Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 237
Starfsemi háskóladeilda
235
Nýjar stofnanir í læknadeild
í desember 1994 var samþykkt í háskóla-
ráði ný reglugerð um Lífeðlisfræðistofnun
H. í. í júní 1996 samþykkti deildarfundur í
læknadeild tillögu að reglugerð um Lyfja-
fræðistofnun H. í.
Samningur um samstarf læknadeildar og
raunvísindadeildar um kennslu og
rannsóknir í lífefnafræði
Á deildarfundi í desember 1995 kynnti
Kristján Erlendsson, kennslustjóri, samning
milli læknadeildar og raunvísindadeildar um
kennslu og rannsóknir í lífefnafræði og ýmis
fylgiskjöl þar að lútandi. í samningnum er m. a.
ákveðið, að dósentamir Hörður Filippusson og
Baldur Símonarson flytjist til raunvísinda-
deildar og fái starfsaðstöðu á Raunvísinda-
stofnun. Samningurinn var gerður, vegna þess
að dósentamir vom mótfallnir því, að nýr
Prófessor deildarinnar í lífefnafræði fengi
starfsaðstöðu við lífefnafræðistofu læknadeild-
ar í Læknagarði. Samningurinn var samþykktur
samhljóða, en þrír fundarmenn sátu hjá. Þegar
þessi niðurstaða var fengin, óskaði Hörður
Filippusson eftir að taka til máls. Greindi hann
fundarmönnum frá sjónarmiðum sínum varð-
andi aðdraganda þessa máls. Deildarforseti,
Helgi Valdimarsson, óskað Herði og Baldri
ynnilega velfamaðar á nýjum starfsvettvangi.
Vísindaráð
Haustið 1991 voru tilnefnd í líf- og lækn-
isfræðideild Vísindaráðs þau Tómas Helga-
son, Þórdís Kristmundsdóttir og Þorsteinn
Sv. Stefánsson og varamenn þeirra Gunnar
Sigurðsson, Marga Thome og Hörður Filipp-
usson.
Háskólasjúkrahús við íslenskar aðstæður
Deildarfundur læknadeildar ályktaði, 17.
nóvember 1993, um mikilvægi þess, að
•slenska þjóðin starfrækti háskólasjúkrahús,
sem hefði bolmagn til að veita þjónustu og
skapaði umhverfi fyrir kennslu og vísinda-
starfsemi, sem stæðist samanburð við há-
skólasjúkrahús grannlandanna. Hjá fámennri
Þjóð lfkt og fslendingum væri óraunhæft, að
rekin væru fleiri en eitt háskólasjúkrahús. Þar
Þyrfti hvert fræðasvið að hafa aðstöðu fyrir
a- m. k. 4 einstaklinga, sem einbeittu sér að
vísindarannsóknum, prófessorar og aðrir
forstöðumenn mikilvægra fræðasviða hefðu
heimildir fyrir a. m. k. tveimur stöðugildum
vísindalega þjálfaðra einstaklinga, sem ynnu
eingöngu að fræðilegum rannsóknum, pró-
fessorar, sem hefðu nú þegar slíkar heim-
ildir, fengju viðbótarheimildir, ef rannsóknir
þeirra væru af háum alþjóðlegum gæða-
staðli. Gæðamat á þjónustu, kennslu og vís-
indastarfsemi færi fram á 3-5 ára fresti fyrir
hvert fræðasvið. Deildarfundur fól deildar-
stjóm að ná þessum markmiðum fram á
næstu 3 árunt með fulltingi stjóma heilbrigð-
isstofnana og ráðuneyta heilbrigðis- og
menntamála.
í greinargerð segir, að ör þróun læknavís-
indanna geri kröfu um, að kennsla og þjón-
usta í læknisfræði hafi traust tengsl við fræði-
lega starfsemi. Án slikra tengsla sé hætt við,
að miðlun og hagnýting nýrrar þekkingar
verði seinvirk, handahófskennd og óhag-
kvæm. Efling lífvísindarannsókna hérlendis
sé því ein af megin forsendum þess, að
íslendingar fengju áfram notið heilbrigðis-
þjónustu, sem svari kröfum tímans og yrði
jafn góð og gerist á meðal grannþjóðanna. Til
þess að svo megi verða, þarf að skapa þær
aðstæður, að raunhæft sé að gera kröfu um
alþjóðlega marktækan árangur í læknisfræði-
legum rannsóknum hérlendis. Ljóst er, að
slíkum árangri verður ekki nað nema lag-
marksfjöldi hæfra vísindamanna geti einbeitt
sér í rannsóknarhvetjandi umhverfi, þar sem
mikilvægi vísindastarfsemi er metið að verð-
leikum. Umhverfið þarf líka að bjóða upp á
tækifæri til margvíslegra samskipta vísinda-
manna, sem starfa að rannsóknum, sem skar-
ast og geta stutt hver aðra. Skýr ákvæði þurfa
að vera um reglubundið mat á starfseminni
og hvemig goður árangur einstaklinga og
rannsóknahópa er verðlaunaður.
Meginreglan er sú, að vettvangur lífvís-
indarannsókna er innan háskólasjúkrahúsa
eða á rannsóknastofnunum, sem eru reknar í
ntjög nánum tengslum við haskolasjúkrahús.
Auk vísindarannsókna annast háskólasjúkra-
hús sérhæfða heilbrigðisþjónustu, sem vegna
örrar þróunar þarf að hafa virk tengsl við
fræðilega starfsemi.
Reynsla hefur sýnt, að yfirleitt er ekki
raunhæft að gera ráð fyrir marktækum