Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 234
232
Árbók Háskóla íslands
Haustið 1991 var gengið frá samningi
Háskólans og Heilsugæslustöðvarinnar Sól-
vangs í Hafnarfirði um kennslu í heimilis-
læknisfræði. Deildarforseti upplýsti á deild-
arráðsfundi 21. júlí 1993, að Háskóli Islands
myndi líklegast fá úthlutað 8 m. kr. til rann-
sóknartengds framhaldsnáms (M. S.- og dokt-
orsnáms) á því ári og loforð um 20 m. kr. á
næsta ári.
Sigurður Guðmundsson kynnti tillögur
nefndar, sem hann veitti forstöðu, um skipun
námsefnis í læknadeild í námseiningar í sam-
ræmi við einingakerfi í öðrum deildum Há-
skólans. Málið var afgreitt til kennslunefnd-
ar, enda nefnd Sigurðar á hennar vegum.
Nýjungar í kennslu
1 maí 1992 kynntu 4. árs nemendur
niðurstöður rannsóknarverkefna, sem þeir
höfðu unnið að í 10 vikur. Þessi nýjung þótti
lofa góðu og vera hvetjandi fyrir nemendur
og kennara. Bréf barst haustið 1993 frá
Gunnlaugi Snædal og Gunnari Guðmunds-
syni varðandi hugmyndir um að taka upp
kennslu í sögu læknisfræðinnar í samvinnu
læknadeildar og Nesstofu. Annars árs lækna-
nemar hafa farið þess á leit, að kannaðir verði
möguleikar á, að hafin yrði að nýju kennsla í
heimspeki.
Deildarráð ályktaði, 13. apríl 1994, að
nauðsynlegt væri, að læknanemar, kandídatar
og aðstoðarlæknar fengju sem besta kennslu
í slysa- og bráðalækningum. Þess vegna ósk-
aði deildarráð eftir formlegum viðræðum við
framkvæmdastjóra Borgarspítalans um fram-
tíðarskipun og aðstöðu fyrir kennslu og
fræðastarfsemi á þessu mikilvæga sviði.
Samþykkt var að skipa nefnd, sem hefði
frumkvæði að þessum viðræðum og að í
nefndinni sætu Kristján Erlendsson, kennslu-
stjóri, Jónas Magnússon og Einar Stefánsson,
og yrði Einar jafnframt formaður nefndar-
innar.
Nemendur
Skortur á lestraraðstöðu læknanema var
mikill og hafði verið svo lengi. Á deildar-
ráðsfundi, 1. apríl 1992, var málið rætt og
fram kom, að lítið hafði gerst til bóta, frá því
að skýrsla kennslustjóra læknadeildar var
tekin saman í mars 1990. Og nú bættist við,
að læknanemar voru að missa lespláss sitt i
gömlu húsi við Suðurgötu, sem þeir höfðu
haft. Haustið 1992 bættist nokkuð úr, en þá
fengu læknanemar lestrarpláss, sem einkum
var í kjallara Læknagarðs. I Læknagarði eru
alls 110 lespláss á ýmsum hæðum, ætluð
bæði læknanemum og tannlæknanemum.
Læknanemar, sem byrjaðir voru í klínísku
námi, töldu hins vegar, að þeir ættu að f»
lespláss inni á spítölunum, og var deildarfor-
seta falið að spyrjast fyrir um það mál hja
stjómum Ríkisspítala og Borgarspítala.
Á sameiginlegum fundi, sem fulltruar
læknadeildar og tannlæknadeildar áttu með
háskólarektor síðla árs 1992, var skiptmg
lesplássa í Læknagarði til umfjöllunar, og var
deilt um, í hvaða hlutföllum skyldi skipt-
Nemendur á 1. og 2. ári í læknadeild, sem
þurftu á lesplássi í Læknagarði að halda, voru
álíka margir og allir nemendur tannlækna-
deildar, og því kom upp sú hugmynd, að
skipta lesplássunum til helminga milli deild-
anna. Aðrir vildu aftur á móti miða skiptingar-
hlutfallið við heildarfjölda nemenda í hvorrt
deild fyrir sig, þ. e. heildarstærðarmun deild-
anna, og varð ekki samkomulag um þetta-
Kvartað var yfir seinagangi við framkvæmu
byggingarinnar, en ekkert bólaði á frant-
kvæmdum í Læknagarði um þessar mundm
Fyrir tilstuðlan Jónasar Magnússonar voru
læknanemum útveguð 15 lespláss á Landspd-
ala a. m. k. til hausts 1993.
Tilraun hefur verið gerð með að korna a
ráðgjafakerfi (tutorakerfi) fyrir stúdenta-
Hverjum ráðgjafakennara er ætlað að fylgjaSt
með námsframvindu þriggja nemenda, og e'
ætlast til, að stúdentar geti leitað til ráðgja*'
ans, einkum ef vandamál kom upp viðvíkj-
andi ástundun námsins. Ekki er enn tímabært
að meta, hvort þetta öryggiskerfi ber tilæ'
aðan árangur.
Félag læknanema varð 60 ára 11 ■ mars
1993. Heiðursgestur félagsins á afmælisfag11
aði var dr. med. Bjami Jónsson, fyrrum yl,r
læknir á Landakoti.
Opið hús _
Samþykkt var að kynna læknadeild m®
opnu húsi í Læknagarði, 21. mars 1993, b
og deildin hafði verið kynnt undanfarin •
Ákveðið var að bjóða Læknafélagi íslands a