Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 203
ij£ gerðabókum háskólaráðs
201
4- Taka aðeins inn nýja nemendur í fram-
halds- og viðbótamám að vandlega yfír-
lögðu ráði og því aðeins að fjárveiting sé
tryggð.
5- Atnema allar utanlandsferðir greiddar af
almennum fjárveitingum. Erlent samstarf
verður að takmarkast við Sáttmálasjóðs-
styrki og verkefni, sem eru sérstaklega
styrkt.
Aðgerðimar miðuðu að verulegum sam-
drætti í kennslu næsta haust. Miklar umræður
urðu, og kom fram í máli margra deildarfor-
seta> að vandinn væri óyfirstíganlegur og að
ekki yrði hægt að halda uppi eðlilegri
hennslu næsta haust. Fram var borin eftirfar-
andi tillaga: „Háskólaráð tekur undir tilmæli
rektors um aðgerðir f fjármálum, dags. 11.6.
' Tillagan var samþykkt með 8 atkvæð-
urn. Varamaður forseta viðskipta- og hag-
ræðideildar, Ragnar Ámason, prófessor, sat
hjá við atkvæðagreiðsluna og lagði fram svo-
hljóðandi bókun: „Ljóst er, að Viðskipta- og
hagfræðideild getur ekki haldið uppi lág-
ntarksstarfi með þeirri fjárveitingu, sem
ueildinni hefur verið ákveðin. Hún getur því
®hki farið að tilmælum rektors."
ÁT06^92: Lagt var fram bréf rektors til
nienntamáIaráðherra með beiðni um auka-
Járveitingu. Bréfið hljóðar svo:
"Vísað er til bréfa rektors til menntamálaráð-
erra og fjármálaráðherra dags. 15. maí sl. og
greinargerðar með þeim bréfum, um þær
uögerðir sem Háskólinn þyrfti að grípa til,
sv° uÖ kostnaður haldist innan þess ramma,
Sern fjárlög þessa árs setja.
Háskólinn hefur nú þegar gert þær ráð-
slafanir, sem stefna að 56 mkr. spamaði í
rekstri, í samræmi við almennan niðurskurð
. ,sútgjalda. Óleystur vandi er hins vegar
uætlaður um 73 mkr. Eins og fram kemur í
° angrcindu bréfi og greinargerð mundi sá
h'ðurskurður leiða til þess að fella yrði niður
Um 120 námskeið til viðbótar og segja upp
■Hfnmörgum stundakennurum. Hann mundi
ama stjómsýslu Háskólans og gera henni
1,1 a. örðugt að sinna þeirri þjónustu sem hún
Ve»ir námsmönnum Háskólans og annarra
K°la á sviði alþjóðasamskipta og námsráð-
Sjafar.
Svo sem fram hefur komið í viðræðum
við menntamálaráðherra 18. maí og 10. júní
sl. ntundu þessar aðgerðir verða til svo mik-
ils skaða fyrir nám stúdenta og annað starf
Háskólans, að Háskólinn telur sér skylt að
mælast til þess við hæstvirtan menntamála-
ráðherra að hann beiti sér fyrir aukafjárveit-
ingu á fjárlögum, svo að ekki þurfi til þeirra
að koma.
Meðan beðið er svars við þessari mála-
leitan eru deildir beðnar að gera ekki ráðn-
ingarsamninga við stundakennara, nema að
því marki sem fjárveiting er tryggð.
Ákvörðun um niðurfellingu námskeiða
verður að taka sem fyrst og eigi síðar en í
byrjun næsta mánaðar. Þar sem slfkar
ákvarðanir geta orðið til þess að tefja nem-
endur í námi, telur Háskólinn nauðsynlegt,
að þær verði teknar í nánu samráði við ráðu-
neytið."
13.08.92: Rektor greindi frá fundi sínum með
menntamálaráðherra og fjármálaráðherra.
Þar lýsti fjármálaráðherra því yfir, að ekki
væru horfur á, að neinar aukafjárveitingar
gætu komið til Háskólans á þessu ári, og því
yrði Háskólinn að grípa til aðgerða, sem
dygðu til að halda útgjöldum þessa árs innan
ramma fjárlaga. í júnílok var greiðslustaða
Háskólans 100 m. kr. umfram greiðsluáætlun
fjármálaráðuneytisins. Til að styrkja Sam-
ráðsnefnd Háskólans og ráðuneytanna um
fjármál vildu ráðherramir bæta í nefndina
tímabundið Steingrími Ara Arasyni, aðstoð-
armanni fjármálaráðherra, og Sigríði Önnu
Þórðardóttur, formanni menntamálanefndar
Alþingis. Verkefni hinnar stærri samráðs-
nefndar skyldi vera að ræða þær aðgerðir,
sem Háskólinn hygðist grípa til og fylgjast
með árangri þeirra. Rektor kaus þá að bæta
prófessor Guðmundi Magnússyni, fyrrver-
andi rektor, í nefndina. Hin nýja nefnd hélt
tvo fundi undir forsæti Steingríms Ara. Málið
var sett þannig upp, að Háskólinn fengi engar
aukafjárveitingar og yrði að halda sig innan
fjárveitinga. Ef Háskólinn treysti sér ekki til
þess hjálparlaust að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til niðurskurðar, gæti fjármálaráðu-
neytið útvegað tvo rekstrarfræðinga til að
vinna verkið með Háskólanum. Þessir ráð-
gjafar sátu fundina. Niðurstaða fundanna var
sú, að Háskólinn mundi sjálfur gera þær ráð-