Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 26
24
Árbók Háskóla íslands
Verulegt starf er nú þegar unnið við að
meta gæði kennslu og endurskoðun náms-
framboðs deilda. Auka þarf frjálsræði í
námsvali og samvinnu deilda um kennslu.
Reglubundið kennslumat á að þróa og nýta til
að bæta námskeið og hvetja kennara til betri
vinnubragða. Jafnframt er stefnt að úttekt á
starfi deilda með aðstoð innlendra og er-
lendra ráðgjafa.
Háskólinn þarf að beina stúdentum að
auknu sjálfsnámi og safnnotkun. Þar skiptir
miklu lúkning Þjóðarbókhlöðu og sú aðstaða
til sjálfsnáms, sem þar fæst. Þjóðbókasafn
mun valda straumhvörfum í rannsóknum og
kennslu, og það hlýtur að vera eitt fremsta
baráttumál kennara og stúdenta, að markvisst
verði unnið að því að koma safninu á fót.
Háskólinn þarf að styrkja námsráðgjöf
og leita leiða til að minnka fráhvarf frá námi.
Auðvelda þarf stúdentum, sem skipta um
námsbraut, að fá fyrra nám sitt metið sem
hluta af nýju námi. Koma þarf á fót nem-
endaráðgjöf í deildum, þar sem eldri nem-
endur gefa hinum yngri ráð. Með hliðsjón af
því, að nú fjölgar stúdentum, sem lokið hafa
framhaldsskóla í öldungadeildum og þurfa
að framfleyta fjölskyldu með námi, kemur til
álita að leyfa innritun til náms með hálfum
námshraða.
Aukin miðlun þekkingar til almennings
Jafnhliða því markmiði að veita góða
grunnmenntun og framhaldsmenntun þarf
Háskólinn að ntiðla nýrri þekkingu til þjóðar-
innar. Hann hefur skyldum að gegna í al-
menningsfræðslu. Auka þarf hlut Háskólans í
umræðu um íslenska menningu og framtíð
hennar í alþjóðahringiðu. Þjóðarbókhlaðan
gæti orðið eins konar menningarhús, þar sem
stöðug almenningsfræðsla fer fram. Starfslið
Háskólans býr yfir mikilli þekkingu á auð-
lindum lands og sjávar, lífríki og umhverfi,
samfélagi okkar, sögu og menningu. Þessari
þekkingu þarf að koma betur á framfæri við
almenning með almennum fyrirlestrum,
skrifum og skipulegri endurmenntun. Há-
skólinn er að kanna möguleika á því að hasla
sér völl í fjölmiðlum með menningar- og
fræðslusjónvarpi. Fyrirmyndir að slíkri starf-
semi er vt'ða að finna við svonefnda opna há-
skóla. Auk menningarhlulverks og mótvægis
við alþjóðlegt markaðssjónvarp gæti þessi
starfsemi orðið mikilvægur stuðningur við
alla fræðslustarfsemi í landinu, fjarkennslu
og endurmenntun.
Háskólinn á einnig í viðræðum við ríki
og Reykjavíkurborg um samvinnu um bygg-
ingu og rekstur Náttúrusafns, sem yrði mið-
stöð sýninga og fræðslu um náttúru landsins
og atvinnuhætti, en gæti einnig gagnast Há-
skólanum og öðrum rannsóknarstofnunum til
kynningar á hvers kyns rannsóknarefnum
með ítarlegri hætti en nú gerist í „Opnu
húsi.“
Aukin tengsl við meginstrauma þjóðlífsins
Háskóli Islands er með 5.000 nemend-
um, 500 föstum starfsmönnum og 1.000
stundakennurum einn stærsti vinnustaður
landsins. Málefni hans varða nánast hverja
fjölskyldu landsmanna. Yftrmenn Reykja-
víkurborgar gera sér vel ljóst, hve snar þáttur
starfsemi Háskólans er í lífi borgarinnar. Þeir
hafa sýnt víðsýni og stórhug í öllu samstarfi,
sem ber að þakka. Háskólinn þarf að auka
samvinnu og bæta samstarf sitt við aðra skóla
landsins á háskólastigi og framhaldsskóla.
Hann vill einnig treysta samráð við ráðuneyti
og kynna Alþingi starfsemi sína og markmið.
Háskólinn Ieitar stöðugt nýrra leiða til að
auka samstarf sitt við atvinnulíf, fyrirtæki
þess og stofnanir. Merkt framtak í þá átt var
ráðgjafarnefnd tólf þjóðkunnra manna, sem
kynnti sér málefni Háskólans og sagði á þeim
kost og löst.
Góðir áheyrendur, ég hef nú gerst nokk-
uð langorður um þær væntingar, sem ég ber í
brjósti um vöxt og viðgang Háskólans á
komandi árum. Arferði er misjafnt og við
getum ekki vænst þess, að vöxturinn haldist
stöðugur. Líklegra er, að hann komi í stökk-
um líkt og allur jarðargróður á þessu sumri.
Hitt er víst, að allur árangur er undir sam-
vinnu þess ágæta starfsliðs kominn, sem Há-
skólinn hefur á að skipa. Látum okkur vona,
að sá einhugur og bjartsýni, sem eldmóður
Sigmundar, rektors, hefur kveikt með okkur,
brenni enn um stund. Þá mun annað eftir
ganga með Guðs vilja.