Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 214
212
Árbók Háskóla íslands
viðkomandi námskeiðum og annan rétt kenn-
ara t. a. m. til rannsóknarleyfa. 2) Gagnvart
hinu hefðbundna uppgjöri vinnustunda við
kennslu verður þetta framkvæmt þannig, að
kennsluvinna í einstökum námskeiðum
verður reiknuð eins og námskeiðið var kennt
áður en til hagræðingarinnar kom.“ Forseti
heimspekideildar óskaði þess, að eftirfarandi
yrði bókað: „Arið 1986 lagði Kennslumála-
nefnd fram rækilega unnar tillögur, þar sem
viðurkennt var, að vinnumat vegna nám-
skeiða í heimspekideild þyrfti að hækka um
19%. Heimspekideild hefur að sjálfsögðu
ekkert að athuga við, að kennslu verði hag-
rætt í öðrum deildum, en leggur áherslu á, að
aðgerðir til kjarabóta verði að ná svo jafnt til
kennara skólans sem kostur er. Rétt er að
benda á í þessu sambandi, að yfirvinna við
kennslu hefur nú verið skert mjög mikið í
heimspekideild í spamaðarskyni og á deildin
þó í miklum erfiðleikum með að ná þeim
spamaði, sem fjárveitingar krefjast. Forseti
heimspekideildar telur fráleitt að leggja
núverandi magn kennslu til grundvallar því
kerfi, sem hér er lagt til. Virðist álit Kennslu-
málanefndar frá 1986 vera eðlilegur grund-
völlur slíks kerfis, a. m. k. þangað til nýtt mat
hefur farið fram.“
20,01.94. 03.02.94 og 17.02.94: Lagt fram
bréf, dags. 14. janúar sl., frá Gísla Má Gísla-
syni, formanni nefndar um breytta kennslu-
hætti ásamt yfirliti yfir meginhugmyndir,
sem nefndin vildi bera undir háskólaráð.
Kynnt var tillaga A um nýtt miðstýrt mats-
kerfi fyrir kennslu, tillaga B um nýja
kennsluhætti og tillaga C um smærri breyt-
ingar á gildandi vinnumatskerfi fyrir
kennslu. Nefndin lagðist gegn miðstýrðu
matskerfi fyrir kennslu, en mælti með tillögu
B um nýja kennsluhætti. Hún felur í sér, að
deildir, skorir og námsbrautir skipti ábyrgð á
fræðasviðum milli kennara. Þeir bera ábyrgð
á kennslu á sínu fræðasviði og útvega aðra
kennara í samráði við kennslueiningu. Við
skiptingu kennslufjár milli fræðasviða skal
tekið mið af fjölda námskeiða, nemenda og
prófa. Kennsluskylda verði óbreytt eins og
Félag háskólakennara hefur samið um við
fjármálaráðherra og með þeim breytingum,
sem háskólaráð hefur ákveðið. Fyrir þessa
kennslu fær kennari greidd dagvinnulaun og
fasta yfirvinnu. Ákvörðun um fyrirkomulag
kennslu í einstökum námsgreinum verði
tekin sem næst kennsluvettvanginum
sjálfum. Innra eftirlit með kennsluháttum
verði styrkt með reglubundnu og skipulögðu
mati á kennslu. Nefndinni var falið að vinna
að tillögu B frekar.
28.04.94: Lagt var fram bréf, dags. 14. þ. m„
undirritað af Gísla Má Gíslasyni, formanni
nefndar um breytta kennsluhætti. Leið B um
nýja kennsluhætti yrði stórt skref í átt að
kennsluskipulagi, sem tíðkast í háskólum
nágrannalandanna. Sú breyting mun hins
vegar krefjast verulegrar hækkunar á fjárveit-
ingu til kennslumála. Að mati nefndarinnar
gæti kostnaður við þessa breytingu numið
140 - 260 m. kr., en á móti kæmi verulegur
spamaður vegna hagræðingar í kennslu og
markvissari kennsluhátta. Vinna við skipulag
breyttra kennsluhátta verður að fara fram
innan kennslueininga Háskólans, samhliða
því sem háskólaráð beitir sér fyrir fé til breyt-
inganna. Fáist féð ekki, verður vinna að nýju
skipulagi til lítils.
04.08.94: Fram var lagt bréf Þórðar Kristins-
sonar, framkvæmdastjóra kennslusviðs,
dags. 5. f. m., varðandi samþykkt háskóla-
ráðs frá 15. 4. 1993 um hagræðingu kennslu-
hátta. Fyrri samþykkt ráðsins var framlengo
ótímabundið.
Nýting vinnuherbergja
18.08.94. 01.09.94 oe 29.09.94: Rektor
kynnti drög að reglum um nýtingu vinnuhet
bergja starfsmanna. Málinu var vel tekið, og
komu fram ýmsar ábendingar, m. a. um
vinnuaðstöðu fyrir kennara, sem væru hasttir
störfum vegna aldurs. Fram komu áben
ingar um orðalag. Reglumar voru sam
þykktar með nokkrum breytingum á orða
lagi.
Persónubundin prófessorsembætti
26.11.92. 10.12.92 og 22.12.92: Samþykk'
var tillaga læknadeildar, um að Jón P°r
steinsson, dósent, yrði fluttur í personu^
bundið prófessorsembætti. Fram kom,
dómnefnd telur hann hæfan til að gegna hm^
hærra embætti og ennfremur að Ríkisspm
amir muni greiða þann kostnaðarauka, se ^
Háskólinn verður fyrir. Álit lögskýringJ