Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 193
j-lr gerðabókum háskólaráðs
191
deildir þeirra geti gert þeim stúdentum, sem
ekki fá atvinnu næsta sumar, kleift að nota
sumarleyfið til náms. Stúdentum verði
kynntir þeir möguleikar, sem finnast við
athugun þessa og þeir hvattir til að nýta sér
Þá, fái þeir ekki vinnu, enda verði það til þess
að stytta námstíma þeirra eða létta þeim róð-
unnn á síðari stigum náms.“ Tillagan var
samþykkt samhljóða.
öáJlík94: Formaður stúdentaráðs mælti fyrir
hugmynd stúdenta um sumamámskeið, sem
rekin yrðu til reynslu næstkomandi sumar.
Samþykkt var, að Háskóli íslands stefndi að
Þvh að haldin yrðu sumarnámskeið í sam-
ræmi við fram lagða tillögu stúdenta.
Kennslumálanefnd var falið að vinna frekar
að málinu.
IV. Fjármál og byggingamál
%ggingamál
Lli>2.92 og 27.02.92: Brynjólfur Sigurðs-
SOr>, formaður Starfsnefndar háskólaráðs um
nýbyggingar á háskólalóð, mælti fyrir fram-
kvænidaáætlun ársins 1992. Áætlunin hljóð-
aði upp á 241 m. kr., sem greiðast mundu af
h'amlagi Happdrættis Háskóla íslands.
Aætlað var, að 40 m. kr. fæm í tækjakaup, 82
m- kr. í viðhald húsa og lóða og endumýjun
húsgagna, og 119 m. kr. í nýframkvæmdir og
endurgreiðslu á lánum vegna nýfram-
kvæmda. Þar af næmu endurgreiðslur lána 34
m- kr. Fram kom tillaga um að auka framlag
1 Læknagarð. Afgreiðslu framkvæmdaáætl-
unar var frestað.
Samþykkt var, að Maggi Jónsson yrði
arkitekt viðbyggingar Háskólans við Haga.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram: „Háskóla-
mð felur rektor að ganga til samninga við
Raunvísindastofnun Háskólans um viðgerðir,
rekstur, afnot og eignaraðild að fbúð Raun-
vísindastofnunar að Víðimel. Háskólaráð
Setur fallist á, að allt að 3 m. kr. af fram-
kvæmdafé verði varið til viðgerðar á íbúð-
inni, gegn því að upphæðin myndi eignar-
hlutfall Háskóla íslands í henni.“ Tillagan
var samþykkt.
LÁQ3312; Til afgreiðslu var tekin fram-
kvæmdaáætlun ársins 1992, sem rædd var á
siðustu fundum. Brynjólfur Sigurðsson,
nefndarformaður, mælti fyrir áætluninni,
greindi frá nefndarstörfum og svaraði fyrir-
spurnum. Öm Bjartmars, forseti tannlækna-
deildar, og Gunnar Guðmundsson, forseti
læknadeildar, lögðu fram tillögu, um að þær
15 m. kr., sem áætlað var, að færu í hönnun,
bættust við þær 20 m. kr., sem áætlað var, að
færu til framkvæmda í Læknagarði. Breyt-
ingartillagan var felld í atkvæðagreiðslu.
Fram lögð framkvæmdaáætlun var síðan
samþykkt samhljóða.
22.12.92: Brynjólfur Sigurðsson gerði grein
fyrir samningum við Póst og síma um kaup
hans á hluta af húseign Háskólans, Haga við
Hofsvallagötu. Lögð voru fram drög að
kaupsamningi við Póst- og símamálastofnun
um 427 m2 í suðurenda 1. hæðar. Rektor leit-
aði heimildar ráðsins til að ganga frá kaup-
samningi á grundvelli framlagðra draga.
Heimildin var veitt einróma.
01.04,93 og 15.04,93: Brynjólfur Sigurðsson
kynnti drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið
1993, og rektor kynnti tillögu um framlag
Háskólans í Byggingarsjóð stúdenta, dags. 1.
þ. m. Valdimar K. Jónsson, formaður Bygg-
ingamefndar Stúdentagarða, og Bemhard
Petersen, fjármálastjóri Félagsstofnunar stúd-
enta, gerðu grein fyrir byggingarfram-
kvæmdum við Stúdentagarða og fjármögnun
þeirra. í umræðum í framhaldi af því lagði
Helgi Valdimarsson, forseti læknadeildar,
fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður harm-
ar, að framlag til að ljúka innréttingum og
frágangi við Læknagarð skuli ekki vera nema
16 m. kr. á þessu ári. Aðstaða læknanema til
náms er afar slæm og Háskólanum til vansa.
Ég tel því, að lúkning á framkvæmdum í
Læknagarði eigi að fá forgang í bygginga-
áætlun háskólaráðs næstu 2 árin.“ Þórður
Eydal, forseti tannlæknadeildar, lýsti sérstak-
lega yfir stuðningi við þessa bókun. Lagt var
fram bréf frá forseta heimspekideildar,
Kristjáni Ámasyni, og Jónasi Kristjánssyni,
forstöðumanni Stofnunar Áma Magnús-
sonar, um ástand Ámagarðs. Framkvæmdaá-
ætlun 1993 var samþykkt, en ákvörðun var
frestað um framlag til Stúdentagarða og þess
óskað, að ráðinu bærist greinargerð um fjár-
reiður og tekju- og greiðsluáætlun Félags-
stofnunar stúdenta.