Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 26

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 26
24 Árbók Háskóla íslands Verulegt starf er nú þegar unnið við að meta gæði kennslu og endurskoðun náms- framboðs deilda. Auka þarf frjálsræði í námsvali og samvinnu deilda um kennslu. Reglubundið kennslumat á að þróa og nýta til að bæta námskeið og hvetja kennara til betri vinnubragða. Jafnframt er stefnt að úttekt á starfi deilda með aðstoð innlendra og er- lendra ráðgjafa. Háskólinn þarf að beina stúdentum að auknu sjálfsnámi og safnnotkun. Þar skiptir miklu lúkning Þjóðarbókhlöðu og sú aðstaða til sjálfsnáms, sem þar fæst. Þjóðbókasafn mun valda straumhvörfum í rannsóknum og kennslu, og það hlýtur að vera eitt fremsta baráttumál kennara og stúdenta, að markvisst verði unnið að því að koma safninu á fót. Háskólinn þarf að styrkja námsráðgjöf og leita leiða til að minnka fráhvarf frá námi. Auðvelda þarf stúdentum, sem skipta um námsbraut, að fá fyrra nám sitt metið sem hluta af nýju námi. Koma þarf á fót nem- endaráðgjöf í deildum, þar sem eldri nem- endur gefa hinum yngri ráð. Með hliðsjón af því, að nú fjölgar stúdentum, sem lokið hafa framhaldsskóla í öldungadeildum og þurfa að framfleyta fjölskyldu með námi, kemur til álita að leyfa innritun til náms með hálfum námshraða. Aukin miðlun þekkingar til almennings Jafnhliða því markmiði að veita góða grunnmenntun og framhaldsmenntun þarf Háskólinn að ntiðla nýrri þekkingu til þjóðar- innar. Hann hefur skyldum að gegna í al- menningsfræðslu. Auka þarf hlut Háskólans í umræðu um íslenska menningu og framtíð hennar í alþjóðahringiðu. Þjóðarbókhlaðan gæti orðið eins konar menningarhús, þar sem stöðug almenningsfræðsla fer fram. Starfslið Háskólans býr yfir mikilli þekkingu á auð- lindum lands og sjávar, lífríki og umhverfi, samfélagi okkar, sögu og menningu. Þessari þekkingu þarf að koma betur á framfæri við almenning með almennum fyrirlestrum, skrifum og skipulegri endurmenntun. Há- skólinn er að kanna möguleika á því að hasla sér völl í fjölmiðlum með menningar- og fræðslusjónvarpi. Fyrirmyndir að slíkri starf- semi er vt'ða að finna við svonefnda opna há- skóla. Auk menningarhlulverks og mótvægis við alþjóðlegt markaðssjónvarp gæti þessi starfsemi orðið mikilvægur stuðningur við alla fræðslustarfsemi í landinu, fjarkennslu og endurmenntun. Háskólinn á einnig í viðræðum við ríki og Reykjavíkurborg um samvinnu um bygg- ingu og rekstur Náttúrusafns, sem yrði mið- stöð sýninga og fræðslu um náttúru landsins og atvinnuhætti, en gæti einnig gagnast Há- skólanum og öðrum rannsóknarstofnunum til kynningar á hvers kyns rannsóknarefnum með ítarlegri hætti en nú gerist í „Opnu húsi.“ Aukin tengsl við meginstrauma þjóðlífsins Háskóli Islands er með 5.000 nemend- um, 500 föstum starfsmönnum og 1.000 stundakennurum einn stærsti vinnustaður landsins. Málefni hans varða nánast hverja fjölskyldu landsmanna. Yftrmenn Reykja- víkurborgar gera sér vel ljóst, hve snar þáttur starfsemi Háskólans er í lífi borgarinnar. Þeir hafa sýnt víðsýni og stórhug í öllu samstarfi, sem ber að þakka. Háskólinn þarf að auka samvinnu og bæta samstarf sitt við aðra skóla landsins á háskólastigi og framhaldsskóla. Hann vill einnig treysta samráð við ráðuneyti og kynna Alþingi starfsemi sína og markmið. Háskólinn Ieitar stöðugt nýrra leiða til að auka samstarf sitt við atvinnulíf, fyrirtæki þess og stofnanir. Merkt framtak í þá átt var ráðgjafarnefnd tólf þjóðkunnra manna, sem kynnti sér málefni Háskólans og sagði á þeim kost og löst. Góðir áheyrendur, ég hef nú gerst nokk- uð langorður um þær væntingar, sem ég ber í brjósti um vöxt og viðgang Háskólans á komandi árum. Arferði er misjafnt og við getum ekki vænst þess, að vöxturinn haldist stöðugur. Líklegra er, að hann komi í stökk- um líkt og allur jarðargróður á þessu sumri. Hitt er víst, að allur árangur er undir sam- vinnu þess ágæta starfsliðs kominn, sem Há- skólinn hefur á að skipa. Látum okkur vona, að sá einhugur og bjartsýni, sem eldmóður Sigmundar, rektors, hefur kveikt með okkur, brenni enn um stund. Þá mun annað eftir ganga með Guðs vilja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.