alþjóðlegrar viðmiðunar í kröfum til sjálfs sín og nem- enda. Þessi krafa verður enn brýnni, þegar stefnt er að samkeppni við aðrar þjóðir, og fyrirtæki okkar leita verkefna á erlendum vettvangi. I alþjóðasamningum er gert ráð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.