Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 271
Starfsemi háskóladeilda
269
launalausu leyfi Ólafs Ragnars Grímssonar
frá 1. ágúst 1992 til 1. ágúst 1993. Sigrún Júl-
íusdóttir var skipuð lektor í félagsráðgjöf;
Sigrún hlaut framgang í dósentsstöðu 1. jan-
úar 1994. Gerður G. Óskarsdóttir hlaut
skipun í stöðu kennslustjóra í uppeldis- og
kennslufræðum.
Deildarfundur samþykkti, 17. janúar
1991, setningu Péturs Péturssonar í prófess-
orsstöðu í félagsfræði frá 1. janúar 1992 til
ársloka 1992 í leyfi Þórólfs Þórlindssonar og
setningu Amórs Guðmundssonar í hlutastöðu
lektors. Jón Hnefill Aðalsteinsson, dósent,
var skipaður í stöðu prófessors í þjóðfræði
frá 1. september 1992, og Gísli Pálsson, dós-
ent, var skipaður prófessor í mannfræði frá 1.
september 1992. Þorbjöm Broddason var í
rannsóknarleyft á vormisseri 1993, og Stefán
Ólafsson var i rannsóknarleyfi á vor- og
haustmisseri 1993. Hannes H. Gissurarson
var í leyfi vormisserið 1993 og Sigrún Klara
Hannesdóttir í rannsóknarleyfi haustmisserið
1993. Jón Torfi Jónasson, dósent, var skip-
aður prófessor frá 1. mars 1993 og Svanur
Kristjánsson, dósent, var skipaður prófessor
frá 1. maí 1993.
Guðmundur B. Amkelsson mæltist til
þess í bréfi til deildarforseta, 1. september
1993, að hugað yrði að því, hvort bæta mætti
starfsaðstöðu hans, en Guðmundur hafði þá
Verið fastráðinn stundakennari við deildina
undanfarin ár, kennt mikið auk þess að vera
virkur í rannsóknarstarfsemi. Lagt var til, að
stofnuð yrði sérstök tímabundin lektorsstaða
um þá kennslu, sem Guðmundur hafði sinnt,
greininni væri verulegur fengur í því að festa
hann í sessi við deildina.
Jón Hneftll Aðalsteinsson var í rannsókn-
arleyft á vormisseri 1994 og annaðist
Ogmundur Helgason þá kennslu hans.
Guðný Guðbjörnsdóttir var í rannsóknarleyfi
á vormisseri 1994 og Þórólfur Þórlindsson í
rannsóknarleyfi á vormisseri og haustmisseri
1994. Þorlákur Karlsson var í launalausu
leyfi frá kennslu vormisserið 1994 vegna
starfa við ÍM-Gallup á íslandi. Erlendur Har-
aldsson var í launalausu leyft árið 1994, og
kenndi Jakob S. Smári í hans stað. Sigrún
Stefánsdóttir var ráðin í sérstaka tímabundna
lektorsstöðu í hagnýtri fjölmiðlun frá 1. sept-
ember 1991 til 31. júlí 1994; hún varí launa-
lausu leyfi frá hálfu starfi lektors tímabilið
október 1993 til hausts 1994. Samþykkt var á
deildarráðsfundi, 29. ágúst 1994, að veita
Þórólfi Þórlindssyni helmings afslátt af
kennsluskyldu vegna starfa hans við Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og menntamála, en
þar tók hann þá við forstöðumennsku. Daníel
Benediktsson sagði lektorsstöðu sinni lausri
vorið 1994, og tók Ásgerður Kjartansdóttir
við kennslu hans, en hún hafði gegnt starfi
Daníels undanfarið ár í leyfi hans. Ólafur
Ragnar Grímsson sagði prófessorsstarfi sínu
lausu frá 1. ágúst 1993, og Andri ísaksson
sagði prófessorsstarfi sínu lausu 1994. Sam-
þykkt var, að rannsóknarleyfi Sigurðar J.
Grétarssonar og Sigrúnar Júlíusdóttur færð-
ust yfir á haustmisseri 1994. Samþykkt var
að stofna til persónubundins prófessorsemb-
ættis í mannfræði, og yrði prófessorinn jafn-
framt forstöðumaður Mannfræðistofnunar.
Kennsla
Sigurjón Bjömsson, deildarforseti, og
Gerður G. Óskarsdóttir, kennslustjóri í upp-
eldis- og kennslufræði, lögðu fram tillögu á
deildarfundi, 10. janúar 1992, um reglugerð-
arbreytingu, sem miðaði að því að takmarka
inngöngu í nám í uppeldis- og kennslufræði
við 15 nemendur. Osk kom einnig fram um
takmörkun fjölda nemenda í námsráðgjöf við
12 og við 15 í hagnýtri fjölmiðlun. Háskóla-
ráð féllst á tillögumar.
Niðurskurður fjárveitinga bitnaði á verk-
legri kennslu sálfræðinema í lífeðlisfræði, og
var svo komið haustið 1992, að lífeðlisfræði-
kennarar treystu sér ekki lengur til að kenna
námskeiðin með svo fáum tímum til verk-
legrar kennslu. Svo virtist sem á milli fjögur
og fimm hundruð tíma vantaði, þótt sættast
mætti á færri tíma sem neyðarráðstöfun, sbr.
bréf formanns námsnefndar í sálfræði frá 18.
janúar 1993. Þama ríkti ófremdarástand, en
tæplega 300 nemar stunduðu þá nám í sál-
fræði. Þessi nemendafjöldi olli einnig miklu
álagi á þá fáu kennara, sem kenndu sálfræði,
en þeir voru fjórir fastráðnir kennarar og einn
lausráðinn. Formaður námsnefndar lýsti því
svo, að þeirra eina úrræði virtist vera „... að
tala hærra, vinna hraðar og veita nemendum
minni athygli." — og fór hann fram á við
deildarráð, 19. ágúst 1993, að leyft yrði að